Selfoss
0
0
Hamrarnir
27.08.2017 - 14:00
JÁVERK-völlurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: Þungt yfir. Rigning á köflum.
Dómari: Helgi Sigurðsson
Áhorfendur: 280
Maður leiksins: Helena Jónsdóttir (Hamrarnir)
JÁVERK-völlurinn
1. deild kvenna
Aðstæður: Þungt yfir. Rigning á köflum.
Dómari: Helgi Sigurðsson
Áhorfendur: 280
Maður leiksins: Helena Jónsdóttir (Hamrarnir)
Byrjunarlið:
12. Chante Sherese Sandiford (m)
5. Brynja Valgeirsdóttir
7. Anna María Friðgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
11. Karen Inga Bergsdóttir
('64)
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
16. Alexis C. Rossi
18. Magdalena Anna Reimus
19. Alex Nicole Alugas
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir
Varamenn:
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
('64)
14. Harpa Hlíf Guðjónsdóttir
20. Írena Björk Gestsdóttir
21. Þóra Jónsdóttir
25. Eyrún Gautadóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir
Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Svandís Bára Pálsdóttir
Hildur Grímsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Ísabella Sara Halldórsdóttir
Jóhann Ólafur Sigurðsson
Gul spjöld:
Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('48)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3
Búið!
Selfyssingar eru brjálaðir og hópast að dómaranum.
Leik lokið. 0-0 niðurstaðan.
Búið!
Selfyssingar eru brjálaðir og hópast að dómaranum.
Leik lokið. 0-0 niðurstaðan.
90. mín
+2
HVAÐ ER AÐ GERAST!
Selfyssingar skora mark en það er dæmt af! Það var öll stúkan staðin upp og byrjuð að fagna og eiginlega búin að fagna þegar Helgi flautar markið af! Gríðarlega svekkjandi fyrir Selfyssinga.
Alexis á gott skot sem fer í slánna, Unnur er fyrst á vettvang og kemur boltanum í netið eftir klafs við Helenu en mér sýnist dómarinn vera að dæma að Helena hafi verið búin að handsama boltann!
HVAÐ ER AÐ GERAST!
Selfyssingar skora mark en það er dæmt af! Það var öll stúkan staðin upp og byrjuð að fagna og eiginlega búin að fagna þegar Helgi flautar markið af! Gríðarlega svekkjandi fyrir Selfyssinga.
Alexis á gott skot sem fer í slánna, Unnur er fyrst á vettvang og kemur boltanum í netið eftir klafs við Helenu en mér sýnist dómarinn vera að dæma að Helena hafi verið búin að handsama boltann!
90. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu útá miðjum velli. Anna María sendir inní en Helena grípur þetta eins og ALLT sem hefur komið nálægt marki í dag.
88. mín
Það fer heldur betur að styttast í þessu og Selfyssingar eru orðnir óþreyjufullir!
84. mín
Eins margar góðar spyrnur og Anna María er búin að eiga í þessum leik þá hafa þær líka verið mjög margar slæmar.
Á núna sendingu/skot sem fer HÁTT yfir markið.
Á núna sendingu/skot sem fer HÁTT yfir markið.
83. mín
Selfyssingar færast nær markinu með hverri sókninni sem líður. Gestirnir farnar að þreyttast en þær hafa verið flottar hingað til. Sjáum hvort að þær haldi út.
81. mín
Inn:Díana Rós Jónudóttir (Hamrarnir)
Út:Magðalena Ólafsdóttir (Hamrarnir)
Síðasta skipting Hamranna.
75. mín
Barbára með skalla RÉTT framhjá! Þarna tók stúkan við sér!
Frábær sending frá Alexis og Barbára nær góðum skalla en því miður fyrir Selfyssinga, rétt framhjá markinu.
Frábær sending frá Alexis og Barbára nær góðum skalla en því miður fyrir Selfyssinga, rétt framhjá markinu.
73. mín
Þetta er orðið svolítið örvæntingafullt hjá Selfyssingum. Farnar að skjóta úr allskonar vondum stöðum!
71. mín
Inn:Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Hamrarnir)
Út:Sigríður Jóna Pálsdóttir (Hamrarnir)
69. mín
Anna María með aukaspyrnu út á miðjum velli og reynir skotið. Ekki galin tilraun, boltinn rétt yfir mark Hamranna.
67. mín
Selfyssingar komnir í 3-5-2 að mér sýnist. Ásta og Unnur saman uppá topp.
Lið Hamranna þétt fyrir.
Lið Hamranna þétt fyrir.
64. mín
Inn:Ásta Sól Stefánsdóttir (Selfoss)
Út:Karen Inga Bergsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins.
63. mín
Stuðningsmenn Selfyssinga aðeins farnir að láta í sér heyra. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og þau vilja alls ekki tapa honum.
59. mín
Brynja Valgeirsdóttir með skot að marki en Helena ver. Helena verið frábær í markinu í dag og ekkert vesen á henni.
Hirðir allt sem kemur að marki.
Hirðir allt sem kemur að marki.
54. mín
Magdalena með fínt skot rétt fyrir utan teig!
Rétt yfir. Selfyssingar að sækja í sig veðrið.
Rétt yfir. Selfyssingar að sækja í sig veðrið.
52. mín
Fyrsta hornspyrna síðari hálfleiks er heimamanna.
Hana tekur Anna María eins og venjulega. Hamrarnir koma boltanum þægilega í burtu.
Hana tekur Anna María eins og venjulega. Hamrarnir koma boltanum þægilega í burtu.
50. mín
Halldóra brýtur strax aftur af sér. Þetta hefði ég ekki gert á gulu spjaldi. Helgi dómari ætlar þó að sleppa henni.
48. mín
Gult spjald: Halldóra Birta Sigfúsdóttir (Selfoss)
Fyrsta gula spjaldið.
Brot á miðjunni.
Brot á miðjunni.
46. mín
Þá er síðari hálfleikur hafinn og núna hafa Selfyssingar vindinn í bakið.
Sýnist bæði lið vera óbreytt.
Sýnist bæði lið vera óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Það er hálfleikur á Selfossi og það er enn markalaust. Selfyssingar heilt yfir verið sterkari en við vonumst eftir meira fjöri í síðari hálfleik!
42. mín
Magdalena með frábært skot fyrir utan teig en Helena þarf að hafa sig alla við að verja skotið!
Hornspyrna sem Selfyssingar fá.
Hornspyrna sem Selfyssingar fá.
40. mín
DAUÐAFÆRI!
Barbára með frábæra sendingu innfyrir á Magdalenu sem er ALLTOF lengi að athafna sig og varnarmenn Hamranna koma sér í boltann og hreinsa burt!
Þarna hefði Magdalena átt að taka eina snertingu og skjóta svo. Alltof lengi!
Barbára með frábæra sendingu innfyrir á Magdalenu sem er ALLTOF lengi að athafna sig og varnarmenn Hamranna koma sér í boltann og hreinsa burt!
Þarna hefði Magdalena átt að taka eina snertingu og skjóta svo. Alltof lengi!
35. mín
Frábært færi sem Selfyssignar fá!
Glæsileg stungusending frá Magdalenu inná Unni sem snýr af sér varnarmann Hamranna og nær skoti sem Helena ver vel í hornspyrnu!
Hamrarnir verjast horninu.
Glæsileg stungusending frá Magdalenu inná Unni sem snýr af sér varnarmann Hamranna og nær skoti sem Helena ver vel í hornspyrnu!
Hamrarnir verjast horninu.
32. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á álitlegum stað.
Anna María tekur spyrnuna og sendir fyrir á fjærstöng þar sem Barbára er, Barbára ætlar að skalla inná teiginn en Helena gerir vel og grípur boltann.
Anna María tekur spyrnuna og sendir fyrir á fjærstöng þar sem Barbára er, Barbára ætlar að skalla inná teiginn en Helena gerir vel og grípur boltann.
25. mín
Hamrarnir að koma sér betur og betur inn í leikinn og eru farnar að reyna að byggja upp sóknir.
Vörn Selfyssinga er þétt, enn sem komið er.
Vörn Selfyssinga er þétt, enn sem komið er.
21. mín
Frábært uppspil hjá Selfyssingum.
Anna María fær boltann úti á vinstri kanti og kemur með sendingu fyrir, Alexis kemur sér í boltann og nær skalla en hann fer rétt yfir!
Anna María fær boltann úti á vinstri kanti og kemur með sendingu fyrir, Alexis kemur sér í boltann og nær skalla en hann fer rétt yfir!
19. mín
Það er vel mætt á JÁVERK-völlinn en okkur vantar einhverja skemmtun í þetta!
Það er ekkert að gerast í leiknum.
Það er ekkert að gerast í leiknum.
14. mín
Alexis með fína tilraun rétt við miðjuboga. Reynir skotið en það fer rétt framhjá marki Hamranna.
12. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fá Selfyssingar.
Það er Anna María sem tekur spyrnuna en markmaður Hamranna, Helena grípur inní og kýlir boltann út.
Það er Anna María sem tekur spyrnuna en markmaður Hamranna, Helena grípur inní og kýlir boltann út.
10. mín
Þetta byrjar ansi, ansi rólega. Selfyssingar bara spila boltanum á milli sín en það er allt að gerast viða hægt hjá þeim. Þær eru ekkert að keyra á Hamrana.
Sennilega eitthvað sem Alli er búin að leggja upp með.
Sennilega eitthvað sem Alli er búin að leggja upp með.
7. mín
Dauðafæri!
Barbára með frábæran sprett upp hægri kantinn, kemur síðan með frábæra fyrirgjöf beint á Unni sem hittir boltann ekki nógu vel beint fyrir framan markið og skýtur framhjá!
Selfyssingar hefðu hæglega getað komist yfir þarna.
Barbára með frábæran sprett upp hægri kantinn, kemur síðan með frábæra fyrirgjöf beint á Unni sem hittir boltann ekki nógu vel beint fyrir framan markið og skýtur framhjá!
Selfyssingar hefðu hæglega getað komist yfir þarna.
3. mín
Byrjar rólega.
Selfyssingar 100% með boltann þessar fyrstu mínútur. Hamrarnir spiluðu leik á föstudaginn og sennilega einhver þreyta í liðinu.
Selfyssingar 100% með boltann þessar fyrstu mínútur. Hamrarnir spiluðu leik á föstudaginn og sennilega einhver þreyta í liðinu.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn á Selfossvelli og það eru gestirnir frá Akureyri sem hefja leik með boltann!
Góða skemmtun kæru áhorfendur!
Góða skemmtun kæru áhorfendur!
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn og það er ekkert annað en Star Wars lagið sem við þekkjum öll svo vel sem ómar undir.
Ef það er eitthvað lag sem ætti að kveikja í leikmönnum þá er það þetta!
Ef það er eitthvað lag sem ætti að kveikja í leikmönnum þá er það þetta!
Fyrir leik
Það er loksins hætt að rigna á Selfossi og ég ætla að vonast til þess að það haldi eitthvað. Það er nú ennþá þungt yfir, en við sjáum hvað gerist.
Völlurinn er rennandi blautur og það ætti ekkert að skemma fyrir!
Völlurinn er rennandi blautur og það ætti ekkert að skemma fyrir!
Fyrir leik
Hjá Hömrunum eru aðeins tveir varamenn í dag. Nokkuð sérstakt.
Hamrarnir gera tvær breytingar frá tapinu gegn HK/Víking í síðustu umferð. Elva Marý og Helena Rós koma inn í liðið á kostnað Rakelar Sjafnar og Rakelar Óla.
Hamrarnir gera tvær breytingar frá tapinu gegn HK/Víking í síðustu umferð. Elva Marý og Helena Rós koma inn í liðið á kostnað Rakelar Sjafnar og Rakelar Óla.
Fyrir leik
Hjá Selfyssingum kemur lítið á óvart.
Þetta er liðið sem hefur nokkurvegin verið að spila eftir að þær misstu 5 leikmenn út í háskóla. Bekkurinn gríðarlega ungur fyrir utan Katrínu Ýr sem er reynslubolti.
Þetta er liðið sem hefur nokkurvegin verið að spila eftir að þær misstu 5 leikmenn út í háskóla. Bekkurinn gríðarlega ungur fyrir utan Katrínu Ýr sem er reynslubolti.
Fyrir leik
Þessi lið mættust í fyrri umferðinni á Akureyri þann 1. júlí.
Selfyssingar unnu þann leik nokkuð örugglega 0-3, þar sem Kristrún Rut skoraði tvö og Magdalena Anna eitt. Hamrarnir eru eflaust ánægðar með það að Kristrún spilar ekki í dag þar sem hún er farinn til Danmerkur í háskóla.
Þurfa ekki að fara áhyggjur af henni.
Selfyssingar unnu þann leik nokkuð örugglega 0-3, þar sem Kristrún Rut skoraði tvö og Magdalena Anna eitt. Hamrarnir eru eflaust ánægðar með það að Kristrún spilar ekki í dag þar sem hún er farinn til Danmerkur í háskóla.
Þurfa ekki að fara áhyggjur af henni.
Fyrir leik
Það er því að miklu að keppa fyrir liðin í dag þrátt fyrir það að þau séu á sitthvorum stað í deildinni.
Það má með sanni segja að veðrið leiki ekki við okkur í dag, það er búið að hellirigna í allan morgun en við skulum vona að það stytti upp þegar það líður á leikinn.
Það má með sanni segja að veðrið leiki ekki við okkur í dag, það er búið að hellirigna í allan morgun en við skulum vona að það stytti upp þegar það líður á leikinn.
Fyrir leik
Hamrarnir verið upp og niður í sumar en nú er orðið ljóst að með jafntefli eða sigri hjá þeim í dag falla þær ekki. Það er sennilega eitthvað sem þær vilja vera lausar við fyrir lokaumferðina.
Liðið tapaði gegn HK/Víking í síðustu umferð en þar á undan unnu þær frábæran 1-0 sigur á Keflvíkingum.
Liðið tapaði gegn HK/Víking í síðustu umferð en þar á undan unnu þær frábæran 1-0 sigur á Keflvíkingum.
Fyrir leik
Selfyssingar byrjuðu tímabilið brösulega og var ekkert sem benti til þess að þær væru að fara í einhverja toppbaráttu eftir nokkra leiki.
Leikmenn og þjálfarar náðu heldur betur að snúa genginu við og hafa einungis tapað 1 leik í síðustu 12. Þessi tapleikur kom í síðasta heimaleik gegn ÍA.
Málin standa þó þannig að Selfyssingar geta ekki tryggt sætið í dag þrátt fyrir sigur. Liðið getur eftir leikinn í dag verið með 5 stiga forystu á liðin í 2. og 3. sæti en þau eiga þá tvo leiki eftir meðan Selfyssingar eiga einungis einn.
Leikmenn og þjálfarar náðu heldur betur að snúa genginu við og hafa einungis tapað 1 leik í síðustu 12. Þessi tapleikur kom í síðasta heimaleik gegn ÍA.
Málin standa þó þannig að Selfyssingar geta ekki tryggt sætið í dag þrátt fyrir sigur. Liðið getur eftir leikinn í dag verið með 5 stiga forystu á liðin í 2. og 3. sæti en þau eiga þá tvo leiki eftir meðan Selfyssingar eiga einungis einn.
Byrjunarlið:
1. Helena Jónsdóttir (m)
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir (f)
3. Þórdís Jónsdóttir
4. Helena Rós Þórólfsdóttir
5. Sigríður Jóna Pálsdóttir
('71)
10. Inga Rakel Ísaksdóttir
11. Elva Marý Baldursdóttir
15. Magðalena Ólafsdóttir
('81)
19. Tinna Arnarsdóttir
20. Arna Kristinsdóttir
Varamenn:
17. Díana Rós Jónudóttir
('81)
18. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir
('71)
Liðsstjórn:
Karen Nóadóttir (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld: