Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
6
4
Víkingur Ó.
0-1 Gonzalo Zamorano '32
Thomas Mikkelsen '67 1-1
Davíð Kristján Ólafsson '105 , sjálfsmark 1-2
Brynjólfur Darri Willumsson '120 2-2
Thomas Mikkelsen '120 , víti 3-2
3-3 Emir Dokara '120 , víti
3-3 Michael Newberry '120 , misnotað víti
Davíð Kristján Ólafsson '120 , misnotað víti 3-3
Arnór Gauti Ragnarsson '120 , víti 4-3
4-3 Ignacio Heras Anglada '120 , misnotað víti
4-4 Ingibergur Kort Sigurðsson '120 , víti
Kolbeinn Þórðarson '120 , víti 5-4
Damir Muminovic '120 , víti 6-4
16.08.2018  -  18:00
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla - Undanúrslit
Aðstæður: Heiðskírt, logn, 16 gráðu hiti og völlurinn upp á 10
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1.412
Maður leiksins: Gonzalo Zamorano - Víkingur Ó.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason ('67)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('100)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson ('89)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('77)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('77)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('100)
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('67)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('89)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Jonathan Hendrickx ('63)
Willum Þór Willumsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan og Breiðablik mætast í bikarúrslitaleik 2018.
Magnús Már Einarsson
120. mín Mark úr víti!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir skorar og skýtur Blikum áfram í úrslitaleikinn gegn Stjörnunni!

Ótrúlega svekkjandi fyrir Ólafsvíkinga sem voru nokkrum sekúndum frá úrslitum. Skýrsla og viðtöl eftir smá.
Magnús Már Einarsson
120. mín Mark úr víti!
Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik)
120. mín Mark úr víti!
Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
Skorar af öryggi.
120. mín Misnotað víti!
Ignacio Heras Anglada (Víkingur Ó.)
Skot í slá!!!
120. mín Mark úr víti!
Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik)
Þvílíkt svalur á punktinum! Geggjuð vítaspyrna.
120. mín Misnotað víti!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
MARMOLEJO VER MEÐ TILÞRIFUM!!!
120. mín Misnotað víti!
Michael Newberry (Víkingur Ó.)
GULLI VER!!! LÉLEG SPYRNA
120. mín Mark úr víti!
Emir Dokara (Víkingur Ó.)
Gulli fór í rétt horn en spyrnan alveg út við stöng.

Það er ABBA kerfið. Ólsarar eiga næstu spyrnu.
120. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Öruggt. Markvörðurinn fór í rangt horn.
120. mín
Blikar byrja á punktinum. Mikkelsen er að gera sig kláran.
120. mín
Þvílíkur leikur hérna í kvöld. Þvílíkur leikur!
120. mín
FLAUTAÐ! Við erum að fara í vítaspyrnukeppni.
120. mín MARK!
Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik)
FLAUTUUUMAAAAARK!!!!!

Þetta var magnað! Davíð Kristján renndi boltanum á Brynjólf Darra og sá kláraði þetta vel!!!! Smurði boltann glæsilega upp í fjærhornið!

2-2! Dramatík! Varnarleikur gestaliðsins ekki spes!

Nacho Heras sleppti því að hreinsa í aðdragandanum og ákvað að reyna að sóla upp völlinn. Hrikaleg ákvörðun.
120. mín
+1 Ingibergur Kort sleppur einn í gegn en Gunnleifur ver!
120. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 2 mínútur.
118. mín
Blikar hafa tvær mínútur! Tvær mínútur! Erum við að fara að sjá óvænt úrslit hér í kvöld???
116. mín
Mikkelsen með ágætis tilraun úr aukaspyrnunni en yfir fór boltinn.
116. mín
Brynjólfur Darri fellir fyrir utan teig, aukaspyrna dæmd. Jónas Gestur í liðstjórn Ólsara gefur merki um dýfu. Ekki sáttur við dóminn.
115. mín
Kolbeinn Þórðarson klippir boltann yfir markið frá vítateigsendanum.

Stuðningsmenn Breiðabliks reyna að hvetja sína menn til dáða. Lítið eftir.
114. mín Gult spjald: Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
113. mín
Inn:Sasha Litwin (Víkingur Ó.) Út:Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
113. mín
Brotið á Gísla Eyjólfs. Skorfæri. Ejub og Jónas Gestur ekki sáttir við dóminn.

Gísli tekur spyrnuna og vippar inn í teiginn. Marmolejo nær að handsama knöttinn, það var hætta á ferðum en vel hert hjá markverðinum.
111. mín
Víkingar hafa fallið rosalega langt til baka og það er nánast útihátíð í teignum.
109. mín
Spila eftir aukaspyrnuna og Kolbeinn fellur í teignum en ekkert dæmt. Fannst þetta vera ósköp lítið.
108. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, aðeins til vinstri. Kolbeinn Þórðarson býr sig undir að taka spyrnuna.
107. mín
Blikar með skot hátt yfir.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar farinn af stað
105. mín
Hálfleikur í framlengingu

Blikar hafa 15 mínútur! 15 mínútur til að jafna og tryggja sér vítaspyrnukeppni.
105. mín SJÁLFSMARK!
Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kwame Quee
JAHÁÁÁÁ! ÞAÐ ER MAAAAARK! VÍKINGUR ÓLAFSVÍK KEMST YFIR! Svakalega slysalegt mark.

Kwame Quee með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu. Davíð Kristján skallar boltann upp í loftið og rekst síðan á Gunnleif á meðan boltinn fer inn.
104. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK VÍKINGA! Mikkelsen með skot framhjá. Var ekki alveg í jafnvægi.
100. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Sautján ára sóknarleikmaður kemur hér inn.

Blikar að nota aukaskiptinguna sína sem er tilkomin vegna framlengingarinnar.
97. mín
Arnór Gauti kom sér inn í teiginn en er stöðvaður af gestunum. Nær skoti skömmu síðar en auðvelt fyrir Marmolejo.
94. mín
Gonzalo Zamorano þarf aðhlynningu. Sjúkraþjálfari Víkings Ó. verður uppgefinn eftir kvöldið. Hann er búinn að vera í stífri yfirvinnu.
93. mín
Thomas Mikkelsen fékk hættulega sendingu í teiginn, Ólsarar náðu að hreinsa í horn. Viktor Örn Margeirsson skallar framhjá eftir hornið. Fínasta færi!
91. mín
FRAMLENGING HAFIN

Þess má geta að fjórða skiptingin á hvort lið bætist við í framlengingu, kjósi liðin að gera eina breytingu í viðbót.

Ólsarar hófu fyrri hálfleik framlengingar. Taumlaus skemmtun og fólk að fá allt fyrir aurinn. Vúhú!
90. mín
VENJULEGUM LEIKTÍMA LOKIÐ - Við erum að fara í framlengingu. 2x15 mínútur.
90. mín
+5 Gestirnir hafa verið öflugir í uppbótartímanum. Kolbeinn brýtur á Ingibergi og Ólsarar fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika úti hægra megin.

Kwame Quee með hættulega spyrnu en boltinn fer í gegnum allan pakkann.
90. mín
+4 Gonzalo Zamorano með bjartsýnisskot af löngu færi. Auðvelt fyrir Gulla.
90. mín
+3 Áhorfendatölur mættar. 1.412 áhorfendur.
90. mín
+1 VÍKINGAR NÆSTUM BÚNIR AÐ SKORA!!!!!

Zamorano með lúmska hælspyrnu og boltinn lak framhjá stönginni! Vá!
90. mín
Einar dómari var í smá vandræðum með samskiptabúnaðinn í eyranu á sér. Fékk hjálp frá Gísla Eyjólfs sem aðstoðaði hann við að koma búnaðnum vel fyrir í eyranu!

Uppbótartíminn er 6 mínútur, 6 mínútur.
89. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Willum haltrar af velli og bróðir hans leysir hann af! Brynjólfur 18 ára gamall.
87. mín Gult spjald: Kwame Quee (Víkingur Ó.)
85. mín
Stungusending á Gonzalo en Gunnleifur Gunnleifsson kominn á hárréttum tíma út úr markinu.

Hinumegin komst Gísli Eyjólfs í ágætis skotfæri en lúðraði boltanum hátt yfir markið. Himinhátt.
81. mín
Frekar lítið í gangi þessar mínútur.
77. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
75. mín
VÁÁÁÁÁ!!!! Blikar nálægt því að taka forystu! Fyrst var það Aron Bjarnason sem slapp í gegn en Marmolejo varði. Aron náði boltanum aftur og sendi fyrir þar sem Mikkelsen klippti knöttinn yfir markið.
74. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Stöðvaði Kwame Quee.
73. mín
Það þarf ekki að taka fram að hér verður leikið til þrautar. Framlengt ef það er jafntefli og svo vítaspyrnukeppni ef enn er jafnt...
72. mín
Víkingur frá Ólafsvík átti stórhættulega sókn áðan og Ingibergur Kort var hársbreidd frá því að ná til knattarins rétt við markteiginn!
71. mín
Inn:Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó.) Út:Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ó.)
Það hefur sést á spilamennsku Keke að hann er ekki alveg heill, nánast á annarri löppinni. Það afsakar samt ekki þessu skelfilegu mistök áðan.
67. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
HVAÐ VAR Í GANGI ÞARNA??? Daninn heldur áfram að vera Blikum gulls ígildi.

Emmanuel Eli Keke með HRIKALEG mistök! Lætur bara Mikkelsen hirða af sér boltann. Mikkelsen þakkar kærlega fyrir þessa gjöf, var einn á móti markverði og kláraði vel!
67. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Nær Arnór að koma með líf í þetta?
66. mín
Inn:Jesus Alvarez Marin (Víkingur Ó.) Út:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Vignir á gulu spjaldi. Engin áhætta tekin.
65. mín
Mikill atgangur hér áðan og Willum Þór fór niður í teignum. Það var hrikalega sterk vítaspyrnulykt af þessu, rosalega sterk.
64. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.) Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
63. mín Gult spjald: Jonathan Hendrickx (Breiðablik)
Fyrir brot.
62. mín Gult spjald: Fran Marmolejo (Víkingur Ó.)
Fyrir tafir.
61. mín
BLIKAR SKJÓTA TVÍVEGIS Í SLÁ!!!!

Tréverkið fær að kenna á því maður! Fyrst Mikkelsen og svo örfáum sekúndum síðar er það Aron Bjarnason!
57. mín
Ástbjörn Þórðarson með skot af löngu færi en Gunnleifur ekki í vandræðum með skotið.
56. mín
Jonathan Hendrickx tók aukaspyrnuna en skotið yfir. Vonbrigðahljóð Blikamegin í stúkunni.
55. mín
Brotið á Thomas Mikkelsen rétt fyrir utan teig!!! Breiðablik fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM STAÐ! Barrie dæmdur brotlegur.
54. mín
"Þeir eru bara að tefja!" söngla stuðningsmenn Breiðabliks. Mikill tími í upphafi seinni hálfleiks farið í aðhlynningar fyrir leikmenn Ólsara og boltinn lítið í leik.
52. mín
Misskilningur áðan þegar ég setti inn skiptingu hjá Ólsurum. Bæði liðin eru óbreytt.
51. mín
Gísli Eyjólfs náði að spæna inn í teiginn, átti skot í varnarmann og afturfyrir. Hornspyrna.
50. mín
Blikar gefa ansi ódýrt horn. Kwame Quee mætir á vettvang til að taka hornið... nei Blikar hreinsa frá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Arnar Björnsson mættur í stúkuna. Engin Mazda derhúfa samt. Svekkelsi. Liðin eru mætt aftur út á völlinn og nú fer seinni hálfleikur að hefjast.
45. mín
Enginn í fjölmiðlastúkunni enn látið vaða í Kópavogsdjúsinn, eða Túttí frúttí eins og hann er kallaður. Ég fórna mér í þetta í seinni hálfleik. Virðist vera þykkur í dag djúsinn.
45. mín
Heimamenn hafa ekkert reynt af viti á Marmolejo markvörð Ólsara. Það þarf að breytast í seinni hálfleik. Ef þetta heldur áfram að þróast svona fáum við Arnór Gauta inn snemma í seinni.
45. mín
Hálfleikur
Það verður látið sverfa til stáls í seinni hálfleik! Því get ég lofað. Blikar hafa sáralítið náð að skapa sér þrátt fyrir að vera mikið mikið mikið meira með boltann. Þurfa að finna lausn á því!!!
45. mín
Vignir Snær brýtur á Gísla Eyjólfs... ekki í fyrsta sinn. Vignir er á gulu spjaldi. Hann er að dansa rækilega á línunni!!! Kæmi mér ekki á óvart ef Ejub tæki hann af velli í hálfleik til að forðast rautt.
44. mín
Mikkelsen að sleppa en naumlega flaggaður rangstæður. Rétt ákvörðun aðstoðardómarans en þetta var tæpt.
42. mín
Ástbjörn Þórðarson hjá Ólsurum með skemmtileg tilþrif og nálgast teiginn þegar það virðist brotið á honum en Einar dæmir ekkert. Ástbjörn allt annað en sáttur.
40. mín
Þetta er ansi áhugaverð staða og spennandi að sjá hvernig Blikar bregðast við þessu. Gestirnir ólseigir, hafa varist af krafti og sýnt þolinmæði.
36. mín
Gonzalo skyndilega kominn í færi og á skot sem Gunnleifur ver í horn. Ekkert kemur út úr horninu.

Gonzalo hefur verið magnaður í Inkasso-deildinni í sumar og heldur áfram að skína skært hjá Ólsurum. Þvílík kaup hjá Ejub að krækja í þennan gæja.
32. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Michael Newberry
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!! Ólsarar fá hornspyrnu... Kwame Quee tekur spyrnuna og boltinn fer í gegnum þvöguna og á fjærstöngina þar sem Gonzalo skorar með innanfótarskoti!

Fyrsta marktilraun Ólsara í leiknum!

Þvílíkt og annað eins! Gestirnir fagna með því að stíga dans!
30. mín
Arnþór Ari fær sendingu fram og er að koma sér í hörkufæri... nei búið að flagga. Rangstaða.
28. mín
Gestirnir verjast fimlega en hafa varla náð neinum spilköflum. Þeir þurfa að halda boltanum eitthvað ef þeir ætla að lifa þetta af.
26. mín
Leikurinn var varla farinn af stað aftur þegar Aron Bjarna og Vignir Snær lenda í samstuði. Vignir þarf aðhlynningu. Nóg að gera hjá Grave sjúkraþjálfara Ólsara.
24. mín
Blikar í sókn og sending á Mikkelsen sem er alveg við endalínuna, Fran Marmolejo markvörður Ólsara fer úr marki sínu og lendir í samstuði við þann danska.

Marmolejo virðist sárkvalinn og þarf aðhlynningu. Leikurinn því stopp.
21. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Fer með olnbogann í Gísla í baráttu á miðjum vellinum. Hárrétt hjá Einari að lyfta spjaldi.
17. mín
Aron Bjarnason fékk fínt skotfæri rétt fyrir utan vítateig en hitti boltann herfilega illa. Skotið skoppaði framhjá markinu og Aron er ansi pirraður út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki gert betur.

Strax á eftir gera Ólsarar slæm varnarmistök og Mikkelsen í óvæntu HÖRKUFÆRI en skýtur yfir.
16. mín
Leikurinn fer nær eingöngu fram á vallarhelmingi Ólsara. Blikar einoka knöttinn. Gonzalo Zamorano er fremsti maður Ólsara og hann er ansi einmana þessa stundina...
11. mín
Skotárás frá Breiðabliki við vítateigslínuna en Ólsarar hrikalega fjölmennir í teignum og ná að kasta sér fyrir hvert skotið á fætur öðru. Endar með að boltinn fer í hornspyrnu. Gísli Eyjólfs tekur þetta stutt á Aron, fær boltann aftur og lætur vaða frá vítateigslínunni. Hátt yfir.
8. mín
Gísli Eyjólfs fær sendingu í teiginn en fyrsta snertingin sveik hann og þetta rann út í sandinn. Bíðum eftir fyrstu marktilraun leiksins.
7. mín
Vignir Snær, leikmaður Ólafsvíkur, fellur með tilþrifum á miðjum vellinum. Svakaleg dýfa sem hann tók. Einar dómari féll ekki í gildruna og gaf svo Vigni tiltal. Svona vill maður ekki sjá.
4. mín
Blikar spila boltanum sín á milli þessar fyrstu mínútur en nákvæmlega ekkert merkilegt hefur gerst.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hófu leik. Ólsarar eru hvítklæddir í dag og sækja í átt að Sporthúsinu í fyrri hálfleik.

Stuðningsmenn Blika í stuði og Erpur Eyvindarson er með serbneska fánann. Mikil gleði.
Fyrir leik
Það er 18 ára strákur í byrjunarliði Ólsara í kvöld. Ívar Reynir Antonsson sem leikið hefur fimm leiki í Inkasso-deildinni í sumar. Spennandi að sjá hann á stóra sviðinu í Kópavogi.

Liðin eru að ganga út á völlinn.
Fyrir leik
Það ríkir almenn gleði hjá Breiðabliki um þessar mundir. Kvennalið félagsins að fara að keppa til bikarúrslita á morgun og allt í blóma. Maður skynjar gleðina vel hér á Kópavogsvelli. Móttökurnar sem fjölmiðlamenn fá hér í fréttamannastúkunni eru algjörlega upp á 9,5.
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar:

Árni Jóhannsson, Sýn: 0-0... alla leið í vító þar sem Gulli Gull verður hetjan.

Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: 1-2.

Andri Yrkill, mbl.is: 5-1 fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
Liðin eru í óða önn að hita upp í sólinni. Meðan við bíðum eftir leiknum er annar leikmaður í Ólsaraliðinu sem ég hvet ykkur til að gefa gaum. Gonzalo Zamorano er maðurinn sem flest fer í gegnum í sóknarleik Ólsara, holuleikmaður.

Svo má ekki gleyma því að ein skærasta stjarna Blika, Gísli Eyjólfsson, er fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur en hann lék með liðinu á lánssamningi.
Fyrir leik
Það er ÖLLU tjaldað hjá Ólsurum í kvöld! Gamli formaðurinn, Jónas Gestur Jónasson, er í liðstjórn í fyrsta sinn í sumar og verður við hlið Ejub Purisevic á boðvangnum. Þeir tveir hafa gert magnaða hluti í Ólafsvík. Eitt besta tvíeyki seinni ára í íslenskum fótbolta fullyrði ég!
Fyrir leik
Blikar hafa einu sinni orðið Íslandsmeistarar, það var árið 2009.

Allt að verða tilbúið á Kópavogsvelli. Ejub búinn að raða keilum um allt á öðrum vallarhelmingnum og leikmenn væntanlegir út að hita á hverri mínútu.

Vallarþulurinn byrjaður að blasta músík og grill-lyktin í loftinu. Það er stuðkvöld framundan!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Breiðablik gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigurleiknum gegn Víkingi R. í deildinni. Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp og Aron Bjarnason kemur inn í byrjunarliðið.

Oliver fór af velli í hálfleik í leiknum gegn Reykjavíkur-Víkingum.
Fyrir leik
Garðbæingurinn Einar Ingi Jóhannsson dæmir leikinn en aðstoðardómarar verða Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon. Þá er einnig boðið upp á sprotadómara í undanúrslitum og úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Einar er á sínu fyrsta alvöru tímabili sem dómari í Pepsi-deildinni og leikur kvöldsins hans stærsta verkefni til þessa.
Fyrir leik
Fylgist með þessum í kvöld:

Emmanuel Eli Keke, Víking Ólafsvík. Varnarmaðurinn öflugi var valinn besti leikmaður umferða 1-11 í Inkasso-deildinni. Keke kom til Ólsara fyrir tímabilið og hefur reynst happafengur.

Willum Þór Willumsson, Breiðabliki. Þessi stóri og stæðilegi 19 ára strákur hefur verið hörkuflottur í sumar. Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður sagði í Innkastinu í vikunni að Willum hefði að sínu mati verið besti leikmaður Blika í sumar.
Fyrir leik
Meistararnir á blikar.is sjá til þess að maður þarf lítið að undirbúa sig fyrir leik kvöldsins! Hér eru upphitunarmolar.

- Blikar hafa lagt Leikni, KR og Val á leið sinni í undanúrslitin. Ólsarar hafa lagt Hamar, Fram og Víking Reykjavík.

- Breiðablik og Víkingur Ó. hafa mæst 19 sinnum í mótsleikjum. Blikar hafa sigrað í 15 leikjum, Víkingar unnið 1 sinni og 3 leikir hafa endað með jafntefli.

- Upphitun Blikamanna hefst kl.17:00 í salnum í stúkunni á jarðhæðinni. Ágúst Gylfason mætir kl.17:15 og fer yfir leikskipulag Blikaliðsins
Fyrir leik
Alexander Helgi Sigurðarson, miðjumaður Breiðabliks, verður ekki með í kvöld. Alexander var á láni hjá Ólafsvíkingum fyrri hluta sumars og hjálpaði liðinu mikið. Hann hefði getað mætt sínum gömlu félögum í kvöld ef hann hefði ekki meiðst á æfingu í vikunni.
Fyrir leik
Ég skellti mér á hinn undanúrslitaleikinn í gær þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á FH. Það var góð stemning á þeim leik, pakkfull stúka og hörkustuð. Það er flott veður í dag og vonandi verður líka margmenni í stúkunni í Kópavoginum í kvöld.
Fyrir leik
Blikar hafa verið á svakalegri sigurbraut í Pepsi-deildinni þar sem þeir eru sem stendur á toppnum. Það er rosalegt þriggja hesta kapphlaup við Val og Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn.

Þeir eru mun sigurstranglegri en Víkingur Ólafsvík sem er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar. Flottur árangur hjá Ejub Purisevic og hans mönnum að vera komnir alla leið í undanúrslitin.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Hvort verður það Breiðablik eða Víkingur frá Ólafsvík sem leikur til úrslita gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum þann 15. september? Það kemur í ljós á Kópavogsvellinum í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke ('71)
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Ívar Reynir Antonsson ('64)
10. Kwame Quee
10. Sorie Barrie
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano ('113)
22. Vignir Snær Stefánsson ('66)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
7. Sasha Litwin ('113)
11. Jesus Alvarez Marin ('66)
15. Sumarliði Kristmundsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
23. Sigurjón Kristinsson
27. Guyon Philips
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('64)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Kristinn Magnús Pétursson
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Kristján Björn Ríkharðsson

Gul spjöld:
Vignir Snær Stefánsson ('21)
Fran Marmolejo ('62)
Kwame Quee ('87)
Ingibergur Kort Sigurðsson ('114)

Rauð spjöld: