Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 15. ágúst 2018 16:02
Elvar Geir Magnússon
Telur að Willum hafi verið bestur hjá Blikum í sumar
Willum Þór hefur átt frábært sumar.
Willum Þór hefur átt frábært sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson hefur verið besti leikmaður Breiðabliks í sumar að mati íþróttafréttamannsins Gunnars Birgissonar. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Innkastið hér á Fótbolta.net í gær.

Gunnar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, völdu besta leikmann hvers liðs í Pepsi-deildinni í sumar að þeirra mati.

Af toppliðunum þremur voru Gunnar og Magnús sammála um bestu leikmenn Vals og Stjörnunnar. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur verið besti leikmaður Vals og Hilmar Árni Halldórsson bestur í Stjörnunni.

Þegar kom að Blikum valdi Magnús miðvörðinn Damir Muminovic en Gunnar valdi hinn 19 ára miðjumann Willum Þór.

„Valið stóð á milli hans og Gulla Gull," sagði Gunnar en Gunnleifur Gunnleifsson hefur verið magnaður í markinu. Á endanum valdi hann þó Willum.

„Þetta er strákur sem getur náð alveg gríðarlega langt. Fyrir mér hefur Willum verið stórkostlegur."

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið en auk þess að velja besta leikmann hvers liðs völdu þeir félagar einnig mestu vonbrigðin í hverju liði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvern vilt þú sjá stýra íslenska landsliðinu?
Athugasemdir
banner