Emmanuel Eli Keke (Víkingur Ólafsvík)
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var sérstakt uppgjör fyrri helmings Inkasso-deildarinnar. Fréttaritarar Fótbolta.net velja Emmanuel Eli Keke, varnarmann Víkings í Ólafsvík, besta leikmann umferða 1-11.
Keke kom til Ólsara fyrir tímabilið og hefur reynst happafengur. Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Keke í tilefni af valinu.
Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11 í Inkasso-deildar karla
Keke kom til Ólsara fyrir tímabilið og hefur reynst happafengur. Hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við Keke í tilefni af valinu.
Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11 í Inkasso-deildar karla
Kemur valið þér á óvart?
Í hreinskilni sagt þá kemur þetta mér svolítið á óvart. Liðið okkar er allt að spila vel og leggja sig fram. Við erum allir í þessu saman og liðið á allt skilið að fá kredit, en auðvitað er ég mjög ánægður að vera valinn bestur. Ég á liðsfélögum mínum mikið að þakka.
Ertu ánægður með frammistöðu þína í sumar?
Já, ég verð að segja það. Þetta er nýtt umhverfi og ný reynsla fyrir mér. Það tók mig smá tíma að aðlagast. Stundum tekur það tíma á nýjum stað. Ég er alltaf að kynnast leikmönnum liðsins betur og það hjálpar mér að bæta minn leik. Ég er heilt yfir ánægður en ég veit líka að ég get enn bætt mig.
Hvernig kanntu við Ísland?
Ísland er ótrúlega fallegt og gott land til að dvelja á. Þessa mánuði sem ég hef verið hér hefur fólkið líka tekið mér mjög vel. Það brosa allir til mín og heilsa mér.
Hvernig kanntu við Ólafsvík?
Ólafsvík er góður staður fyrir fótboltamann. Samheldnin og andrúmsloftið er mjög gott. Það eru allir svo vinalegir og þetta umhverfi virkar vel fyrir mig til að bæta mig í boltanum.
En hvernig finnst þér íslenska veðrið?
Ég hafði komið áður til Evrópu að vetri til. Ég var á reynslu hjá Bröndby í Danmörku og hitastigið var undir frostmarki. Það var mjög erfitt en hefur hjálpað mér að aðlagast. Það er kalt hérna og það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að ég var í smá tíma að aðlagast á Íslandi.
Hvernig lýst þér á framhaldið í deildinni?
Ég er ánægður með tímabilið til þessa og bjartsýnn á framhaldið. Það væri frábært að komast í úrslit bikarsins og ef við vinnum bikarinn væri það auðvitað stórkostlegt. Varðandi deildina þá eigum við fína mögueleika á því að fara upp og ef það tekst verð ég mjög ánægður. Það væri gaman að ná árangri á mínu fyrsta tímabili í Evrópu.
Þú skoraðir mikilvægt sigurmark úr víti í uppbótartíma gegn ÍR. Hvernig voru taugarnar þegar þú varst að fara að taka víti?
Ejub þjálfari hafði sagt að ef við fengjum víti ætti ég eða Alexander Helgi að taka það. Svo kom þetta víti og Alexander, sem hafði skorað í leiknum, ákvað að taka það ekki. Ég verð að viðurkenna að ég varð mjög stressaður en sem leikmaður þarf maður að stíga upp. Það var ábyrgð sett á mínar herðar að koma liðinu upp í annað sæti og ég ákvað að kýla á það. Það hefði verið slæmt að klikka en það var frábært að sjá boltann í netinu.
Þú býrð með tveimur öðrum afrískum leikmönnum, Kwame Quee, og Ibrahim Sorie Barrie. Hvernig gengur sambúðin?
Afrísku bræður mínir, sem ég bý líka með, hafa hjálpað mér að aðlagast. Kwame var hérna í fyrra og ég og Ibrahim komum núna. Við erum mjög nánir innan sem utan vallar og sambandið okkar á milli er frábært. Hinir liðsfélagirnir eru líka frábærir.
En hver af afrísku mönnunum er öflugastur í eldhúsinu?
Ég elda oftast og ég held að ég sé bestur í eldhúsinu. Kwame er fínn líka en þeir vilja alltaf að ég eldi. Þess vegna vil ég meina að ég sé besti kokkkurinn af okkur.
Athugasemdir