Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Þór
2
1
Grindavík
Fannar Daði Malmquist Gíslason '6 1-0
1-1 Aron Jóhannsson '13
Alvaro Montejo '89 2-1
19.06.2020  -  18:00
Þórsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 12° hiti og örlítil norðangola. Gott veður til knattspyrnuiðkunar!
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Alvaro Montejo
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Orri Sigurjónsson
2. Elmar Þór Jónsson
6. Ólafur Aron Pétursson
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason ('62)
16. Jakob Franz Pálsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('62)
18. Izaro Abella Sanchez ('83)
24. Alvaro Montejo ('93)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
4. Hermann Helgi Rúnarsson
5. Loftur Páll Eiríksson ('93)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('62)
8. Nikola Kristinn Stojanovic
15. Guðni Sigþórsson ('83)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Sveinn Leó Bogason
Hannes Bjarni Hannesson
Kristján Sigurólason
Óðinn Svan Óðinsson
Sölvi Sverrisson
Perry John James Mclachlan

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þórsarar vinna dramatískan 2-1 sigur! Mikil þreyta var komin í leikmenn síðustu 15-20 mínúturnar en Alvaro Montejo er alltaf líklegur og það reyndist svo að hann var hetja Þórsara í dag!
95. mín
Sigurður Hjörtur dæmir hendi á Grindvíkinga rétt fyrir utan vítateig Þórs eftir mikinn barning í teignum. Líklega það síðasta sem gerist í þessum leik.
93. mín
Inn:Loftur Páll Eiríksson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
Markahetjan Alvaro kemur útaf og Loftur Páll kemur inná til að sigla þremur stigum heim.
92. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Fer í bakið á Sveini Elíasi sýndist mér.
90. mín
Inn:Ævar Andri Á Öfjörð (Grindavík) Út:Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Gunnar Þorsteinsson fer alblóðugur í framan af velli og Ævar Andri kemur inná.
89. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
ALVARO MONTEJO SKORAR!!!!!! Þórsarar taka aukaspyrnu útá hægri kantinum sem að Grindvíkingum tekst ekki að losa úr teignum, boltinn berst út í teiginn á Alvaro sem skýtur föstu vinstri fótar skoti, niðri í hornið. Majewski kom hendi á boltann en hún var ekki nægilega sterk. 2-1 og afar lítið eftir!
87. mín
Þórsarar halda boltanum betur, en hafa ekki enn náð að búa til almennilega opnun á Grindavíkurvörninni.
86. mín
Sigurður Bjartur lætur sig falla í vítateig Þórs, en nafni hans fellur ekki í gildruna og lætur leikinn halda áfram.
83. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Izaro Abella Sanchez (Þór )
81. mín
Síðustu 10 mínútur leiksins. Fáum við sigurmark?
78. mín
Alvaro kemst í gott færi og setur boltann yfir! Heimamenn vilja vítaspyrnu, þar sem að það virtist vera togað í hann en Sigurður dæmir einfaldlega markspyrnu. Áfram gakk!
76. mín Gult spjald: Josip Zeba (Grindavík)
Fær gult við dúndrandi lófatak!
75. mín
Seinni hálfleikurinn hefur verið talsvert gæðaminni en sá fyrri. Adrenalínið við að komast loksins í alvöru keppnisleik hefur örugglega tekið gríðarlega orku frá leikmönnum.
73. mín
Sigurður Bjartur og Orri Sigurjónsson lenda í samstuði í skallaeinvígi, en kveinka sér lítið við það.
72. mín
Aron Jóhannsson kemur annar þeirra sem fer af velli. Var afar frískur í fyrri hálfleik, en dregið mjög af honum.
71. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
71. mín
Inn:Hermann Ágúst Björnsson (Grindavík) Út:Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
70. mín
Grindvíkingar undirbúa tvöfalda skiptingu. Hilmar Andrew McShane og Hermann Ágúst Björnsson að koma inná.
69. mín
Þá fá Grindvíkingar aukaspyrnu á vítateigshorninu vinstra megin. Sigurður Bjartur vann þessa aukaspyrnu af harðfylgi. Aron skýtur að marki, en boltinn fer yfir.
68. mín
Það er ívið meiri kraftur í heimamönnum og þeir eru líklegri til þess að skora þessa stundina.
67. mín
Majewski ver boltann í horn eftir hörkuskot frá Jónasi!
66. mín
Jónas Björgvin á flottan Cruyff snúning á vinstri kantinum og nær góðri fyrirgjöf en enginn Þórsari mætir til þess að reka haus eða fót í boltann.
63. mín
Tveir öflugir og reyndir komnir inná hjá Þórsurum. Verður gaman að sjá hvort þeir lífgi uppá leikinn!
62. mín
Inn:Sveinn Elías Jónsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
62. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
59. mín
Jakob setur Izaro í gegn, en sendingin er utarlega og varnarlína Grindavíkur nær að skila sér áður en Izaro á laflaust skot beint á Majewski.
58. mín
Stuðningsmenn Þórs henda í taktlausasta "Þórsarar klapp klapp klapp" stuðningsmannaóp sem ég hef á ævi minni heyrt.
56. mín
Izaro Sanchez með lúmska fyrirgjöf sem að Alvaro Montejo er hársbreidd frá að pota tánni í, en Majewski handsamar boltann.
54. mín
Fínasta fyrirgjöf frá Sigurjóni inní teig og Sindri á skalla sem Aron Birkir grípur.
50. mín
Elmar Þór á stórhættulega fyrirgjöf fyrir mark Grindvíkinga! Neglir boltanum fast og niðri þvert fyrir markið en enginn Þórsari nær til boltans.
48. mín
Oddur Ingi í góðu færi! Guðmundur Magnússon stingur boltanum inn á hann og hann er einn gegn Aroni Birki. En Aron sér við honum og ver boltann vel í horn!
46. mín
Og við erum komin aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Ólafur Aron skýtur í vegginn og Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Sigurbjörn Hreiðars á eitthvað vantalað við dómarann og leggur honum línurnar á leiðinni útaf vellinum, við litla ánægju heimamanna í stúkunni.
45. mín
Zeba tæklar Jakob Snæ og fær á sig aukaspyrnu. Stúkan vill sjá gult spjald á Zeba, en Sigurður lætur aukaspyrnuna duga. Uppúr aukaspyrnuna fær, að mér sýnist, Gunnar Þorsteinsson á sig aðra aukaspyrnu RÉTT fyrir utan vítateig Grindavíkur, inní D boganum. Þetta er á ótrúlega hættulegum stað fyrir góðan skotmann eins og Ólaf Aron.
44. mín
Aron Jóhannsson er að kveinka sér og spjallar við Sigurbjörn úti við hliðarlínu. Fannar Daði þarfnast sömuleiðis aðhlynningar vegna eymsla í hendinni og leikurinn er stopp. Vonandi er það ekki alvarlegt. Fannar hefur verið mjög sprækur.
42. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu úti á vinstri kanti og Gunnar Þorsteinsson kemur askvaðandi til að setja boltann inná teig. Spyrnan var ekki góð og Sigurður Bjartur skallar boltann aftur fyrir.
39. mín
Liðin hafa aðeins hægt á tempóinu og mikil stöðubarátta hefur myndast.
34. mín
Það var engu að síður Aron sem tók spyrnuna og boltinn lenti næstum hjá Guðmundi Magnússyni, en endar að lokum í höndum Arons Birkis.
33. mín
Grindvíkingar fá nú aukaspyrnu á góðum stað og Gunnar Þorsteinsson og Aron Jóhannsson standa yfir boltanum. Utarlega til hægri, hentar vinstri fæti Gunnars vel.
32. mín
Gott samspil Sigurðar Marinós og Izaro Sanchez endar með því að Sanchez á fínt skot utan af velli sem að Maciej Majewski ver vel og heldur boltanum.
31. mín
Ekkert kemur úr aukaspyrnunni sem Ólafur Aron tók.
30. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Hangir í Alvaro sem var kominn á fulla ferð og Þórsarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
26. mín
Grindvíkingar fá horn sem að Gunnar Þorsteinsson tekur. Hornspyrnan fer alla leið á fjærstöng þar sem að Zeba mætir og skallar boltann í hliðarnetið. Grindvíkingar eru gríðarlega ógnandi í föstum leikatriðum.
25. mín
Grindvíkingar í góðu færi! Elias Tamburini kemst upp kantinn, gefur hann fyrir og Guðmundur Magnússon á skot í varnarmann. Boltinn berst til Sindra sem á einnig skot sem Þórsarar grýta sér fyrir, loks fær Aron Jóhannsson boltann en hann neglir í varnarmann og aftur fyrir.
20. mín
Elias Tamburini missir boltann fyrir framan eigin vítateig og Jakob Snær tekur hann á og kemur boltanum á Fannar inní vítateig Grindvíkinga. Fannar nær ekki að taka boltann með sér og sóknin rennur út í sandinn.
17. mín
Mark dæmt af Grindvíkingum! Aron Jóhannsson á virkilega hættulega aukaspyrnu inní vítateig Þórsara og aftur lenda þeir í vandræðum með að hreinsa boltann. Josip Zeba mætir fyrstur og rennir boltanum yfir línuna, en hann er dæmdur rangstæður. Ekki viss um hver átti snertinguna sem kom boltanum til Zeba.
15. mín
1-1 eftir fimmtán mínútur. Algjör draumabyrjun í jöfnum fótboltaleik!
13. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
GRINDAVÍK JAFNAR LEIKINN!!! Aron Jóhannsson fær boltann af stuttu færi eftir að Þórsurum mistókst að hreinsa fyrirgjöf burt og Aron gerir engin mistök! Vörn Þórs leit ekki vel út þarna. 1-1!
11. mín
Grindvíkingar höfðu byrjað leikinn með góðri pressu, en þurfa nú að finna taktinn aftur. Þórsarar virka hættulegir í skyndisóknum.
6. mín MARK!
Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
ÞÓRSARAR ERU KOMNIR YFIR!!! Alvaro Montejo gerir frábærlega í að koma sér inní vítateiginn, inn af kantinum og kemur boltanum fyrir. Majewski kemst fyrir skot Sigurðar Marinós, en Fannar Daði er glaðvakandi og nær frákastinu og kemur Þórsurum yfir! 1-0!
3. mín
Grindavík fær fyrstu hornspyrnu leiksins eftir að Elias Tamburini hafði spólað sig upp kantinn af miklu harðfylgi. Guðmundur Magnússon vinnur skallann inní teignum, en tilraun hans fer yfir.
2. mín
Sindri Björnsson kennir sér örlítið til meins, en virðist allur vera að koma til. Steig sennilega eitthvað vitlaust til jarðar.
1. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar koma Lengjudeildinni í ár af stað og sækja í átt að Hamri!
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn við öflugt lófatak. Nokkrir Grindvíkingar hafa fylgt liðinu norður - hrifinn af því!
Fyrir leik
Síðast þegar Guðmundur Magnússon spilaði heilt tímabil í næstefstu deild karla þá skoraði hann 18 mörk í 22 leikjum, fyrir Fram. Grindvíkingar yrðu þessum stóra og stæðilega framherja afskaplega þakklátir ef að hann myndi gera eitthvað svipað í ár!
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Izaro Abella Sanchez passar inní Þórsliðið. Hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum fyrir Leikni F. í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Þorparar yrðu hæstánægðir ef að hann næði góðri tengingu við landa sinn og markakóng Þórs á síðustu leiktíð, Alvaro Montejo.
Fyrir leik
Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur, er í klár í slaginn eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í bikarleiknum gegn ÍBV. Mjög góðar fréttir fyrir gestina.
Fyrir leik
Jónas Björgvin Sigurbergsson er í leikmannahópi Þórs í dag, en háværar raddir höfðu verið á lofti um að hann ætlaði sér ekki að spila fótbolta í sumar. Góðar fréttir fyrir Þórsara, ef að hann er í flottu standi!
Fyrir leik
Hér má sjá viðtal við Pál Viðar Gíslason, þjálfara Þórs, fyrir leik dagsins.

Fyrir leik
Grindvíkingum er spáð 2. sætinu og þar með endurkomu í Pepsi Max deildina. Úlfur og Rafn benda á að lítið megi útaf bregða hvað leikmannahópinn varðar, þar sem að hann sé ekki jafn breiður og hjá öðrum liðum sem gætu blandað sér í toppbaráttuna.

,,Grindavík mun líklega spila 4-3-3 eða 4-2-3-1 þar sem má búast við beinskeittu liði þar sem leikgleði og stemning mun einkenna liðið, sérstaklega ef vel mun ganga. Sindri Björnsson kemur með mikla reynslu og mikil gæði inn í liðið og svo verður gaman að fylgjst með Guðmundi Magnússyni sem hefur skorað 22 mörk í 30 leikjum í 1. deildinni á síðustu tveimur tímabilum. Það er stór spurning hvort leikmannastyrkingin sé nægilega mikil fyrir Grindavíkurliðið sem var oft í vandræðum í fyrra með hversu þunnur leikmannahópurinn var."
Fyrir leik
Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar. Heimamönnum er spáð 4. sæti af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni og benda Úlfur Blandon og Rafn Markús á það að uppskeran á heimavelli verður að vera betri ef að Þórsarar ætla að gera almennilega atlögu að toppsætunum tveimur.

,,Liðið er mjög vel mannað og mikil breidd í hópnum sem mun gefa Þór forskot á mörg önnur lið, sérstaklega þegar fimm skiptingar eru í boði í sumar. Þeir hafa misst nokkra leikmenn en hafa fengið aðra í staðinn sem munu fylla þeir skörð og líklega gera gott betur."
Fyrir leik
Grindvíkingar höfðu litla ástæðu til að fagna þegar þeir tóku á móti ÍBV í Mjólkurbikarnum, en Eyjamenn höfðu þar talsverða yfirburði og unnu að lokum þægilegan 1-5 sigur. Þar skoraði markamaskínan Gary Martin þrennu og Telmo Castanheira tvö. Sárabótamark Grindvíkinga skoraði Aron Jóhannsson.

Ekkert bikarævintýri í ár hjá Grindavík en þeir geta þá einblínt á verkefnið sem framundan er, að komast aftur í deild þeirra bestu.
Fyrir leik
Þórsarar lentu í kröppum dansi í Mjólkurbikarnum þegar þeir heimsóttu Völsung á Húsavík og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram, eftir dramatískt 2-2 jafntefli. Þar reyndust Akureyringar öflugri og Þór fær Reyni Sandgerði í heimsókn í næstu umferð. Sigurður Marinó Kristjánsson og Bjarki Þór Viðarsson skoruðu mörk Þórs í leiknum.

Alvaro Montejo og Orri Sigurjónsson fengu báðir að líta rautt spjald í leiknum, en þar sem að spjöld eru aðskilin í deild og bikar þá standa þeir Páli Viðari Gíslasyni til boða í dag.
Fyrir leik
Sælt verið fólkið! Hér fer fram textalýsing á leik Þórs og Grindavíkur í nýskírðri 1. deild karla, Lengjudeildinni. Liðin mæta til leiks hnífjöfn að stigum, algjörlega stigalaus enda hefur ekki verið spilaður einn leikur í deildinni. Liðin verða því þess heiðurs aðnjótandi að sparka fótboltasumrinu í Lengjudeildinni af stað og vonandi fáum við hörkuleik.
Byrjunarlið:
Maciej Majewski
Oddur Ingi Bjarnason ('71)
5. Nemanja Latinovic
7. Sindri Björnsson
8. Gunnar Þorsteinsson (f) ('90)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon
11. Elias Tamburini
23. Aron Jóhannsson (f) ('71)
26. Sigurjón Rúnarsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Varamenn:
Baldur Olsen (m)
2. Ævar Andri Á Öfjörð ('90)
3. Adam Frank Grétarsson
6. Viktor Guðberg Hauksson
8. Hilmar Andrew McShane ('71)
19. Hermann Ágúst Björnsson ('71)

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Guðmundur Valur Sigurðsson
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('30)
Josip Zeba ('76)
Sigurjón Rúnarsson ('92)

Rauð spjöld: