Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 13. júní 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 4. sæti
Lengjudeildin
Þórsurum er spáð fjórða sætinu í Lengjudeildinni.
Þórsurum er spáð fjórða sætinu í Lengjudeildinni.
Mynd: Raggi Óla
Páll Viðar er tekinn aftur við Þór.
Páll Viðar er tekinn aftur við Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikill fengur fyrir Þór að halda Alvaro Montejo.
Það var mikill fengur fyrir Þór að halda Alvaro Montejo.
Mynd: Thorsport
Þórsarar höfnuðu í sjötta sæti á næstu leiktíð.
Þórsarar höfnuðu í sjötta sæti á næstu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Þórsvelli í þorpinu á Akureyri.
Frá Þórsvelli í þorpinu á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þór, 173 stig
5. Leiknir R., 165 stig
6. Fram, 139 stig
7. Víkingur Ó., 130 stig
8. Vestri, 92 stig
9. Afturelding, 86 stig
10. Þróttur R., 72 stig
11. Leiknir F., 45 stig
12. Magni 34 stig

4. Þór
Lokastaða í fyrra: Tímabilið í fyrra flokkast klárlega sem vonbrigði fyrir Þórsara sem enduðu í sjötta sæti og voru á endanum langt frá því að komast upp.

Þjálfarinn: Gregg Ryder hvarf á braut og var kallað í mikinn Þórsara til að taka við af honum. Páll Viðar Gíslason er tekinn aftur við Þór eftir að hafa stýrt Völsungi og Magna undanfarin ár. Hann er mættur aftur heim og ætlar að koma Þór aftur í deild þeirra bestu.

Álit séfræðing
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn gefur sitt álit á Þórsurum.

„Þórsarar byrjuðu tímabilið mjög vel í fyrra og voru á toppnum eftir átta umferðir. Liðið fékk jafn mörg stig á heimavelli og útivelli og þarf heimavöllurinn að vera sterkari í ár ef þeir ætla að vera í baráttu um að komast upp. Þórsarar eru spenntir fyrir sumrinu þar sem barátta, góð stemning og leikgleði hefur einkennt liðin sem Palli hefur þjálfað. Þór vann aðeins einn leik í fyrra gegn liðunum fimm sem voru fyrir ofan þá."

„Þórsarar voru snemma búnir að leggja lokahönd á leikmannahópinn. Kjarninn í liðinu er til staðar en margar breytingar hafa samt sem áður orðið á liðinu. Liðið er mjög vel mannað og mikil breidd í hópnum sem mun gefa Þór forskot á mörg önnur lið, sérstaklega þegar fimm skiptingar eru í boði í sumar. Þeir hafa misst nokkra leikmenn en hafa fengið aðra í staðinn sem munu fylla þeir skörð og líklega gera gott betur. Stærsti missirinn er líklega hafsentinn Dino Gavric sem var mjög góður í fyrra en í leikmannhópnum eru leikmenn eins og Kaelon Fox, Loftur Páll Eiríksson og Sveinn Óli Birgisson sem geta stígið upp í staðinn með Hermanni Helga Rúnarssyni í vörninni. Með þeim verða öflugir bakverðir, Bjarki Þór Viðarsson sem hefur verið einn af betri leikmönnum Þórs síðustu tvö tímabil og Elmar Þór Jónsson sem er mjög efnilegur vinstri bakvörður. Einnig verður missir af Ármanni Pétri Ævarssyni sem hefur verið mjög mikilvægur fyrir Þór frá upphafi aldarinnar."

„Vonandi verður markmaðurinn Aron Birkir Stefánsson, sem er að fara inn í sitt fjórða tímabil sem aðalmarkmaður Þórs, í góðu standi í sumar en hann meiddist í mars. Miðjan og framlínan er mjög vel mönnuð þar sem Alvaro Montejo er á efa hættulegasti leikmaðurinn og einn besti leikmaður deildarinnar. Það verður vandasamt, á jákvæðan hátt, fyrir Palla að stilla upp liðinu í hverjum leik, breiddin og samkeppnin um stöður er mikil. Samkeppnin er svo mikil að fyrirliðinn og reysluboltinn sem hefur spilað yfir 300 leiki kemur til með þurfa að sætta sig við að koma inn af bekknum í mörgum leikjum í sumar."

„Stuðningsmenn Þórs hafa alla tíð verið þekktir fyrir mikla samheldni, þeir eru spenntir fyrir sumrinu og vonast eftir að sjá Þór í efstu deild sem allra fyrst."

Lykilmenn: Alvaro Montejo, Orri Sigurjónsson og Sigurður Marinó Kristjánsson.

Gaman að fylgjast með: Jakob Franz Pálsson og Elmar Þór Jónsson sem fæddir eru 2003 og 2002 eru efnilegir leikmenn sem hafa verið að spila með yngri landsliðum Íslands. Það verður spennandi að fylgjst með hversu góðir þeir verða í sumar.

Komnir:
Aðalgeir Axelsson frá Tindastóli (Var á láni)
Bergvin Jóhannsson frá Magna
Elvar Baldvinsson frá Völsungi
Guðni Sigþórsson frá Magna (Var á láni)
Halldór Árni Þorgrímsson frá Samherjum
Izaro Abella Sanchez frá Leikni F.
Kaelon Fox frá Völsungi
Nikola Kristinn Stojanovic frá Fjarðabyggð
Ólafur Aron Pétursson frá KA
Sveinn Óli Birgisson frá Magna

Farnir:
Alexander Ívan Bjarnason í Magna
Aron Elí Sævarsson í Val (Var á láni)
Ágúst Þór Brynjarsson í Magna
Ármann Pétur Ævarsson hættur
Bjarki Baldursson í KF (Á láni)
Dino Gavric til Króatíu
Jón Óskar Sigurðsson í KF (Á láni)
Nacho Gil í Vestra
Rick Ten Voorde í Víking R. (Var á láni)
Tómas Örn Arnarson í Magna (Á láni)

Fyrstu þrír leikir Þórs:
19. júní, Þór - Grindavík (Þórsvöllur)
28. júní, Leiknir F. - Þór (Fjarðabyggðarhöllin)
2. júlí, Þróttur R. - Þór (Eimskipsvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner