Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Stjarnan
0
0
Leiknir R.
Einar Karl Ingvarsson '86
01.05.2021  -  19:15
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 7 °C - A 6 m/s og léttskýjað.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 200 - Í tveimur hólfum
Maður leiksins: Guy Smit (Leiknir R)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Tristan Freyr Ingólfsson
6. Magnus Anbo ('80)
7. Einar Karl Ingvarsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Emil Atlason
77. Kristófer Konráðsson ('80)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
4. Óli Valur Ómarsson ('80)
7. Eggert Aron Guðmundsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('80)
21. Elís Rafn Björnsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Gunnar Orri Aðalsteinsson
Pétur Már Bernhöft

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('53)

Rauð spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('86)
Leik lokið!
Helgi Mikael flautar til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan hér á Samsungvellinum.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld!
93. mín Gult spjald: Emil Berger (Leiknir R.)
92. mín
SÆVAR ATLI MAGNÚSSON!!!!

Danni Finns kemur boltann ætlaðan Sævari Atla en boltinn virðist beint á Danna Laxdal sem rennur og Sævar sleppur einn í gegn en skot hans beint á Halla.

Þarna átti Sævar Atli að skora.
91. mín
Heiðar Ægisson fær boltann og kemur með boltann fyrir á Sölva Snæ sem nær skoti en boltinn beint á Smit.
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 6 mínútur.

Nægur tími fyrir sigurmark!
88. mín
Danni Finnst tekur spyrnuna beint á Binna Hlö sem nær skallanum en boltinn beint á Halla.

Þarna voru Stjörnumenn stál heppnir
86. mín Rautt spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
BEINT RAUTT Á EINAR KARL!!

Leiknismenn negla boltanum upp og Einar Karl með hræðileg mistök og Sólon Breki sleppur einn í gegn og Einar Karl brýtur á honum og verðskuldar beint rautt.
85. mín
Leikurinn fer fram á vallarhelming Leiknis þessa stundina.

Ná Leiknismenn að hanga á þessu?
82. mín
Brynjar Gauti gerir mjög vel og kemur boltanum fyrir og Stjörnumenn vinna hornspyrnu.

Einar Karl tekur spyrnuna og Leiknismenn skalla burt. Boltinn berst aftur út á Einar Karl sem kemur merð fyrirgjöfina inn á teiginn á Emil Atla sem nær skalla en boltinn beint á Smit.
80. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Kristófer Konráðsson (Stjarnan)
80. mín
Inn:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) Út:Magnus Anbo (Stjarnan)
80. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) Út:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
77. mín
EMIL ATLASON KEMUR BOLTANUM Í NETIÐ

Heiðar Ægisson kemur með fyrirgjöf á Hilmar Árna sem fær boltann í höndina og þaðan á Emil sem kláraði en aukaspyrna dæmd.
75. mín
Daði Bærings sparkar boltanum til Stjörnunnar og áfram með leikinn.
74. mín
Hilmar Árni tekur hornspyrn og Smit kýlir frá. Brynjar Gauti og Ernir lenda saman og liggja eftir.
72. mín
Kristófer Konráðs fær boltann við D bogan og nær skoti á markið en boltinn í hliðarnetið.
71. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.) Út:Manga Escobar (Leiknir R.)
Sólon Breki kemur upp á topp og Sævar Atli færir sig út á vinstri væng.
67. mín
Frábær sókn á Stjörnunni!

Kristófer Konráðs fær boltann og Heiðar Ægis tekur gott utan á hlaup og fær hann og kemur með boltann inn á teiginn á Hilmar Árna sem náði skot á markið en boltinn beint á Smit
65. mín
Tristan fær boltann hægra meginn og færir boltann yfir á Kristó Konráðs sem kemur með fyrirgjöf á Emil Atlason sem nær að halda boltanum inn á og reynir að koma með boltann út í teiginn en Smit grípur boltann.

Kalla eftir marki í þetta!
61. mín
Emil Atlason fær boltann og á fínan sprett í átt að marki Leiknis en Bjarki Aðalsteins brýtur á honum og aukaspyrna dæmd.

Kristófer Konráðs með boltann innfyrir en boltinn alltof innarlega og Smit kýlir frá.
59. mín
Danni Finns með góða aukaspyrnu inn á teiginn en boltinn fer í gegnum allt og boltinn afturfyrir.
58. mín
Báðir virðast í lagi og leikurinn farinn af stað aftur.
57. mín
Arnór Ingi og Tristan Freyr skalla saman og leikurinn stop
55. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
55. mín
Leiknismenn undurbúa skiptingu.
53. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Togar Danna Finns niður. Lítið hægt að mótmæla þessu.
52. mín
Stjörnumenn vinna hornspyrnu. Hilmar Árni tekur hana og Leiknismenn skalla í burtu beint á Kristó Konráðs sem lætur vaða fyrir utan teig en boltinn framhjá.
48. mín
Síðari hálfleikurinn fer rólega af stað.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
+1

Helgi Mikael lýtur á klukku sína og flautar til hálfleiks. Fjörugum fyrri hálfleik lokið. Stjörnumenn fara líklega svekktir inn í hálfleik en þeir hafa heldur betur fengið færin.
45. mín
Uppbótartími fyrrihálfleiks er að lágmarki ein mínúta.
42. mín
Kristófer Konráðs fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en boltinn framhjá.
41. mín
Stjörnumenn halda boltanum á vallarhelming Leiknis en ná ekki að finna opnanir. Leiknismenn þéttir þessa stundina.
35. mín
Tristan Freyr fær boltann inn á teig eftir gott samspil við Hilmar Árna og nær lúmsku skoti sem Smit ver vel í horn.

Hilmar Árni tekur spyrnuna en Leiknismenn bjarga.

Markið liggur í loftinu hjá heimamönnum.
32. mín
Guy Smit fer í Brynjar og allt verður vitlaust í stúkunni. Einhverjir kalla eftir spjaldi á Guy Smit.

Helgi Mikael gefur Smit bara tiltal.
32. mín
Dagur Austmann reynir að finna Sævar Atla inn í boxi Stjörnunnar en Halli grípur boltann og kemur honum snöggt í leik og boltinn á Emil Atlason og brotið er á honum.

Hilmar Árni tekur aukaspyrnuna á fjær þar sem Brynjar Gauti er en Guy Smit ver boltann í horn.
30. mín
Einar Karl fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða en Guy Smit vel á verði og ver.
28. mín
Sævar Atli á skalla á markið eftir aukaspyrnu Leiknis. Skallinn er hins vegar laflaus og beint í hendur Halla í markinu
22. mín
DANNI FINNS MEÐ GEGGJAÐAN SPRETT.

Prjónar sig í gegnum vörn Stjörnunnar og reynir skot á markið en nafni hans Laxdal kemst inn í skotið og boltinn í hornspyrnu.
20. mín
Daníel Finns brýtur á Hilmari Árna og Stjarnan fær aukaspyrnu á hættulegum stað.

Hilmar Árni tekur spyrnuna en boltinn framhjá.
18. mín
Escobar fær boltann vinstra meginn og keyrir af stað og finnur Sævar Atla í gott hlaup en Daníel Laxdal kemur á fullu og tæklar boltann í innkast.
14. mín
Stjarnan heldur áfram!!

Daníel Laxdal kemur með stórhættulega fyrirgjöf inn á teiginn beint á kollinn á Heiðar Ægis sem nær góðum skalla en Guy Smit ver vel!
9. mín
HVERNIG SKORUÐU STJÖRNUMENN EKKI ÞARNA??

Eyjólfur Héðins kemur með boltann innfyrir. Magnús Anbo á skot tilraun á Guy Smit sem ver en missir boltann og þrír Stjörnumenn reyna að koma boltanum inn fyrir línuna en það tekst ekki.

Momentið með Stjörnunni þessa stundina!
7. mín
Stjörnumenn vinna hornspyrnu.

Einar Karl tekur spyrnuna en Leiknismenn skalla í horn. Einar Karl kemur með aðra stórhættulega spyrnu og einhver darraðadans inn á teig og boltinn í annað horn sem Leiknismenn bjarga.

Hornspyrnu hrýð hérna.
6. mín
EINAR KARL!!!

Heiðar Ægis fær boltan út til hægri og finnur Kristófer Konráðs sem kemur með boltann á Einar Karl sem lætur vaða af löngu færi en boltinn rétt yfir!

Þarna munaði ekki miklu.
4. mín
Manga Escobar vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.

Árni Elvar tekur hana en Stjörnumenn koma boltanum í burtu.
3. mín
Heiðar Ægisson með frábært hlaup upp hægra megin og kemur með fyrirgjöf á fjær þar sem Hilmar Árni nær skallanum en boltinn aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael flautar og leikurinn er hafin. Emil Atlason á fyrstu spyrnu leiksins.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Líðin eru komin inn á völlinn og fyrirliðarnir heilsast. Silfurskeiðin og Leiknisljónin láta vel í sér heyra, það má búast við rosalegri stemmingu hér í kvöld. Vonandi að liðin bjóði okkur upp á alvöru skemmtun!
Endilega verið með á Twitter

Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðuna um leikinn á Twitter. Aldrei að vita nema það birtist hér í lýsingunni!
Fyrir leik
Áhorfendur eru farnir að týnast inn á völlinn en færri komast að en vilja. 200 áhorfendur eru leyfilegir hér í kvöld og verður þeim skipt í tvö hólf.

Leiknisljónin eru mættir og koma inn með mikil læti.
Fyrir leik
Ég fékk Orra Rafn Sigurðarson lýsanda hjá ViaPlay til að spá aðeins í spilin.

Hann spáir Stjörnumönnum 2-1 sigri.

,,Hilmar Árni er alltaf að fara setja eitt gegn sínum gömlu félögum og leggur svo upp annað á Emil Atla úr föstu leikatriði. Árni Elvar minnkar svo muninn fyrir Leiknis menn. Binni Hlö verður kominn með gult spjald fyrir 20 mín og Siggi Höskulds þjálfari Leiknis fær gult í síðari hálfleik fyrir að láta menn heyra það. Bið vini mína úr Breiðholtinu afsökunar á þessari spá. Spái Leiknisljónunum sigri í stúkunni."
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og eru byrjuð að hita upp. Rétt rúmur hálftími í upphafsflautið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin voru að detta inn og þau má sjá hér til hliðana.

Hilmar Árni byrjar hér í kvöld en hann er að spila gegn sínu uppeldisfélagi.

Emil Atlason og Sævar Atli leiða línurnar hér í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason þáttastjórnandi Dr.Football og yfirmaður íþróttamála hjá ViaPlay spáir í fyrstu umferð Pepsí Max-deildarinnar

Stjarnan 4 - 1 Leiknir R. (19:15 í kvöld)
Hilmar Árni Halldórsson skorar þrennu en af virðingu við efra Breiðholt fagnar hann ekki mörkunum.
Fyrir leik
Hilmar Árni skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Garðbæinga Hilmar Árni hefur verið algjör lykilmaður í Garðabænum síðan hann kom til liðsins frá einmitt Leikni Reykjavík. Hilmar Árni yfirgaf Breiðholtið árið 2015 þegar Leiknismenn féllu úr Pepsí Deildinni það ár.

Hilmar Árni Halldórsson er uppalinn í Breiðholtinu og er í kvöld að mæta sínum gömlu félögum.

Fyrir leik
Leiknir

Nýliðunum er spáð beint aftur niður af sérfræðingum Fótbolta.net en liðið er að koma upp aftur upp í efstu deild í annað skipti í sögu félagsins. Liðið er staðráðið í að gera betur en árið 2015 þegar liðið lék í efstu deild.

Komnir
Andrés 'Manga' Escobar frá Kólumbíu
Emil Berger frá Dalkurd
Loftur Páll Eiríksson frá Þór
Octavio Páez frá Venesúela

Farnir
Vuk Oskar Dimitrijevic í FH

Fyrirliðin segir - Sævar Atli Magnússon
,,Nei þessi spá kemur okkur þannig séð ekki á óvart. Nýliðarnir sem lenda í 2.sæti í Lengjudeildinn árið áður hafa líklega alltaf verið spáð falli ekki satt? Þetta er virkilega sterk deild og þetta verður skemmtileg en aftur á móti krefjandi sumar."
Fyrir leik
Stjarnan

Er spáð 6.sæti deildarinnar í sumar af sérfræðingum Fótbolta.net. Spá sem kemur líklega einhverjum á óvart. Styrkleikar Stjörnumanna er mikil reynsla innan leikmannahóps og starfsliðs Stjörnunnar.

Komnir
Arnar Darri Pétursson frá Fylki
Einar Karl Ingvarsson frá Val
Magnus Anbo frá AGF á láni
Oscar Borg frá Englandi
Ólafur Karl Finsen frá FH

Farnir
Alex Þór Hauksson í Öster
Guðjón Baldvinsson í KR
Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðablik (Var á láni)
Jóhann Laxdal hættur
Jósef Kristinn Jósefsson hættur
Vignir Jóhannesson hættur
Þorri Geir Rúnarsson í KFG
Ævar Ingi Jóhannesson hættur

Rúnar Páll Sigmundsson - Þjálfari Stjörnunnar segir: ,,Þetta ekki óvænt spá. Er þetta ekki allt sama bíóið hjá ykkur snillingunum? Okkur er alltaf spáð 5.-6. sæti í þessu ef mig minnir rétt. Markmiðið okkar er alltaf það sama, það er að berjast um þessa titla. Það er ekki flóknara en það. Það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég byrjaði hjá Stjörnunni."
Fyrir leik
Óhætt er að segja að Íslandsmótið árið 2020 hafi verið stórfurðulegt, tvisvar þurfti að gera hlé á Íslandsmótinu vegna Covid-19 faraldursins og á endanum var mótinu slaufað.

Stjörnumenn enduðu í þriðja sæti Pepsí Max-deildarinnar á síðasta tímabili en liðið lék sautján leiki.

Nýliðarnir frá Breiðholti spiluðu í B deild á síðusta ári og endaði liðið í öðru sæti deildarinnar með 42.stig en liðið var með jafn mörg stig og Fram sem endaði í því þriðja en Leiknismenn voru með betri markatölu sem gaf þeim sæti í deild þeirra bestu.

Það virðist vera að birta yfir öllu og það er nokkuð ljóst að þetta Íslandsmót í sumar muni rúlla tafarlaust í gegn alveg frá fyrstu umferð og til þeirra síðustu.
Fyrir leik
GLEÐILEGA HÁTÍÐ KÆRU LESENDUR
Gott og gleðilegt kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ. Hér í kvöld fá heimamenn í Stjörnunni nýliða Leiknis í heimsókn i fyrstu umferð Pepsí Max-deildar karla. Kristinn Jakobsson er eftirlitssmaður KSÍ í kvöld.

Helgi Mikael Jónsson heldur utan um flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Þórður Arnar Árnarson og Andri Vigfússon. Á skiltinu verður Gunnar Freyr Róbertsson.

Vegna Covid-19 faraldursins eru áhorfendatakmarkanir. 200 áhorfendur verða á leiknum og þeim skipt í tvö hólf.

Veislan er farin að rúlla kæru lesendur!!
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
8. Árni Elvar Árnason ('55)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
18. Emil Berger
19. Manga Escobar ('71)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('80)
23. Dagur Austmann

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Ernir Bjarnason ('55)
15. Birgir Baldvinsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('80)
21. Octavio Paez
24. Loftur Páll Eiríksson

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sólon Breki Leifsson
Hlynur Helgi Arngrímsson
Hörður Brynjar Halldórsson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Emil Berger ('93)

Rauð spjöld: