Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 23. apríl 2021 15:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hilmar Árni áfram í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Árni hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um þrjá ár en samningur hans átti að renna út eftir sumarið.

„Hey já! Við gleymdum að segja ykkur frá sumargjöfinni!
Hilmar Árni Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning til þriggja ára,"
segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Stjörnufólk þar sem Hilmar hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar undanfarin ár og afskaplega drjúgur fyrir Stjörnuna.

Hilmar er uppalinn í Leikni en hann gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2016. Honum líður vel í Garðabænum og hann verður þar áfram næstu árin.

Stjörnunni er spáð sjötta sæti í Pepsi Max-deildinni hjá okkur á Fótbolta.net og Hilmar er talinn einn af lykilmönnum liðsins. „Hilmar Árni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Baneitraður í föstum leikatriðum og með mikla tækni og fótboltagreind. Leikmaður sem gerir gæfumuninn aftur og aftur," segir í umsögn um Hilmar.
Athugasemdir
banner
banner
banner