SaltPay-völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: 15° hiti, alskýjað og suð-vestan gola. Fínt veður.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Sigurjón Daði Harðarson
Valdimar á góða stungusendingu og Bakare nær lúmsku skoti rétt fyrir utan teig Þórs. Daði ver í horn.
Ásgeir Marinó á fasta fyrirgjöf sem að Valdimar setur næstum í eigið net! Sigurjón Daði náði að koma sólanum í boltann og kom þar með í veg fyrir sjálfsmark Valdimars!
Fróðlegur seinni hálfleikur framundan og allt opið!
Guðmundur Karl finnur Jóhann Árna á sprettinum inn í teig Þórsara og hann leikur vörn Þórs sundur og saman áður en hann finnur Bakare í úrvalsstöðu við markteig Þórs. Bakare tekur snertingu áður en hann skýtur á markið en Daði ver skot hans og síðan kemur Bakare ekki fyrir sig boltanum. Hann á svo slakt skot framhjá. Alvöru séns!
Fjörugt!
Þórsarar halda boltanum vel áður en Liban setur Jóhann í gegn og hann er einn gegn Sigurjóni. Hann opnar líkamann eiginlega of mikið þar sem að markmiðið var augljóslega að leggja boltann í fjærhornið. Það tekst ekki betur en svo að hann setur hann beint í Sigurjón og markmaðurinn heldur boltanum.
Sterkur kafli hjá heimamönnum!
Fyrirgjöf Bjarka Þórs ratar alla leið yfir á Elmar Þór, sem stendur rétt fyrir utan teig Fjölnis. Hann er ekkert að tvínóna við hlutina, heldur neglir boltanum bara á lofti í þverslá Fjölnis og yfir. Frábært skot!
Jóhann Helgi setur hann í gegn og Birgir fer framhjá Sigurjóni og þarf bara að setja boltann í opið markið en setur hann í hliðarnetið. Fjölnismenn stálheppnir!
Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Birgir Ómar Hlynsson koma inn í byrjunarlið Þórsara frá tapleiknum gegn Kórdrengjum, en Vignir Snær Stefánsson og Ásgeir Marinó Baldvinsson fá sér sæti á bekknum.
Ásmundur Arnarsson gerir eina breytingu frá 0-7 sigrinum gegn Víkingi Ó. Guðmundur Karl Guðmundsson byrjar í dag, en Ragnar Leósson er á meðal varamanna.
Orri vonast eftir alvöru svari frá sínum mönnum eftir dapurt gengi undanfarið.
Það kostar 1000 krónur að borga sig inn á streymið.
Hann verður sýndur á https://t.co/370O9nSu5g. Megið láta orðið berast. Vegna manneklu àútsendingarteyminu getum við ekki lofað þvàað honum verði lýst, en hann verður sýndur!
 Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) August 28, 2021
Það er leikur á morgun!
— Þór fótbolti (@Thor_fotbolti) August 27, 2021
Upphitun à Hamri frá kl. 15:00.
Allir á völlinn! pic.twitter.com/6BNB8vzR4Y
Jóhann Árni Gunnarsson, leikmaður Fjölnis, gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk þegar Fjölnir gjörsamlega slátraði Víkingi Ó. 7-0.
Eftir að hafa þurft að þola smá gagnrýni í upphafi sumars hefur Jóhann verið einn af lykilmönnum Fjölnis. Hann hefur sömuleiðis verið fyrirliði liðsins síðan um mitt sumar. Úlfur Blandon, Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarason veltu því fyrir sér hvort að hann yrði ekki að taka skrefið upp í efstu deild
á næsta tímabili.
,,Þurfa þeir ekki bara að ýta honum út um dyrnar? Er ekki skylda fyrir íslenska knattspyrnu að Jóhann 01 spili í efstu deild á næsta ári? Hvort sem það er í gulu eða einhverjum öðrum lit,'' spyr Tómas Þór.
Í Pepsi Max á næsta ári?
Gengi Þórs undanfarið hefur verið hörmulegt. Þeir hafa tapað síðustu fimm leikjum og ekki skorað eitt einasta mark. Það er meira en mánuður síðan að Orri Hjaltalín fékk síðast að fagna sigri með sínu liði og stemningin í kringum félagið hefur oft verið betri.
Fjölnismenn geta verið talsvert kátari með sína framgöngu í síðustu fimm leikjum í deildinni. Þeir hafa unnið fjóra af þeim og tapleikurinn var gegn toppliði Fram. Þeir hafa sömuleiðis skorað 15 mörk í þessum leikjum, þar af 7 gegn Víkingi Ó.
Tekst Þórsurum að vinna loks leik eða halda þeir áfram að hrynja niður töfluna?
Fótbolti.net greindi frá því í gær að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, væri líklega að fara að taka við þjálfun kvennaliðs Breiðabliks eftir tímabilið.
Eftir að hafa unnið titilinn 2020 undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, núverandi landsliðsþjálfara kvennaliðs Íslands, þá mistókst liðinu Vilhjálmi Kára Haraldssyni að verja titilinn og sitja þær 9 stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.
Ási er öllum hnútum kunnugur hjá Blikum.
Hér mun fara fram textalýsing á leik Þórs og Fjölnis í Lengjudeild karla. Leikurinn er liður í 18. umferð og fyrir leik skilja 10 stig liðin að.
Gestirnir sitja í 4. sæti deildarinnar með 29 stig og eiga enn örlítinn möguleika á að fylgja Fram upp í efstu deild. Þórsarar eru fjórum sætum neðar í 8. sæti og í frjálsu falli eftir afleitt gengi undanfarið.
Þórsarar unnu 0-3 sigur í fyrri leik liðanna í júní. Hér berjast Hermann Helgi Rúnarsson og Guðmundur Karl Guðmundsson um boltann.