Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis í Lengjudeild karla, mun líklega taka við þjálfun kvennaliðs Breiðabliks eftir tímabilið samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Fjölnismenn hafa átt kaflaskipt tímabil í Lengjudeildinni en hafa verið á góðu skriði að undanförnu. Liðið er í fjórða sæti en fyrir tímabilið var stefnan sett upp í efstu deild.
Fjölnismenn hafa átt kaflaskipt tímabil í Lengjudeildinni en hafa verið á góðu skriði að undanförnu. Liðið er í fjórða sæti en fyrir tímabilið var stefnan sett upp í efstu deild.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í fyrra undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Vilhjálmur Kári Haraldsson tók við liðinu en undir hans stjórn mistókst að verja titilinn, Blikaliðið er níu stigum á eftir Val sem hefur tryggt sér titilinn.
Ásmundur tók aftur við FJölni fyrir tímabilið 2019 en hann hætti þá störfum hjá Breiðabliki þar sem hann stýrði 2. og 3. flokki kvenna auk liðs Augnabliks sem vann 2. deild kvenna undir hans stjórn.
Athugasemdir