Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 23. ágúst 2021 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Er ekki skylda fyrir íslenska knattspyrnu að Jóhann spili í efstu deild á næsta ári?"
Lengjudeildin
Jóhann Árni í leik í sumar.
Jóhann Árni í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson, leikmaður Fjölnis, afrekaði það á föstudag að skora fimm mörk í leik. Það gerist ekki á hverjum degi sem leikmaður skorar fimm mörk, og hvað þá í næstefstu deild.

Jóhann, sem er tvítugur miðjumaður, var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Leikmaður sem við nefnum eiginlega alltaf í þessum þætti, Jóhann 01, Jóhann Árni, ég hef aldrei talað við hann samt. Ég held að það sé sá leikmaður sem við höfum minnst oftast á í þættinum sem ég hef ekki heyrt tala," sagði Elvar Geir Magnússon annar þáttarstjórnandi útvarpsþáttarins.

„Hann skoraði fimm á móti Víkingi Ólafsvík. Í upgganginum hjá Fjölni að undanförnu hefur Jóhann Árni blómstrað svakalega. Ef að Fjölnir situr eftir, þá er þetta strákur sem úrvalsdeildarlið hljóta að pikka upp fyrir næsta tímabil," bætti Elvar við.

„Við ræddum um hann í þáttunum fyrir tímabil að hann væri lykilþáttur í velgengni Fjölnis. Ef að Fjölnir verður ekki í efstu deild á næstar ári þá verður Jóhann pottþétt þar," sagði Úlfur Blandon, sérfræðingur í þættinum.

„Þurfa þeir ekki bara að ýta honum út um dyrnar. Er ekki skylda fyrir íslenska knattspyrnu að Jóhann 01 spili í efstu deild á næsta ári? Hvort sem það er í gulu eða einhvejrum öðrum lit," sagði Tómas Þór Þórðarson, hinn stjórnandi þáttarins.

Jóhann Árni á að baki nítján leiki fyrir yngri landsliðin og var í æfingahópi U21 landsliðsins í júní. Í sumar hefur hún skorað níu mörk í sextán leikjum í Lengjudeildinni.

Viðtal við Jóhann Árna fyrir mót:
„Langaði að koma klúbbnum aftur á þann stað sem hann á heima"
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Blandon og Fram fögnuður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner