

Vodovac í Belgrad
Undankeppni HM
Aðstæður: Leikið á gervigrasi. Skýjað í Belgrad og 13 gráðu hiti.
Dómari: Jelena Pejkovic (Króatía)
Áhorfendur: Áhorfendabann










Þorsteinn notar tækifærið og gerir þrefalda skiptingu. Sara Björk spilar sinn fyrsta landsleik síðan í lok árs 2020.


Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís með frábæran sprett og kemur boltanum á Karólínu sem skorar með flottu skoti sitt annað mark. Önnur stoðsending Sveindísar.


Verður mjög gaman að fylgjast með Ãslenska landsliðinu á EM à sumar. Þægilegur sigur á HvÃt-Rússum og HM sæti vel möguleiki.
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) April 7, 2022

Ísland með aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Karólína tekur skotið og boltinn liggur í markinu, skaut niðri vinstra megin! Falleg aukaspyrna!


Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Ísland er að ganga frá hvítrússneska liðinu hérna. Sveindís kemst í álitlega stöðu og rennir boltanum á Berglindi sem klárar af gríðarlegri fagmennsku í hornið.


Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Aukaspyrna frá hægri. Karólína með fyrirgjöfina og hún er í hæsta klassa! Dagný með skalla sem er varinn en Berglind og Gunnhildur eru mættar og ná að koma boltanum inn. Gunnhildur Yrsa með markið!


Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný skorar í hundraðasta landsleiknum sínum. Þetta kom í kjölfarið á löngu innkasti frá Sveindísi. Boltinn fer af Gunnhildi á Dagnýju sem skorar af stuttu færi!
Hvíta-Rússland 0, Ísland 1!


Alltaf sérstakt að hlusta á þjóðsöngvana þegar leikvangurinn er galtómur.
Með fyrirliðaband à úkraÃnsku fánalitunum gegn HvÃta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022
Lágstemmd stemning á vellinum à Belgrad. Ãhorfendabann og við erum tveir à fréttamannastúkunni, ég og upplýsingaritari UEFA félagi minn. #fotboltinet pic.twitter.com/Jnya6zpORz
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022
Liðin hita upp þegar um hálftÃmi er à að flautað verði til leiks #fotboltinet pic.twitter.com/1YrJ6zPvk8
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 7, 2022

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stendur í marki Íslands í dag. Það er samkeppni um markvarðarstöðuna og spurning hvort Cecilía verði markvörður númer eitt á EM í sumar?
Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru í byrjunarliði Íslands og leika báðar sinn 100. leik fyrir A-landslið Íslands.
Glódís er aðeins 26 ára gömul en hefur leikið fyrir landsliðið síðan 2012. Dagný er 30 ára og spilaði fyrsta landsleikinn gegn Bandaríkjunum á Algarve-mótinu 2010.
Í leikjunum 99 hefur Dagný skorað 33 mörk, eða akkúrat mark í þriðja hverjum leik. Eftir leikinn í dag verða alls þrettán konur sem hafa spilað 100 landsleiki eða fleiri fyrir Ísland. Leikjahæst er Sara Björk Gunnarsdóttir með 136 leiki.

Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa eignast barn en hún byrjar á bekknum í dag. Hér má sjá nokkrar myndir af því þegar landsliðskonurnar okkar skoðuðu aðstæður á vellinum eftir að þær mættu áðan.


Byrjunarlið A kvenna gegn HvÃta Rússlandi à undankeppni HM 2023.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 7, 2022
Leikurinn hefst kl. 16:00 og er à beinni útsendingu á RÚV.
Our starting lineup for the game against Belarus.#dottir #alltundir pic.twitter.com/aawLnf3EM5
Ísland er með þrjá sigra eftir fjóra leiki í undankeppninni en hefur leikið einum leik færra en Holland sem er með tveggja stiga forystu á toppi riðilsins. Sigurvegari riðilsins mun fara beint í lokakeppnina en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Leikirnir í þessum glugga
Hvíta-Rússland - Ísland
Holland - Kýpur á morgun
Tékkland - Ísland á þriðjudaginn

Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir verður ekki með í leiknum í dag. Hún glímir við hnjask í hnénu en reiknað er með því að hún spili gegn Tékklandi á þriðjudag.
SveindÃs Jane ræddi við #Fotboltinet à Belgrad fyrir landsleikinn gegn HvÃta-Rússlandi pic.twitter.com/23FkyeSsgt
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 7, 2022
GlódÃs Perla stendur vaktina à vörn Ãslands sem mætir HvÃta-Rússlandi à dag klukkan 16. #Fotboltinet ræddi við hana à Belgrad. pic.twitter.com/tRZIUXyqsq
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 7, 2022
Ãsland mætir HvÃta-Rússlandi à dag klukkan 16. #Fotboltinet spjallaði við Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara à Belgrad à gær pic.twitter.com/ODEE2CGPqO
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) April 7, 2022

Hér má sjá leikvanginn sem er ansi óvenjulegur, hann er staðsettur ofan á verslunarmiðstöð í Belgrad. Sjálfur vallarflöturinn er gervigras en Hafliði Breiðfjörð kynnti sér völlinn og myndaði hann eins og sjá má og lesa má um hérna.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma, 18:00 að staðartíma, og Fótbolti.net er eini fjölmiðillinn sem textalýsir beint frá Belgrad.














