
Hér má sjá slúðurpakka dagsins en BBC tók saman það helsta sem er í umræðunni. Pakkinn hefur oft verið þykkari en það eru þó ýmsir áhugaverðir molar.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, þrýstir á yfirmenn sína að kaupa Geovany Quenda (17), portúgalska kantmanninn sem er hjá hans fyrrum félagi Sporting Lissabon. Hann myndi kosta um 35 milljónir punda. (Star)
West Ham hefur áhuga á Taylor Harwood-Bellis (23), enskum miðverði Southampton. (Sun)
Real Madrid hefur áhuga á Jarrad Branthwaite (22) en er tregt til að ganga að 62 milljóna punda verðmiða Everton á enska miðverðinum. (Diario AS)
Crystal Palace vill fá velska framherjann Lewis Koumas (19) og skoska kantmanninn Ben Doak (19) frá Liverpool. Koumas er á láni hjá Stoke og Doak hjá Middlesbrough. (Alan Nixon)
Real Madrid vill halda Luka Modric og er tilbúið að bjóða króatíska miðjumanninum, sem verður 40 ára í september, nýjan samning. (Nicolo Schira)
Tottenham er tilbúið að selja Manor Solomon (25) í sumar. Leeds hefur áhuga á að kaupa hann en þar er hann á láni. Everton hefur einnig áhuga á ísraelska kantmanninum. (Givemesport)
Liverpool er vongott um að skáka Arsenal í baráttu um Sverre Nypan (18), miðjumann Rosenborg. (Fichajes)
Athugasemdir