
Tékkland U21
0
0
Ísland U21

Valgeir Lunddal Friðriksson
'90

27.09.2022 - 16:00
Stadion Strelecky ostrov
Landslið karla - U21 - umspil
Aðstæður: 13 gráður og skýjað
Dómari: Morten Krogh (Danmörk)
Áhorfendur: 5.721
Stadion Strelecky ostrov
Landslið karla - U21 - umspil
Aðstæður: 13 gráður og skýjað
Dómari: Morten Krogh (Danmörk)
Áhorfendur: 5.721
Byrjunarlið:
1. Matej Kovár (m)
2. Martin Vitík
3. Robin Hranác
4. Adam Gabriel
8. Lukás Cerv
9. Václav Sejk
('73)


11. Matyás Kozák
('59)


17. Tomás Vlcek
('59)

19. David Jurásek
20. Jan Zamburek

21. Matej Valenta
('90)


Varamenn:
16. Vitezslav Jaros (m)
6. Michal Fukala
7. Filip Soucek
('90)

10. Adam Karabec
12. Martin Cedidla
13. Krystof Danek
('59)

14. Daniel Fila
('73)

18. Jan Knapík
22. Filip Kaloc
('59)

Liðsstjórn:
Jan Suchopárek (Þ)
Gul spjöld:
Matyás Kozák ('24)
Václav Sejk ('40)
Matej Valenta ('56)
Jan Zamburek ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tékkar fagna gríðarlega. EM sætið er þeirra.
Úffff... Ísland með mjög góða frammistöðu en maður leiksins er markvörður Tékka. Sá átti mikilvægar vörslur. Þetta er svekkjandi.
Það munaði svo SVAKALEGA litlu að við næðum þessu í framlengingu.
Úffff... Ísland með mjög góða frammistöðu en maður leiksins er markvörður Tékka. Sá átti mikilvægar vörslur. Þetta er svekkjandi.
Það munaði svo SVAKALEGA litlu að við næðum þessu í framlengingu.
90. mín
Matej Kovár handsamar boltann og það sýður allt upp úr. Valgeir hrinti leikmanni Tékka sem hafði urðað eitthvað yfir hann.
90. mín
ÍSLAND FÆR DAAAAUUUÐAFÆRI!!!!! Þorleifur með frábæran bolta á Valgeir Lunddal sem er við fjærstöngina en markvörður Tékka ver frá honum. Þetta var ótrúlegt. SVAKALEG MARKVARSLA!
Besta færi leiksins (Staðfest)
Besta færi leiksins (Staðfest)
90. mín

Inn:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
Hilmir sem var kallaður úr U19 spilar síðustu mínúturnar.
85. mín
Kristian brýtur af sér og Tékkar eiga aukaspyrnu á sínum vallarhelmingi. Taka sér tíma í þetta. Eru að éta upp af klukkunni.
84. mín
Tékkar með hornspyrnu af æfingasvæðinu. Lukás Cerv með hörkuskot sem Hákon ver. Önnur hornspyrna.
80. mín

Inn:Þorleifur Úlfarsson (Ísland U21)
Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
Sóknarmiðuð skipting. Við þurfum á marki að halda!
78. mín
Minnum á A-landsleikinn sem hefst eftir rúman klukkutíma.
Byrjunarlið Ãslands - Tvær breytingar frá sÃðasta leik https://t.co/phvC67OHTi
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 27, 2022
77. mín
HÖRKUSKOT!!! Kolbeinn með hættulega tilraun. Þéttingsfast skot sem Kovár ver en missir boltann frá sér, varnarmaður Tékka mætir og hreinsar frá.
Luigi er að fara að setjann á eftir #fotboltinet
— dóri Sævarsson (@halldoringi) September 27, 2022
Ég vil fá Thor Ulfarsson inn à mixerinn hérna fljótlega.
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 27, 2022
68. mín
Boltinn dettur á Václav Sejk í teignum og hann skýtur framhjá. Slappt skot hjá honum.
64. mín
NÆSTUM!!!!! Óli Valur með fyrirgjöf. Orri í hörkutækifæri og skallar framhjá. Þurfti aðeins að teygja sig í boltann. Tékknesku fjölmiðlamennirnir hérna í kringum mig eru farnir að ókyrrast!!!
62. mín
Klukkan að ganga 20 hér að staðartíma og orðið dimmt. Flóðljósin öflug. Ekkert verið að spara í perunum hér.
61. mín
Tékkar með hættulegt skot af löngu færi sem Hákon nær að verja. Í kjölfarið vinna heimamenn hornspyrnu. Þá lifnar yfir stuðningsmönnum í stúkunni.
60. mín
Já íslenska liðið farið að ógna meira og það veitir á gott. Nú er bara að láta kné fylgja kviði!
58. mín
NÚNA DAGUR DAN! Hörkuskot fyrir utan teig naumlega framhjá! Þarna munaði litlu! Erum að gera okkur líklegri. Boltastrákurinn fyrir aftan markið hélt að þetta skot myndi enda inni og hélt um höfuðið.
57. mín
VÁÁÁÁÁ!!!! Andri Fannar með frábær tilþrif og nær flottu skoti frá vítatreigslínunni sem Kovár ver með miklum tilþrifum. Þessi hefði mátt liggja!
55. mín
Kristian Nökkvi reynir hælspyrnu í teignum en nær ekki að finna samherja. Ísland að spila vel en er ekki að ná að opna tékkneska liðið.
51. mín
Ísland fékk hornspyrnu. Andri Fannar, boltinn dettur á Dag Dan sem er í D-boganum og tekur skalla yfir markið.
45. mín
Allt að verða klárt fyrir seinni hálfleik. Jörundur Áki aðstoðarþjálfari kom út og ræddi við Bjarka Stein og Loga sem voru að hita upp. Vísbendingar um að þeir gætu komið inn snemma í seinni hálfleik.
45. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina að vopni. Her má sjá nokkrar myndir sem hann tók í fyrri hálfleiknum.



45. mín
Leikurinn var stopp í smá tóma eftir að menn skullu saman. Ísak Óli lá eftir hjá okkur en báðir leikmenn halda áfram leik.
43. mín
Var að skoða þetta aftur í sjónvarpsupptöku. Tékkar hefðu átt að fá vítaspyrnu. Það er bara svoleiðis. Kristian virkaði líka ansi skömmustulegur strax eftir.
42. mín
Tékkar vilja víti! David Jurásek fer niður eftir viðskipti við Kristian. Viðurkenni að það var sterk lykt af þessu!
41. mín
Gult spjald: Dagur Dan Þórhallsson (Ísland U21)

Fer í bakið á leikmanni Tékklands. Strangt að spjalda.
40. mín
Gult spjald: Václav Sejk (Tékkland U21)

Annar Tékki kominn í svörtu bókina hjá þeim danska.
39. mín
Leikurinn heldur áfram að vera í miklu jafnvægi og sáralítið um opin marktækifæri.
35. mín
Ísland að halda boltanum vel og láta hann rúlla á milli manna. Verið að leita eftir glufum í vörn Tékkana sem hafa því miður verið sárafáar hingað til.
31. mín
Tékkarnir með tilraun eftir aukaspyrnu. Skalli talsvert framhjá. Boltinn fór víst af Valgeiri en dómarinn dæmir ranglega markspyrnu.
30. mín
Andri Fannar með fyrirgjöf sem fer hársbreidd frá höfðinu á Degi Dan! Þarna var séns.
29. mín
Flott spil hjá Íslandi og það er hornspyrna. Brynjólfur með flott tilþrif í teignum og fær hornspyrnu.
28. mín
Óli Valur fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Tékkarnir eru pirraðir. Andri Fannar að fara að spyrna boltanum fyrir.
26. mín
Tékkar með fyrirgjöf en Valgeir hreinsar út úr teignum. Vilja svo aukaspyrnu rétt fyrir utan teig strax á eftir en ekkert er dæmt.
24. mín
Gult spjald: Matyás Kozák (Tékkland U21)

Brotið á Valgeiri. Of seinn í þetta og fær réttilega rautt.
23. mín
Brynjólfur tekur spyrnuna. Þetta er samt ákjósanlegri staður fyrir örvfættan spyrnumann. Leikmaður Tékka kemur út úr veggnum og kemst fyrir.
22. mín
Brynjólfur Willumsson fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn! Hér er skotfæri svo sannarlega.
21. mín
Václav Sejk með skot framhjá í fínni stöðu eftir fyrirgjöf, tók boltann í fyrsta. Meira bit í aðgerðum heimamanna.
19. mín
Václav Sejk kemur sér í hættulega skotstöðu og lætur vaða. Boltinn dempast af Róberti Orra og endar í höndum Hákons.
15. mín
Fínt spil Íslands. Óli Valur með fyrirgjöf en leikmaður Tékklands nær snertingu og kemur í veg fyrir að boltinn fari á Dag Dan.
14. mín
Fyrsta marktilraunin í leiknum. Adam Gabriel með skot en beint á Hákon sem var ekki í neinum vandræðum.
13. mín
Matyás Kozák þarf að fara tímabundið af velli þar sem það blæðir úr honum. Sprungin vör. Verðum því 11 gegn 10 í smástund.
12. mín
Andri Fannar tók hornspyrnuna en danski dómarinn fljótur að flauta sóknarbrot. Sá ekki hvað átti sér stað þarna en treysti þeim danska til að vera með þetta hárrétt.
11. mín
Brynjólfur Willumsson í hörkubaráttu og nær að vinna hornspyrnu. Fyrsta horn Íslands.
10. mín
Tékkarnir eru líkamlega sterkir og fastir fyrir. Eru með hörkuöfluga varnarmenn og það þarf klókindi til að koma höggi á þeirra öftustu línu.
6. mín
Tékkar setja pressu á Róbert Orra sem var nálægt því að tapa boltanum en reddaði sér.
5. mín
Hákon við það að handsama boltann eftir hornpyrnuna en er keyrður af krafti niður. Réttilega dæmd aukaspyrna.
4. mín
Tékkar með fyrirgjöf frá hægri sem Ísak skallar í hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna leiksins.
3. mín
"Áfram Ísland" heyrist. Það eru nokkrir Íslendingar í stúkunni sem láta í sér heyra.
1. mín
Leikur hafinn
Tékkar hófu leikinn. Ég er með Sæbjörn Steinke og Örvar Arnarsson sitthvorum megin við mig hér í fréttamannastúkunni. Þeir munu vafalítið koma með sín innlegg!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Íslenska liðið í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Liðin voru að ljúka upphitun. Vallarþulurinn búinn að kynna liðin. Hann fær 8,5 fyrir framburðinn á íslensku nöfnunum. Líklega æft sig heima.
Fyrir leik
Birtir til! Sólin farin að skína og fólk að tínast í stúkuna. 35 mínútur rétt rúmar í leik.

Fyrir leik
Engin útivallarmarkaregla
Svona svo það sé alveg á kristaltæru þá var útivallarmarkareglan afnumin á síðasta ári. Svo sama hversu mörg mörk verða skoruð í dag þá verður framlengt ef staðan er jöfn samtals.
Svona svo það sé alveg á kristaltæru þá var útivallarmarkareglan afnumin á síðasta ári. Svo sama hversu mörg mörk verða skoruð í dag þá verður framlengt ef staðan er jöfn samtals.
Fyrir leik
Örvar Arnarsson er búinn að koma sér fyrir í fréttamannastúkunni. Hann var að taka viðtal við Davíð Snorra fyrir Viaplay (sem sýnir leikinn í beinni), hann staðfesti í viðtalinu að það er farið í þriggja miðvarða kerfi. Davíð brattur fyrir leik.
Annars spáir Örvar 2-1 sigri Íslands. Hvað gerist svo?
Annars spáir Örvar 2-1 sigri Íslands. Hvað gerist svo?
Fyrir leik
Jæja spáum aðeins í spilin. Ég hef sjálfur sterka tilfinningu fyrir vítakeppni. Eigum við ekki að segja 0-1, ekket skorað í framlengingu og íslenskur sigur í vító!
Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net og umsjónarmaður Ungstirnanna:
Það er eitthvað í loftinu þarna í Tékklandi, það er góð stemmning í hópnum og ég finn lykt af upset, ég held að strákarnir munu vinna 1-0 í venjulegum leiktíma og svo eftir harða baráttu í framlengingu munum við fá skyndisókn og skora úr henni og vinna þennan leik 2-0, Kristian Hlyns með fyrra markið og Augnablikinn, Thor Úlfarsson setur rýting í hjörtu Tékkana í framlengingu. Við erum að fara á EM.
Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net:
1-1... því miður. Tékkar fara áfram á sigrinum í Fossvoginum.
Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net og umsjónarmaður Ungstirnanna:
Það er eitthvað í loftinu þarna í Tékklandi, það er góð stemmning í hópnum og ég finn lykt af upset, ég held að strákarnir munu vinna 1-0 í venjulegum leiktíma og svo eftir harða baráttu í framlengingu munum við fá skyndisókn og skora úr henni og vinna þennan leik 2-0, Kristian Hlyns með fyrra markið og Augnablikinn, Thor Úlfarsson setur rýting í hjörtu Tékkana í framlengingu. Við erum að fara á EM.
Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net:
1-1... því miður. Tékkar fara áfram á sigrinum í Fossvoginum.
Fyrir leik
Sveinn Margeir Hauksson er utan hóps hjá Íslandi.
Byrjunarlið Tékklands má sjá til hliðar. Matyás Kozák og Tomás Vlcek koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Krystof Danek og Daniel Fila. Stjörnuleikmaðurinn Adam Karabec byrjar á bekknum en hann var ekki með í fyrri leiknum vegna meiðsla.
Byrjunarlið Tékklands má sjá til hliðar. Matyás Kozák og Tomás Vlcek koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Krystof Danek og Daniel Fila. Stjörnuleikmaðurinn Adam Karabec byrjar á bekknum en hann var ekki með í fyrri leiknum vegna meiðsla.
Fyrir leik
Okkar lið er að taka hinn hefðbundna göngutúr um völlinn áður en menn fara inn í klefa og gera sig klára yfir upphitun.

Okkar lið er að taka hinn hefðbundna göngutúr um völlinn áður en menn fara inn í klefa og gera sig klára yfir upphitun.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Þá hefur Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, breytt um leikkerfi og spilar liðið nú með þrjá miðverði.
Inn í liðið koma þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson og Óli Valur Ómarsson. Atli Barkarson tekur sér sæti á bekknum, Sævar Atli Magnússon tekur út leikbann og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig úr hópnum vegna sýkingar í tönn.

Byrjunarlið liðanna hafa verið opinberuð og eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Þá hefur Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, breytt um leikkerfi og spilar liðið nú með þrjá miðverði.
Inn í liðið koma þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, Orri Steinn Óskarsson og Óli Valur Ómarsson. Atli Barkarson tekur sér sæti á bekknum, Sævar Atli Magnússon tekur út leikbann og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig úr hópnum vegna sýkingar í tönn.
Fyrir leik
Eins og allir vita þá er annað þessara liða að fara að tryggja sér sæti í lokakeppni EM. Ísland lék í fyrsta sinn í lokakeppni EM U21 árið 2011, gullkynslóðin Ísland var svo aftur með í lokakeppninni í fyrra en vegna Covid-19 var hún tvískipt og komst Ísland ekki upp úr riðli sínum. Hér er möguleiki á að komast í lokakeppnina í annað sinn í röð.
Fyrir leik
Það styttist í að byrjunarliðin verði opinberuð, nokkrar mínútur í það. Þrettán gráður og skýjað hérna, létt rigning áðan. Svona rétt til að bleyta völlinn fyrir baráttuna. Hér er leikið á náttúrulegu grasi en fyrri leikurinn var spilaður á gervigrasi.

Það styttist í að byrjunarliðin verði opinberuð, nokkrar mínútur í það. Þrettán gráður og skýjað hérna, létt rigning áðan. Svona rétt til að bleyta völlinn fyrir baráttuna. Hér er leikið á náttúrulegu grasi en fyrri leikurinn var spilaður á gervigrasi.
Fyrir leik
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður:
"Mér líst mjög vel á þetta, ætluðum okkur ekki að tapa fyrri leiknum eins og gerðist en við ætlum að sækja sigur á morgun (í dag) ."
Hvernig er að vera á þessu sviði þar sem allt er undir?
"Það er geggjað, sérstaklega þegar þetta er í okkar höndum. Í júní var þetta ekki í okkar höndum, þurftum að treysta á önnur úrslit. Við ætlum að gefa allt í þetta til að vinna. Það er ekkert stress, við eum bara mjög fókuseraðir og spenntir fyrir leiknum."

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður:
"Mér líst mjög vel á þetta, ætluðum okkur ekki að tapa fyrri leiknum eins og gerðist en við ætlum að sækja sigur á morgun (í dag) ."
Hvernig er að vera á þessu sviði þar sem allt er undir?
"Það er geggjað, sérstaklega þegar þetta er í okkar höndum. Í júní var þetta ekki í okkar höndum, þurftum að treysta á önnur úrslit. Við ætlum að gefa allt í þetta til að vinna. Það er ekkert stress, við eum bara mjög fókuseraðir og spenntir fyrir leiknum."
Fyrir leik
Við þurfum að skora!
Hvernig verður byrjunarliðið? Sæbjörn Steinke velti líklegu byrjunarliði fyrir sér og mögulegum breytingum á leikkerfi.
Það verða allavega breytingar á byrjunarliðinu því tveir úr sóknarlínunni; Sævar Atli Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson, detta út. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins kemur þó inn; Kristian Nökkvi Hlynsson sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Hann er með mikinn sköpunarmátt og útsjónarsemi. Eitthvað sem vantaði aðeins í fyrri leiknum.

Hvernig verður byrjunarliðið? Sæbjörn Steinke velti líklegu byrjunarliði fyrir sér og mögulegum breytingum á leikkerfi.
Það verða allavega breytingar á byrjunarliðinu því tveir úr sóknarlínunni; Sævar Atli Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson, detta út. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins kemur þó inn; Kristian Nökkvi Hlynsson sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Hann er með mikinn sköpunarmátt og útsjónarsemi. Eitthvað sem vantaði aðeins í fyrri leiknum.
Fyrir leik
Dómari leiksins er 34 ára Dani sem dæmir í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur dæmt í hinum ýmsu keppnum á vegum UEFA, þar á meðal í Þjóðadeildinni og forkeppni Meistaradeildarinnar. Allt dómarateymið kemur frá Danmörku.

Dómari leiksins er 34 ára Dani sem dæmir í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur dæmt í hinum ýmsu keppnum á vegum UEFA, þar á meðal í Þjóðadeildinni og forkeppni Meistaradeildarinnar. Allt dómarateymið kemur frá Danmörku.
Fyrir leik
Ætla að fara úr leiknum sem sigurvegarar
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í gær. Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?
"Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun (í dag). Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.
"Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."
Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?
"Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."
Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?
"Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.
Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild með því að smella hérna.

Ætla að fara úr leiknum sem sigurvegarar
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í gær. Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?
"Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun (í dag). Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.
"Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."
Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?
"Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."
Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?
"Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.
Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild með því að smella hérna.
Andri Fannar var besti maður Ãslands à fyrri leiknum gegn Tékkum. Hann ræddi við #Fotboltinet og er kokhraustur fyrir leikinn à dag pic.twitter.com/egxTVrRH0c
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) September 27, 2022
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn!
Velkomin í beina textalýsingu frá Ceské Budejovice í Tékklandi.
Leikin verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við.
Ceské Budejovice er borg með um 93 þúsund íbúa en hún er hvað þekktust fyrir Budweiser Budvar bjórverksmiðjuna sem framleiðir hina vinsælu tékknesku útgáfu af Budweiser bjórnum.
Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceské Budejovice sem leikur í efstu deild hér í Tékklandi. Leikvangurinn tekur um 6.700 manns
Velkomin í beina textalýsingu frá Ceské Budejovice í Tékklandi.
Leikin verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við.

Ceské Budejovice er borg með um 93 þúsund íbúa en hún er hvað þekktust fyrir Budweiser Budvar bjórverksmiðjuna sem framleiðir hina vinsælu tékknesku útgáfu af Budweiser bjórnum.
Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo Ceské Budejovice sem leikur í efstu deild hér í Tékklandi. Leikvangurinn tekur um 6.700 manns
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
6. Dagur Dan Þórhallsson
('72)


7. Óli Valur Ómarsson
('72)

8. Kolbeinn Þórðarson
('80)

8. Andri Fannar Baldursson (f)
9. Brynjólfur Willumsson (f)
('90)

10. Kristian Nökkvi Hlynsson
19. Orri Steinn Óskarsson
21. Valgeir Lunddal Friðriksson

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
3. Logi Tómasson
('72)

11. Bjarki Steinn Bjarkason
('72)

14. Þorleifur Úlfarsson
('80)

16. Birkir Heimisson
17. Atli Barkarson
17. Hilmir Rafn Mikaelsson
('90)

18. Viktor Örlygur Andrason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)
Gul spjöld:
Dagur Dan Þórhallsson ('41)
Rauð spjöld:
Valgeir Lunddal Friðriksson ('90)