Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 26. september 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Davíð Snorri: Arnar velur sitt lið og við vinnum svo úr því
Davíð í Tékklandi í dag.
Davíð í Tékklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í dag og segir að allir þeir leikmenn sem séu í núna í hópnum séu klárir í slaginn fyrir morgundaginn.

Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?

„Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun. Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.

„Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."

Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?

„Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."

Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?

„Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.

Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner