Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 26. september 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Davíð Snorri: Arnar velur sitt lið og við vinnum svo úr því
Davíð í Tékklandi í dag.
Davíð í Tékklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í dag og segir að allir þeir leikmenn sem séu í núna í hópnum séu klárir í slaginn fyrir morgundaginn.

Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?

„Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun. Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.

„Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."

Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?

„Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."

Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?

„Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.

Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner