Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   mán 26. september 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Davíð Snorri: Arnar velur sitt lið og við vinnum svo úr því
Davíð í Tékklandi í dag.
Davíð í Tékklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í dag og segir að allir þeir leikmenn sem séu í núna í hópnum séu klárir í slaginn fyrir morgundaginn.

Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?

„Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun. Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.

„Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."

Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?

„Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."

Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?

„Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.

Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir