Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mán 26. september 2022 17:14
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Davíð Snorri: Arnar velur sitt lið og við vinnum svo úr því
Davíð í Tékklandi í dag.
Davíð í Tékklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í Tékklandi í dag og segir að allir þeir leikmenn sem séu í núna í hópnum séu klárir í slaginn fyrir morgundaginn.

Er búið að fara gaumgæfilega yfir þennan fyrri leik og hvað við getum gert betur frá honum?

„Já og eftir að hafa skoðað leikinn aftur þá er margt sem við gerðum flott í þessum leik. Leikurinn var nokkuð jafn. Það eru tvö atriði sóknarlega og eitt atriði varnarlega sem við ætlum að bæta við á morgun. Við erum búnir að fara yfir það," segir Davíð.

„Ég tel okkur vera með rosalega gott lið. Við erum með hungraða og efnilega stráka sem eiga framtíðina fyrir sér. Við ætlum að fara úr þessum leik á morgun sem sigurvegarar."

Umræða hefur verið um það hvort leikmenn á U21 aldri í A-landsliðinu hefðu átt að vera færðir í U21 liðið fyrir þennan leik. Var tekin umræða um það?

„Nei, við erum bara með mjög gott lið og lítum á það jákvæðum augum hvað íslenskur fótbolti er að gera flotta hluti. Við erum með mjög gott U21 landslið sem er komið 90 mínútum frá EM og svo erum við með leikmenn líka sem eru að spila hlutverk með A-landsliðinu. Það er það jákvæðasta í þessu."

Hvar lá þessi ákvörðun, hvort einhver úr A-landsliðinu færi niður?

„Það var ekki farið mjög djúpt í það. Arnar og A-landsliðið velja sitt lið og við vinnum svo úr því. Það hefur ekkert breyst frá því að við völdum hópana í byrjun," segir Davíð sem segist ekki hafa farið fram á það að fá einhverja úr A-hópnum.

Hann telur að íslenska liðið geti komið því tékkneska á óvart á morgun en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner