Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
   mán 26. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Hákon Rafn: Geggjað að vera á þessu sviði þar sem allt er undir
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, ætluðum okkur ekki að tapa fyrri leiknum eins og gerðist en við ætlum að sækja sigur á morgun," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Budojevice í Tékklandi í dag.

Á morgun mætir liðið Tékklandi í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM á næsta ári. Tékkar leiða einvígið með einu marki eftir sigur á Víkingsvelli á föstudag.

„Mér fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur í að vera 'aggressive' vorum smá 'soft' fannst mér og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Síðan voru 1,2,3 punktar sóknarlega sem vöntuðu upp á til að skapa fleiri færi."

Tékkar skoruðu tvö mörk í leiknum. Hvernig sáu þau við Hákoni?

„Þetta er smá einbeiting(arleysi), sem er ólíkt okkur. Sérstaklega fyrsta markið og í seinna markinu komum við boltanum ekki í burtu eftir að hafa bjargað vel - vorum ekki alveg nógu skipulagðir og fáum á okkur mark."

Hvernig er að vera á þessu sviði þar sem allt er undir?

„Það er geggjað, sérstaklega þegar þetta er í okkar höndum. Í júní var þetta ekki í okkar höndum, þurftum að treysta á önnur úrslit. Á morgun ætlum við að gefa allt í þetta til að vinna."

„Það er ekkert stress, við eum bara mjög fókuseraðir og spenntir fyrir leiknum á morgun,"
sagði Hákon.

Viðtalið vð hann er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Hákon er spurður út í Elfsborg og Orra Stein Óskarsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner