Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 26. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Budojevice
Hákon Rafn: Geggjað að vera á þessu sviði þar sem allt er undir
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Á leið á æfingu í dag - einbeiting og spenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, ætluðum okkur ekki að tapa fyrri leiknum eins og gerðist en við ætlum að sækja sigur á morgun," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður U21 landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Budojevice í Tékklandi í dag.

Á morgun mætir liðið Tékklandi í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM á næsta ári. Tékkar leiða einvígið með einu marki eftir sigur á Víkingsvelli á föstudag.

„Mér fannst við ekki alveg nógu líkir sjálfum okkur í að vera 'aggressive' vorum smá 'soft' fannst mér og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Síðan voru 1,2,3 punktar sóknarlega sem vöntuðu upp á til að skapa fleiri færi."

Tékkar skoruðu tvö mörk í leiknum. Hvernig sáu þau við Hákoni?

„Þetta er smá einbeiting(arleysi), sem er ólíkt okkur. Sérstaklega fyrsta markið og í seinna markinu komum við boltanum ekki í burtu eftir að hafa bjargað vel - vorum ekki alveg nógu skipulagðir og fáum á okkur mark."

Hvernig er að vera á þessu sviði þar sem allt er undir?

„Það er geggjað, sérstaklega þegar þetta er í okkar höndum. Í júní var þetta ekki í okkar höndum, þurftum að treysta á önnur úrslit. Á morgun ætlum við að gefa allt í þetta til að vinna."

„Það er ekkert stress, við eum bara mjög fókuseraðir og spenntir fyrir leiknum á morgun,"
sagði Hákon.

Viðtalið vð hann er lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan. Hákon er spurður út í Elfsborg og Orra Stein Óskarsson.
Athugasemdir
banner
banner