Logi Tómasson var valinn besti varnarmaður Bestu deildarinnar af lesendum Fótbolta.net í síðustu viku.
Á morgun fer fram úrslitaleikur á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice í Tékklandi. Þar mætast U21 landslið Tékklands og Íslands í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM.
Tékkland leiðir með einu marki eftir leik liðanna á Víkingsvelli á föstudag. Sá leikur endaði með 1-2 sigri en útivallamörk telja ekki lengur meira en önnur mörk og því leiðir Tékkland einfaldlega með einu marki.
Tékkland leiðir með einu marki eftir leik liðanna á Víkingsvelli á föstudag. Sá leikur endaði með 1-2 sigri en útivallamörk telja ekki lengur meira en önnur mörk og því leiðir Tékkland einfaldlega með einu marki.
Ef Ísland er einu marki yfir eftir venjulegan leiktíma þá er gripið til framlengingar.
Fótbolti.net hefur sett saman líklegt byrjunarlið fyrir leikinn á morgun. Þrjár breytingar eru á því frá leiknum á Víkingsvelli, og þá er einnig breyting á leikkerfi - farið úr fjögurra manna vörn í þriggja manna hafsenta línu.
Inn í liðið koma þeir Óli Valur Ómarsson, sem átti góða innkomu á föstudag, Logi Tómasson og Kristian Nökkvi Hlynsson sem tók út leikbann á föstudag. Atli Barkarson tekur sér sæti á bekknum, Sævar Atli Magnússon tekur út leikbann og Ísak Snær Þorvaldsson dró sig úr hópnum vegna sýkingar í tönn.

Athugasemdir