Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Valur
3
4
Stjarnan
Bryndís Arna Níelsdóttir '91 , víti 1-0
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir '91 , víti
Anna Rakel Pétursdóttir '91 , víti 2-1
2-2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '91 , víti
Elísa Viðarsdóttir '91 , misnotað víti 2-2
2-3 Andrea Mist Pálsdóttir '91 , víti
Málfríður Anna Eiríksdóttir '91 , víti 3-3
3-4 Ólína Ágústa Valdimarsdóttir '91 , víti
Ásdís Karen Halldórsdóttir '91 , misnotað víti 3-4
17.04.2023  -  19:30
Origo völlurinn
Meistarakeppni kvenna
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Erin Katrina Mcleod
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Hailey Lanier Berg ('74)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('46)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
27. Hanna Kallmaier
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Kelly Rowswell (m)
3. Arna Eiríksdóttir
5. Bryndís Eiríksdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir ('46)
14. Rebekka Sverrisdóttir
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('74)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Guðrún Halla Guðnadóttir
Gísli Þór Einarsson

Gul spjöld:
Ísabella Sara Tryggvadóttir ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan tekur Svanfríðarbikarinn! Vinna eftir vítaspyrnukeppni!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
91. mín Misnotað víti!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
STJARNAN TEKUR ÞETTA! VARIÐ!!
91. mín Mark úr víti!
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Klúðraði fyrra en fékk að taka aftur þar sem Fanney Inga var kominn af línunni og skoraði þá.
91. mín Mark úr víti!
Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
Alveg út við stöng í flottri hæð vinsri
91. mín Mark úr víti!
Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
Niðri vinstri
91. mín Misnotað víti!
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Framhjá!
91. mín Mark úr víti!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Glæsilegt uppi vinstri
91. mín Mark úr víti!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Niðri vinstri
91. mín Mark úr víti!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
niðri vinsti
91. mín Mark úr víti!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Niðri hægri
90. mín
Það eru Valskonur sem stíga fyrstar á punktin Bryndís Anna gengur að punktinum.
90. mín
Við fáum Vító! +6
Jóhann Ingi flautar af venjulegan leiktíma og við munum fara beint í vítaspyrnukeppni.

Gríðarlega barátta í þessum leik og verður vafalaust sárt fyrir hvort liðið sem það verður að þurfa játa sig sigraða.
90. mín Gult spjald: Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
+3
Fyrsta gula spjaldið.
90. mín
+2
Valur fær aukaspyrnu á flottum stað. Anna Rakel stillir upp og gefur fyrir en Stjörnustelpur verjast vel.
90. mín
Stefnir allt í vító!
90. mín
+5 Við fáum 5 mínútur í uppbótartima
86. mín
Valur er að banka hressilega á dyrnar hjá Stjörnunni en boltinn fer enn og aftur rétt yfir markið.
85. mín
Inn:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
82. mín
Dauðafæri! Bryndís Anna fékk heldur betur færið!! Boltinn datt til hennar eftir vandræðagang í öftustu línu þar sem Stjörnukonur náðu ekki að hreinsa en hún skóflar honum yfir markið.
80. mín
Anna Rakel fellur við í teignum en Jóhann Ingi gefur strax bendingu um að halda áfram.
78. mín
Leikurinn ekki verið mikið fyrir augað sóknarlega en bæði lið eru að sýna mikla baráttu og mikið hjarta í sinni frammistöðu.
74. mín
Inn:Eyrún Vala Harðardóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
74. mín
Inn:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:Alma Mathiesen (Stjarnan)
74. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Hailey Lanier Berg (Valur)
71. mín
Valskonur reyna fyrirgjöf fyrir markið sem virðist fara af hendinni af Önnu Maríu sýndist mér en Jóhann Ingi dæmir ekkert. Mögulega Stjarnan heppin þarna.
70. mín
Valur er aðeins að lyfta sér ofar á völlinn og farnar að sækja.
68. mín
Valskonur fá horn og koma boltanum í netið en brot réttilega dæmt þar sem Erin var keyrð nánast inn í markið.
63. mín
Ísabella Sara reynir að koma boltanum fyrir markið en Stjörnukonur verjast vel.
60. mín
Jasmín Erla með frábæran sprett upp vænginn og á sendingu fyrir markið sem Stjörnukonur ná ekki að hafa stjórn á og komast í skotfæri.
56. mín
Inn:Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
Í þeim töluðu er henni kippt af velli. Vonandi að þetta sé ekkert alvarlegt og hún verði klár fyrir fyrstu umferð Bestu.
55. mín
Ef við værum í football manager væri Gunnhildur Yrsa með plús á sér og aðstoðarþjálfarinn farinn að mæla með skiptingu.
50. mín
Alma Mathiesen með flott hlaup og lætur vaða rétt yfir markið. Sennilega varið og Stjarnan fær horn sem Gunnhildur Yrsa skallar hátt yfir markið.
49. mín
Gunnhildur Yrsa ætlar að láta reyna á þetta og hleypur aftur inná en stingur svolítið við. Spurning hvort hún nái að harka þetta af sér að hvort Kristján þurfi að fara huga að skiptingu.
48. mín
Gunnhildur Yrsa haltrar af velli með sjúkraþjálfara og leikurinn fer af stað aftur.
47. mín
Gunnhildur Yrsa liggur eftir og Jóhann Ingi stöðvar leikinn.
46. mín
Vandræðagangur í vörn Valskvenna og Stjarnan fær horn.
46. mín
Valur sparkar okkur af stað aftur. Bryndís Arna sparkar þessu af stað aftur.
46. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Valur) Út:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Valur breytir í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Frekar tíðindarlítill fyrri hálfleikur að baki.
Leikurinn einkennst svolítið af mikilli baráttu og hvorugt liðið að gefa nein færi á sér.

Tökum stutt hlé og snúum aftur eftir tæpt korter.
45. mín
Stjarnan með tilraun sem dettur ofan á slánna!
45. mín
+1 Uppbótartími er að minnsta kosti ein mínúta.
45. mín
Arna Dís með laust skot sem Fanney Inga grípur. Virkaði óviss hvort hún ætlaði að láta vaða eða gefa fyrir.
41. mín
Valskonur eru að koma sér í færi en skotin eru ekki að detta.
38. mín
Ásdís Karen kemst í gott færi en Erin gerir frábærlega að koma út á móti og loka.
35. mín
Bryndís Arna er mætt aftur á völlinn svo vonandi var þetta bara smávægilegt og hún getur haldið leik áfram.
34. mín
Leikurinn er stopp og Bryndís Arna færð aðhlýningu og virðist vera öxlin. Stjörnukonur taka liðsfund rétt á meðan leikurinn er stopp.
33. mín
Ásdís Karen með tilraun framhjá markinu. Vildi meina að það hafi verið brotið á sér í skotinu en Jóhann Ingi gefur bara merki um markspyrnu.
29. mín
Færi! Ísabella Sara er þrædd í gegn og á bara eftir að koma boltanum framhjá Erin sem gerir stórkostlega í að loka á hana.

Valskonur með virkilega flott spil í aðdragandanum að þessu færi sem er besta færi leiksins til þessa.
27. mín
Andrea Mist með tilraun hátt yfir markið.
25. mín
Alma reynir að keyra inn á teig Vals en er stöðvuð áður en boltinn dettur til Heiðu Ragney sem á skottilraun framhjá markinu.
23. mín
Ágætis spyrna sem Arna Sif skallar yfir markið.
23. mín
Valskonur fá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum.
15. mín
Vandræðagangur í vörn Vals en Stjarnan nær ekki að gera sér mat úr því.
12. mín
Stjarnan með tilraun en boltinn yfir markið.
9. mín
Flott spil hjá Valskonum sem endar með fyrirgjöf fyrir markið en skallinn frá Bryndísi Örnu yfir markið.
6. mín
Hornspyrnan of há og svífur yfir allan pakkann.
5. mín
Alma reynir að þræða boltann fyrir markið en Valskonur bjarga í horn.
3. mín
Stjarnan fær fyrsta horn leiksins en Valskonur verjast vel.
2. mín
Valskonur eiga fyrstu marktilraun á markið en það er laust og Erin í marki Stjörnunnar ekki í neinum vandræðum.
1. mín
Stjarnan á upphafssparkið! Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Liðin sýna samstöðu Eftir að liðin gegnu inn á völl stilltu liðin sér upp saman og sýndu samstöðu fyrir leik.
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Jakub Marcin Róg.
Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari og til taks ef eitthvað kemur uppá og þá er Viðar Helgason eftirlitsmaður.


Fyrir leik
Keppt um Svanfríðarbikarinn Í leiknum í kvöld verður í fyrsta skiptið keppt um Svanfríðarbikarinn, nýjan farandbikar til heiðurs Svanfríði Guðjónsdóttur. Svanfríður hefur unnið ötullega að uppbyggingu knattspyrnu kvenna á Íslandi. Hún var fyrsta konan sem kjörin var í stjórn Knattspyrnusambands Íslands en hún hafði starfað í kvennanefnd KSÍ áður en hún var kosin í stjórn. Svanfríður vann mikið með landsliði kvenna í knattspyrnu um árabil, útvegaði æfingaleiki og var því til halds og trausts á ýmsan hátt.

Einnig starfaði hún mikið í kringum kvennaknattspyrnuna í Breiðabliki á fyrstu árum hennar en dóttir hennar spilaði á þeim árum með Breiðabliki og einnig með landsliðinu. Svanfríður var meðlimur í Umbótanefnd ÍSÍ fyrir konur í íþróttum um árabil og vann þar frábært starf að hagsmunamálum kvenna í íþróttahreyfingunni.
Fyrir leik
ÍTF hefur sent frá sér yfirlýsingu sem varðar Bestu deild kvenna „Fram kom að tímasetningin hentaði ekki öllum félögum enda upptökur fyrir mistök boðaðar ofan í mikilvægan leik Vals og Stjörnunnar. Við þessum árekstri var hins vegar brugðist strax með því að bjóða upp á annan tíma á öðrum degi.“

Yfirlýsing frá ÍTF: Okkar von að hentugur tími finnist sem allra fyrst
Fyrir leik
Leikmenn Bestu deildar kvenna mótmæla vinnubrögðum ÍTF ÍTF hefur fengið mikla gagnrýni fyrir vinnubrögð undanfarið en lítið sást til leikmanna Bestu deildar kvenna í auglýsingu fyrir deildina á dögunum og þá er enginn Fantasy-leikur fyrir kvennadeildina í ár.

Ekki nóg með það þá ákvað ÍTF að senda boð á félögin þar sem leikmenn voru beðnir um að mæta á mánudaginn(í dag) milli 18:00 -20:00 til að taka upp markaðsefni fyrir deildina en klukkan 19:30 mætast Valur og Stjarnan í meistarar meistaranna.

Leikmenn hafa fengið nóg og ætla ekki að láta bjóða sér þetta lengur en enginn leikmaður mun mæta til ÍTF á mánudaginn(í dag) til að taka upp markaðsefnið.

Yfirlýsing frá fyrirliðum í Bestu deild kvenna: Vinnubrögð ÍTF í besta falli skammarleg

Fyrir leik
Valur í úrslitum Reykjavíkurmótsins Valskonur hafa átt ágætis undirbúningstímabil líka og tryggðu sér til að mynda sæti í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins þar sem þær eiga að mæta Þrótti Reykjavík en enn hefur ekkert heyrst meira um þann leik hvenær eða hvort hann fari raunverulega fram.


Fyrir leik
Stjarnan Lengjubikarmeistari Stjörnukonur hafa átt flott undirbúningstímabil sem kórónaðist í upphafi mánaðar þegar þær tryggðu sér Lengjubikarinn eftir sigur á Þór/KA á Samsungvellinum eftir vítaspyrnukeppni.

Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir áður en Snædís María Jörundsdóttir jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna. Hulda Ósk Jónsdóttir kom Þór/KA aftur yfir áður en Ólína Ágústa Valdimarsdóttir jafnaði aftur fyrir Stjörnuna eftir að hafa komið inná sem varamaður stuttu áður.
Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara þar sem Stjörnukonur höfðu betur 5-4.


Fyrir leik
Meistarar Meistaranna! Þar sem Valur átti frábært tímabil í fyrra og tók bæði Íslands og Bikarmeistaratitilinn kemur það í hlutverk Stjörnukvenna sem lentu í öðru sæti Bestu deildar kvenna í fyrra að spila við Valskonur um Meistara meistaranna.


Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í leik Meistara meistaranna sem fram fer hér á Origo Vellinum í kvöld.

Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('56)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('85)
15. Alma Mathiesen ('74)
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('74)
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
6. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir ('74)
18. Jasmín Erla Ingadóttir ('56)
20. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('85)
77. Eyrún Vala Harðardóttir ('74)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Andri Freyr Hafsteinsson
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: