Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   lau 15. apríl 2023 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing frá fyrirliðum í Bestu deild kvenna: Vinnubrögð ÍTF í besta falli skammarleg
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Bestu deildar kvenna ætla að mótmæla vinnubrögðum ÍTF (íslensks toppfótbolta) með því að mæta ekki á mánudag til að taka upp markaðsefni fyrir deildina en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirliðum deildarinnar í dag.

ÍTF hefur fengið mikla gagnrýni fyrir vinnubrögð undanfarið en lítið sást til leikmanna Bestu deildar kvenna í auglýsingu fyrir deildina á dögunum og þá er enginn Fantasy-leikur fyrir kvennadeildina í ár.

Ekki nóg með það þá ákvað ÍTF að senda boð á félögin þar sem leikmenn voru beðnir um að mæta á mánudaginn milli 18:00 -20:00 til að taka upp markaðsefni fyrir deildina en klukkan 19:30 mætast Valur og Stjarnan í meistarar meistaranna.

Leikmenn hafa fengið nóg og ætla ekki að láta bjóða sér þetta lengur en enginn leikmaður mun mæta til ÍTF á mánudaginn til að taka upp markaðsefnið.

Yfirlýsing frá fyrirliðum í Bestu deild kvenna:

Í aðdraganda Bestu deildar kvenna hefur undirbúningur og vinnubrögð ÍTF verið í besta falli skammarleg. Ítrekað hafa komið upp atvik sem gera lítið úr kvennaknattspyrnu á Íslandi, og sem opinbera það að áhersla ÍTF er á Bestu deild karla, en ekki deildirnar tvær til jafns - þrátt fyrir yfirlýsingar ÍTF að um eitt vörumerki sé að ræða.

Við hörmum það mjög að þetta sé staðan þegar svo stutt er í mót, og að enn eitt árið halli á kvennaknattspyrnuna á Íslandi. Við vonum að ÍTF sjái að sér og fari að sinna báðum deildum, eins og þeirra hlutverk sannarlega er.

Af þessum sökum höfum við tekið þá ákvörðun að leikmenn munu ekki mæta á mánudaginn til ÍTF þar sem áætlað var að taka upp markaðsefni fyrir komandi tímabil.

Við hvetjum alla til þess að mæta á leik Vals og Stjörnunnar á mánudaginn kemur og sýna þannig kvennaknattspyrnunni stuðning.

Fyrir hönd félaga í Bestu deild kvenna, Fyrirliðar félaga í Bestu deild kvenna,
Júlíana Sveinsdóttir, ÍBV
Kristrún Ýr Hólm, Keflavík
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Þróttur
Anna María Baldursdóttir, Stjarnan
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik
Bryndís Rut Haraldsdóttir, Tindastóll
Sandra María Jessen, Þór/KA
Elísa Viðarsdóttir, Valur
Unnur Dóra Bergsdóttir, Selfoss
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, FH

Athugasemdir
banner
banner
banner