Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
1
Keflavík
Úlfur Ágúst Björnsson '39 1-0
Kjartan Henry Finnbogason '52 2-0
2-1 Viktor Andri Hafþórsson '85
08.05.2023  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Pínu blautt eftir góða rigningu en logn og 10° svo lítur völlurinn ekkert frábærlega út
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 798
Maður leiksins: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Kjartan Henry Finnbogason ('76)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('80)
11. Davíð Snær Jóhannsson ('66)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('80)
26. Dani Hatakka
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Steven Lennon ('76)
8. Finnur Orri Margeirsson ('66)
22. Ástbjörn Þórðarson ('80)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('80)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Bjarki Reyr Jóhannesson
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('55)
Úlfur Ágúst Björnsson ('74)
Jóhann Ægir Arnarsson ('82)
Steven Lennon ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH tekur þennan sigur og verða ánægðir með það sérstaklega þar sem þetta var farið að verða pínu stressandi fyrir heimamenn í endan.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
94. mín Gult spjald: Edon Osmani (Keflavík)
FHingar alveg brjálaðir og vilja aukaspyrnu en Vilhjálmur dæmir bara innkast. Verður svo smá kítingur þar sem Osmani prjónar greinilega aðeins yfir sig.
91. mín
Uppbótartíminn eru heilar 6 mínútur.
89. mín
Gott langt innkast frá FH skapar smá hættu en Lennon tekur skotið sem fer framhjá.
85. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík)
Nýkominn inná og minnkar muninn!! Keflavík tekur aukspyrnu frá miðlínu inn í teig þar sem verður til smá darraðardans og boltinn dettur fyrir Viktor á vítapunktinum þar sem hann hamrar boltanum í þaknetið með sinni fyrstu snertingu í leiknum!
85. mín
Inn:Guðjón Pétur Stefánsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
85. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Keflavík) Út:Marley Blair (Keflavík)
83. mín Gult spjald: Steven Lennon (FH)
Ljótt brot og Keflvíkingar vildu sjá annan lit. Lennon tekur skæristæklingu á Erni.
82. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
80. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Hörður verður að fara útaf.
80. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
79. mín
Hörður liggur enn og það virðist vera öxlin frekar en rifbeinin. Hann virkar alveg sárþjáður.
78. mín
Hörður Ingi þarfnast aðhlynningar, heldur um rifbeinin.
76. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Kjartani er klappað vel
75. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Daníel Gylfason (Keflavík)
74. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
72. mín
Eggert nær skalla úr horninu en beint á Rosenörn.
72. mín
Vuk með virkilega flott hlaup upp vinstri kantinn og vinnur horn
69. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
66. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (FH) Út:Davíð Snær Jóhannsson (FH)
63. mín
Alvöru stemning í stúkunni og FHingar taka víkingaklappið
62. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Keflavík)
FH ætlar að taka aukaspyrnu hratt og þá tekur Logi boltan af Erni. Ernir pirrast eithtvað við það og ýtir í bakið á honum.
57. mín
Marley Blair nálægt því að minnka muninn Keflavík setur langan bolta fram þar sem Marley Blair er fljótastur en það er lokað vel á hann þannig hann kemst ekki alveg einn á móti markmanni.

Blair gerir hinsvegar mjög vel og nær einhvervegin að setja boltan fyrir markið þannig að boltinn gæti rúllað inn en Eggert bjargar á línu
56. mín
Marley Blair tekur aukaspyrnu í fínu skotfæri fyrir Keflavík en skotið hans fer yfir markið.
55. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (FH)
52. mín MARK!
Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Þvílíka chippan! Edon Osmani ætlar að senda boltan til baka á markmann frá miðlínu en hittir engan vegin boltan þannig að þessi sending breytist í frábæra stungusendingu á Kjartan!

Rosenörn kemur þá út úr markinu til að mæta Kjartan en Kjartan tekur chippar boltanum bara yfir Rosenörn. Alvöru afgreiðsla!!
51. mín
Logi Hrafn tekur skot lengst fyrir utan teig. Það er fast en fer örugglega framhjá.
47. mín
Bæði Kjartan Henry og Eggert liggja núna eftir samstuð og heimamenn pirraðir að fá ekkert dæmt. Kjartan stendur upp en Eggert þarf aðhlynningu en virðist ætla halda leik áfram.
46. mín
Inn:Edon Osmani (Keflavík) Út:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
FH leiðir í hálfleik nokkuð verðskuldað en bæði lið hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Vonumst eftir betri færanýtingu í seinni hálfleikur.
45. mín Gult spjald: Jordan Smylie (Keflavík)
+1
45. mín
Einni mínútu bætt við
43. mín
Skrítin fyrirgjöf frá Daníel Gylfa nær einhvernegin að enda hjá Jordan Smylie sem tekur slakt skot úr góðu færi beint á Sindra.
39. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
Frábært spil hjá FH Úlfur setur virkilega flotta hælsendingu í gegn fyrir Vuk upp hægri kantinn. Úlfur tekur svo hlaupið inn í teig þar sem Vuk finnut hann í lappir. Úlfur klárar svo mjög vel.

Frábær tenging þarna á milli!
33. mín
Dauðafæri hjá Kjartani Henry! Úlfur setur góðan bolta í gegn þar sem Kjartan gerir mjög vel í að halda sér réttstæðum. Hann er þá sloppinn einn gegn markmanni og á gott skot en Rosenörn ver virkilega vel í stöng og nær svo að handsama boltan.
30. mín
Skrýtin fyrirgjöf frá Nacho endar eiginlega að verða skot sem Sindri þarf að eiga sig allan við að blaka boltanum útaf í horn.

Ekkert kom úr horninu.
24. mín
Vuk klúðrar einn á móti markmanni Boltinn kemur fram eftir hornspyrnu frá Keflavík og Sindri Þór kiksar boltanum þannig að Vuk er sloppinn einn í gegn.

Hann þarf samt að hlaupa frá miðlínu og þegar hann kemur að vítateignum nær Rosenörn að loka vel þannig að Vuk skýtur í hann.
22. mín
Smiley hársbreidd frá því að skora! Stungusendingin kemur í gegn og Hatakka er gjörsamlega sofandi og leyfir boltanum að fara framhjá sér. Smiley hleypur þá með boltan í átt að markinu og tekur þrumuskort sem er meistaralega varið af Sindra.
18. mín
Lítið um færi síðustu mínúturnar. Hörður Ingi kom með langt innkast sem var skallað aftur til hans, svo kom fyrirgjöfin sem endaði í markspyrnu.
10. mín
FH heldur áfram að sækja og í þetta skipti kemur boltinn inn í teig frá Ólafi á vinstri kantinum. Þá fær Kjartan Henry boltan í miðjum teignum en skotið er varið.
9. mín
Hörður setur góðan bolta inn í teig og Úlfur tekur boltan niður. Hann er í góðu færi en er of lengi að athafna sig þannig að Keflavík stelur boltanum af honum
8. mín
Uppstilling Keflavíkur Rosenörn
Oleksii - Magnús - Gunnlaugur - Nacho
Sindri Snær - Ernir - Daníel
Sindri Þór - Smiley - Blair
4. mín
FH vill fá víti Kjartan Kári prjónar sig upp hægri kantinn og á svo skot sem fer í varnarmann. Heimamenn eru alveg brjálaðir og vilja fá hendi víti en Vilhjálmur gefur til kynna að hann hafi verið með hendina við síðuna og því ekki brotlegt.
3. mín
Uppstilling FH Sindri
Hörður - Eggert - Hatakka - Ólafur
Kjartan Kári - Logi - Davíð -Vuk
Úlfur - Kjartan Henry
2. mín
Logi Hrafn vinnur boltan af Keflvíkingum og brunar af stað og mundar skotfótinn. Skotið hans fer af varnarmanni og ratar til Kjartans sem á svo líka skoti í varnarmann.

Kröftug byrjun hjá heimamönnum.
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjámur flautar leikinn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin! Heimir Guðjónsson leikmaður FH gerir 2 breytingar á liði sínu. Björn Daníel meiddist í síðasta leik og er því ekki með, á meðan Finnur Orri Margeirsson fær sér sæti á bekknum. Kjartan Henry Finnbogason og Logi Hrafn Róbertsson koma inn fyrir þá.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur gerir heilar 4 breytingar á sínu liði þar sem Magnús Þór Magnússon, Daníel Gylfason, Ernir Bjarnason og Oleksii Kovtun koma allir inn í byrjunarliðið á kostnað Dags Inga Valsson, Guðjóni Pétri Stefánssonar, Sami Kamel og Frans Elvarssonar.
Kjartan Henry er í byrjunarliðinu
Fyrir leik
Dómari leiksins Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari þessa leiks og honum til aðstoðar verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson.

Eftirlitsmaður er Sigurður Hannesson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson
Fyrir leik
Keflvíkingar hafa átt erfitt með markaskorun Keflavík mætir í Hafnarfjörðinn í kvöld með 4 stig í 9. sæti deildarinnar. Þeir hafa ekki skorað mikið af mörkum en þeir eru með 4 mörk í fyrstu 5 leikjum tímabilsins. Þá hafa þeir fengið 10 mörk á sig.

Leikir Keflavíkur í deildinni hingað til:

Fylkir 1-2 Keflavík
Keflavík 0-2 KR
KA 0-0 Keflavík
Keflavík 1-3 ÍBV
Víkingur 4-1 Keflavík

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Fyrir leik
Fyrsti leikurinn á Kaplakrika FH hefur spilað síðustu heimaleiki sína á Miðvelli en þetta verður fyrsti leikur þeirra á aðalheimavelli sínum í Kaplakrika. FH hefur náð í báða sína sigra á heimavelli og vonast þeir væntanlega eftir að þeir geta haldið uppteknum hætti á Kaplakrikavelli.

Hópurinn hjá FH er aðeins þunnskipaður þar sem nokkrir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. jóst er að Björn Daníel Sverrisson verður ekki með FH eftir að hafa meiðst í tapi gegn KA á Akureyri í síðustu umferð. Þá eru Logi Hrafn, Kjartan Henry og Eggert Gunnþór tæpir.

Leikir FH í deildinni hingað til:

Fram 2-2 FH
FH 1-0 Stjarnan
Fylkir 4-2 FH
FH 3-0 KR
KA 4-2 FH
Björn Daníel Sverrisson
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign FH og Keflavíkur í Bestu deild karla.

Leikurinn verður spilaður á Kaplakrikavelli og hefst klukkan 19:15
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
9. Daníel Gylfason ('75)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('46)
18. Ernir Bjarnason ('85)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
50. Oleksii Kovtun
86. Marley Blair ('85)
89. Jordan Smylie

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
2. Gabríel Máni Sævarsson
3. Axel Ingi Jóhannesson
7. Viktor Andri Hafþórsson ('85)
14. Guðjón Pétur Stefánsson ('85)
19. Edon Osmani ('46)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('75)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Stefán Bjarki Sturluson
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Jordan Smylie ('45)
Ernir Bjarnason ('62)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('69)
Edon Osmani ('94)

Rauð spjöld: