Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Lengjudeild karla
Njarðvík
14:00 0
0
Grindavík
Lengjudeild karla
ÍR
14:00 0
0
Fylkir
Lengjudeild karla
Þróttur R.
14:00 0
0
Þór
Lengjudeild karla
Völsungur
14:00 0
0
HK
Lengjudeild karla
Fjölnir
14:00 0
0
Leiknir R.
Lengjudeild karla
Selfoss
14:00 0
0
Keflavík
FH
0
0
Þróttur R.
26.06.2023  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sólin lætur sjá sig og viðrar vel til knattspyrnu
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Íris Dögg Gunnarsdóttir
Byrjunarlið:
Shaina Faiena Ashouri
Aldís Guðlaugsdóttir
2. Birna Kristín Björnsdóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('81)
11. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir
14. Mackenzie Marie George
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('63)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('63)
20. Heidi Samaja Giles
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('72)
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('81)
6. Hildur María Jónasdóttir
7. Berglind Þrastardóttir ('63)
18. Sara Montoro
21. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir ('72)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir
36. Harpa Helgadóttir
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Karen Tinna Demian

Gul spjöld:
Erla Sól Vigfúsdóttir ('82)
Guðni Eiríksson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Búið!

Liðin skilja jöfn markalaus.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Þróttur að reyna læða Kötlu í gegn en Arna sér við henni.
92. mín
Shaina Ashouri með fínan sprett og endar svo hjá Sunnevu Hrönn sem á skot yfir markið.
91. mín
Uppbótartíminn eru 4 mín.
91. mín Gult spjald: Guðni Eiríksson (FH)
Ekki verið sáttur með margar ákvarðanir í dag og fær spjald.
90. mín
Nú fer hiver að verða síðust til þess að verða hetjan í þessum leik. Síðasta mínúta venjulegs leiktíma að renna sitt skeið.
87. mín
ÍRIS DÖGG!! STÓRKOSTLEG VARSLA!!!

Íris Dögg ver frábærlega frá Shaina Ashouri!! FH keyra upp vinsti vænginn og leggja boltann inn í teig þar sem Shaina mætir og æltar að leggja boltann framhjá Írisi Dögg en stórkostleg varsla!

Langbesta færi leiksins!
83. mín
Sæunn með skallan en nær ekki að koma honum á markið, Heidi bjargaði.
82. mín Gult spjald: Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
Ekki lengi að sækja sér spjald.
81. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
80. mín
Sæunn með aukaspyrnu fyrir Þrótt inn á teig FH og skalli rétt yfir markið. Sá ekki hver átti skallann en hann fór rétt yfir markið.
76. mín
Inn:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
74. mín
Þróttur að ná að spila sig í gegn en flaggið á loft.
72. mín
Inn:Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (FH) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
Hildigunnur Ýr var virkilega öflug í fyrri hálfleik en dregið svolítið af henni í þeim síðari.
68. mín
Ekki alveg sama teigana á milli stemning og í fyrri hálfleik en bæði lið eru mjög þétt tilbaka.
63. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
63. mín
Inn:Berglind Þrastardóttir (FH) Út:Esther Rós Arnarsdóttir (FH)
60. mín
Inn:Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Sierra Marie Lelii (Þróttur R.)
60. mín
Inn:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
58. mín
Shaina Ashouri með fínan sprett og skot sem Þróttur nær að henda sér fyrir í horn.
54. mín
Valgerður Ósk með tilraun en beint á Írisi Dögg.
53. mín
FH aðeins að ógna marki Þróttar þessa stundina.
49. mín
Heidi ísköld aftast hjá FH og ekkert stress á okkar konu sem tekur Kötlu á og spilar sig úr vandræðum.
46. mín
Við erum farin af stað aftur.

FH byrjar síðari.
45. mín
Búningaskipti í hálfleik hjá Þrótti Miklu betra svona! Þróttur komnar úr sínum ljósbláu varabúningum og farnar í sinn hefðbundna aðalbúning.
45. mín
Hálfleikur
Liðin skilja jöfn í hálfleik.

Fínasti fyrri hálfleikur en okkur vantar enn mörk.

Tökum okkur stutta pásu og mætum svo vonandi í einhver mörk í síðari hálfleik.
44. mín
Arna og Heidi verið virkilega öflugar aftast hjá FH. Birna Kristín líka verið mjög góð.
43. mín
Leikurinn er endana á milli.

Þróttur í hörku færi hinumeginn en varnarmenn FH verjast frábærlega.
42. mín
FH að komast í hættulegar stöður en full ragar að skjóta fyrir minn smekk. Margrét Brynja lætur loks vaða en skotið er laust og Íris Dögg ver nokkuð þægilega.
38. mín
Frábær hornspyrna og Tanya Laryssa grunsamlega frí á fjærstöng en skotið í hliðarnetið!
37. mín
Freyja Karín fær sendingu inn á teiginn en nær ekki að koma boltanum á markið en vinnur horn.
35. mín
Hörku barátta í báðum liðum og ekkert gefið eftir þegar þegar það er laus bolti.
33. mín
Mackenzie Marie þrædd á milli hafsenta FH en FH gerðu vel með að loka svæðinu og þrengja færið sem gerði Aldísi svo auðvelt fyrir þegar skotið kom.
29. mín
Katherine Cousins með hörku tækni og virkilega skemmtilegt að fylgjast með henni þegar hún kemst á ferðina.
26. mín
Sierra Marie með skalla en hættulítið framhjá markinu.
24. mín
Margrét Brynja með góða skottilraun en beint á Írisi Dögg sem ver.
22. mín
Fín hornspyrna sem dettur fyrir Valgerði Ósk en hún hittir ekki boltann og Þróttur nær að koma boltanum frá.
22. mín
FH að ógna marki Þróttara og Margrét Brynja vinnur horn.
20. mín
FH komast þrjár á þrjár en Þróttarar ná að loka á allar aðgerðir.
15. mín
Sierra Marie með frábært skot en Aldís með enn betri vörslu!
15. mín
Freyja Karín fellur í teignum og Þróttarar vilja fá eitthvað fyrir það en ekkert dæmt.
13. mín
Hildigunnur Ýr verið frísk þessar fyrstu mínútur og óhrædd við að reyna keyra bara á Þróttarana.
10. mín
Katla er þrædd í gegn en flaggið á loft.
9. mín
FH sækir upp vinst vængin og á sendingu fyrir markið þar sem Esther Rós fellur við í teignum og einhverjir vilja víti en Aðalbjörn er ekki sammála.
6. mín
FH með flott spil en skotið frá Esther Rós framhjá markinu.
4. mín
Aldís kýlir boltann burt úr horninu.
3. mín
Katla gerir vel að vinna boltann af Sóley Maríu en Sóley María vinnur vel tilbaka og kemur boltanum í horn.
1. mín
Þróttur byrjar með boltann
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Aníta Lísa Svansdóttir, þjálfari Fram er spámaður umferðarinnar að þessu sinni.

FH 1 – 1 Þróttur
Þetta verður svakalegur leikur! Gæti trúað að þetta verði skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Bæði lið með mikil gæði og hraða innan sín liðs og einstaklega skemmtilega leikmenn sem hafa verið að blómstra í sumar. Þróttur kemst yfir 0-1 í fyrri hálfleik en svo kemur Sara Montoro inn á og jafnar leikinn fyrir FH. 1-1 niðurstaðan í jöfnum en hröðum og skemmtilegum fótboltaleik.


Fyrir leik
Dómarateymið Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson heldur utan um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Smári Stefánsson og Brynjar Þór Elvarsson.
Óli Njáll Ingólfsson verður til taks ef eitthvað útaf bregður og stýrimaður skiptinga.
Skúli Freyr Brynjólfsson er eftirlitsdómari.


Fyrir leik
FH FH hafa komið hvað mest á óvart í sumar og spilað frábæran bolta. Það voru ekki margir sem bjuggust við miklu frá nýliðunum í sumar en þær hafa heldur betur mætt með stormi og hafa unnið síðustu 4 leiki sína í röð gegn Þór/KA, Selfoss, Stjörnunni og ÍBV.
FH mæta því fullar sjálfstrausts í þennan leik.

FH sitja í 4.sæti deildarinnar mep 16 stig og hafa skorað 15 mörk sem hafa raðast niður á:

Shaina Faiena Ashouri - 4 Mörk
Mackenzie Marie George - 2 Mörk
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - 2 Mörk
Esther Rós Arnarsdóttir - 2 Mörk
Sara Montoro - 2 Mörk
Valgerður Ósk Valsdóttir - 1 Mark
Arna Eiríksdóttir - 1 Mark


Fyrir leik
Þróttur R. Þróttarar hafa farið ágætlega af stað og geta með sigri í kvöld nálgast toppsætin en ef þær sigra eru þær einungis 3 stigum frá toppliðum Breiðabliks og Vals.
Þróttur hefur verið að misstíga sig í síðustu leikjum en sárt tap gegn Keflavík og svekkjandi jafntefli gegn Breiðablik eru síðustu tveir leikir liðsins og liðið því klárlega staðráðið í því að rétta sig af og komast aftur á sigurbraut í kvöld.

Þróttur er með 14 stig í 5.sæti deildarinnar og hafa skorað 16 mörk í deildinni til þessa og hafa mörkin raðast niður á:

Tanya Laryssa Boychuk - 5 Mörk
Freyja Katrín Þorvarðardóttir - 3 Mörk
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 2 Mörk
Sæunn Björnsdóttir - 2 Mörk
Katla Tryggvadóttir - 2 Mörk
Ísabella Anna Húbertsdóttir - 1 Mark
Sierra Marie Lelii - 1 Mark


Fyrir leik
Besta deildin til þessa Besta deild kvenna hefur farið virkilega vel af stað og deildin sjaldan verið jafnari en í sumar á báðum endum töflunnar.
Stóru tíðindi umferðarinnar eru líklega sætaskiptin á toppi deildarinnar en það er þó fullt eftir og allt opið.

Staðan í deildinni lítur svona út fyrir lokaleiki 10.umferðar:

1.Breiðablik - 20 stig
2.Valur - 20 stig
3.Þór/KA - 16 stig
4.FH - 16 stig
5.Þróttur R. - 14 stig

6.Stjarnan - 12 stig
----------------
7.Keflavík - 12 stig
8.Tindastóll - 8 stig
9.ÍBV - 7 stig
10.Selfoss - 7 stig


Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og Þróttar á Kaplakrikavelli í 10.umferð bestu deildar kvenna.


Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Freyja Karín Þorvarðardóttir ('60)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Kate Cousins
12. Tanya Laryssa Boychuk
14. Sierra Marie Lelii ('60)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('76)
17. Katla Tryggvadóttir
22. Mikenna McManus
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
11. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('60)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('76)
23. Sæunn Björnsdóttir ('60)
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Ben Chapman

Gul spjöld:

Rauð spjöld: