Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Telja sig geta fengið Grealish á lægra verði - Man Utd í baráttuna um Wharton
Powerade
Everton vill fá Grealish á lægra verði
Everton vill fá Grealish á lægra verði
Mynd: Everton
Adam Wharton er eftirsóttur
Adam Wharton er eftirsóttur
Mynd: EPA
Þá er komið að Powerade-slúðurpakka dagsins en það er margt bitastætt að þessu sinni.

Everton er vongott um að geta keypt Jack Grealish (30) frá Man City á lægra verði en um var samið. Hann er á láni hjá Everton og er með 50 milljóna punda kaupákvæði. (Telegraph)

Manchester United er eitt af þeim félögum sem eru að íhuga að sækja enska miðjumanninn Adam Wharton (21) frá Crystal Palace í janúar. Liverpool og Chelsea hafa einnig áhuga. (Caught Offside)

Chelsea reyndi að fá Mohammed Kudus (25) áður en hann gekk í raðir Tottenham frá West Ham í sumar, en félagið bauð Hömrunum pening plús leikmann í skiptum, sem West Ham hafnaði. (Fabrizio Romano)

Nottingham Forest er skylt að kaupa brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) frá Juventus fyrir 21,6 milljón punda ef hann spilar 45 mínútur í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu. (Gazzetta dello Sport)

Liverpool og Man Utd fylgjast náið með Jorthy Mokio (17), leikmanni Ajax. Hann hefur þegar spilað sinn fyrsta A-landsleik með Belgíu og getur spilað sem miðvörður og á miðsvæðinu. (Teamtalk)

Borussia Dortmund gæti reynt að kaupa argentínska varnarmanninn Aaron Anselmino (20) ef hann stendur sig hjá félaginu, en hann er á láni frá Chelsea. (Bild)

Sam Mather (21), leikmaður Manchester United, er í viðræðum við tyrkneska félagið Kayserispor. (MEN)

Chelsea, Everton og Brighton spurðust öll fyrir um Marc Bernal (18), leikmann Barcelona, í sumar. (Mundo Deportivo)

Chelsea hefur áhuga á því að fá Kenan Yildiz (20), framherja Juventus, en það mun þurfa að greiða 86 milljónir punda til að landa honum. (Fichajes)

Fulham ætlar að reyna selja velska vængmanninn Harry Wilson (28) í janúar í stað þess að eiga í hættu á að missa hann frítt næsta sumar. (Fooball Insider)

Ross Wilson, yfirmaður fótboltamála hjá Nottingham Forest, mun segja starfi sínu lausu æa næstunni og taka við stöðu yfirmanns íþróttmála hjá Newcastle United. (The I Paper)
Athugasemdir
banner