Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
Víkingur R.
Besta-deild karla
Valur
19:15 0
0
KR
Ísland U19
0
0
Grikkland U19
10.07.2023  -  19:00
Tony Bezzina Stadium, Paola
Evrópumót U19 landsliða
Dómari: Sven Jablonski (Þýskaland)
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
2. Hlynur Freyr Karlsson ('65)
4. Logi Hrafn Róbertsson
6. Sigurbergur Áki Jörundsson
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('58)
9. Adolf Daði Birgisson ('58)
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('66)
14. Daníel Freyr Kristjánsson
18. Arnar Daníel Aðalsteinsson
19. Ágúst Orri Þorsteinsson ('78)

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
21. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Arnar Númi Gíslason
5. Þorsteinn Aron Antonsson
8. Gísli Gottskálk Þórðarson ('58)
11. Galdur Guðmundsson
13. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('65)
16. Róbert Frosti Þorkelsson ('58)
17. Haukur Andri Haraldsson ('66)
20. Benóný Breki Andrésson ('78)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)

Gul spjöld:
Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('42)
Benóný Breki Andrésson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Við erum úr leik 0-0 er niðurstaðan og ég trúi ekki öðru en að íslensku strákarnir séu hundsvekktir að vinna ekki þennan leik, það hefði ekki skipt máli en kudos á okkar stráka þar sem þeir voru MARGFALT betra liðið í þessum leik og það var einungis eitt landslið sem mætti inn á völlinn í dag og reyndi að spila alvöru fótbolta.

Flott mót hjá okkar strákum, framtíðin er svo sannarlega björt! Áfram Ísland.
Arnar Laufdal Arnarsson
94. mín
Róbert Frosti með góða skottilraun sem fer rétt framhjá markinu

Spánn - Noregur endaði 0-0 ...
Arnar Laufdal Arnarsson
92. mín
Gísli Gotti....

Fyrirgjöf frá Jóhannesi sem fer í gegnum allann pakkann, Gísli fær boltann, snýr baki í markið og reynir skot sem fer af varnarmanni og í lúkurnar á markanni Grikkja
Arnar Laufdal Arnarsson
90. mín
+5 í uppbót
Arnar Laufdal Arnarsson
89. mín
Þetta er að fjara út....

Spánn - Noregur ennþá 0-0 ..
Arnar Laufdal Arnarsson
88. mín Gult spjald: Nikolaos Spyrakos (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
88. mín Gult spjald: Benóný Breki Andrésson (Ísland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
87. mín Gult spjald: Dimitrios Kottas (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
85. mín
Hornspyrnan tekin stutt og svo sending á D-bogann þar sem að Jóhannes Kristinn fær galopið skot en skotið er glatað, skýtur í sjálfan sig og endar í höndunum á Monastirlis í markinu
Arnar Laufdal Arnarsson
84. mín
Inn:Alexios Gkolfinos (Grikkland U19) Út:Stefanos Tzimas (Grikkland U19)
Stefanos Tzimas sýndi á köflum að hann er alvöru player
Arnar Laufdal Arnarsson
84. mín
Inn:Dimitrios Kottas (Grikkland U19) Út:Zisis Tsikos (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
83. mín
Hornspyrna fyrir íslenska liðið
Arnar Laufdal Arnarsson
81. mín
Jablonski dómari með frekar skrýtinn dóm á Róbert Frosta sem var að vinna sig framfyrir varnarmann Grikkja þegar hann er felldur niður rétt fyrir utan teiginn en Róbert er óvænt dæmdur brotlegur..
Arnar Laufdal Arnarsson
78. mín
Jóhannes Kristinn með geggjaðan bolta inn á teig, á fjærsvæðið en þar vantar bara bláar treyjur....
Arnar Laufdal Arnarsson
78. mín
Inn:Benóný Breki Andrésson (Ísland U19) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
74. mín
Inn:Anastasios Symeonidis (Grikkland U19) Út:Evangelos Nikolaou (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
74. mín
Inn:Charalampos Georgiadis (Grikkland U19) Út:Georgios Kyriopoulos (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
72. mín
NEIII ÉG SÁ ÞENNAN INNI !!!

Jóhannes Kristinn kemur inn á völlinn og leggur boltann á Daníel Frey sem er dauðafrír inn í D-boganum og á fast skot með vinstri í nærhornið en réééétt framhjá fór boltinn, lýgilega nálægt því að skora þarna
Arnar Laufdal Arnarsson
70. mín
Róbert Þorkelsson reynir skot fyrir utan teig en skotið er framhjá markinu

Monastirlis í markinu ekki haft mikið að gera þrátt fyrir mikla yfirburði Íslands milli teiganna
Arnar Laufdal Arnarsson
68. mín
Ísland að koma sér í mjög góða stöðu inn á teig þar sem að Ágúst Orri tekur ekki nægilega vel á móti boltanum og neyðist til að gefa á Róbert Frosta sem missir svo boltann

Þetta var mjög ákjósanleg staða sem við þurfum að nýta!
Arnar Laufdal Arnarsson
66. mín
Inn:Lampros Smyrlis (Grikkland U19) Út:Konstantinos Gkoumas (Grikkland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
66. mín
Inn:Haukur Andri Haraldsson (Ísland U19) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Ísland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
65. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U19) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Ísland U19)
Nú koma alvöru fyrirgjafir!! Ekki það reyndar að Hlynur hefur verið að koma með flotta bolta inn á teig
Arnar Laufdal Arnarsson
64. mín
Spánverjar sem þurfa að skora gegn Noregi eru ekki að ná að koma boltanum í netið þrátt fyrir að vera búnir að vera mikið mikið betri í seinni hálfleiknum

Þurfum spænskt mark þar takk
Arnar Laufdal Arnarsson
60. mín
ÁGÚST ORRI!!!

Frábær sókn hjá Íslandi þar sem að Daníel Freyr lyftir boltanum á fjærsvæðið og þar kemur Ágúst á mikilli ferð og ætlar að reyna sparka boltanum í netið og fer af honum og þaðan út af og Ágúst meiðir sig svo við fallið eftir samstuð við Grikkja

Þarna hefði Ágúst bara átt að setja hausinn í þetta þá væri 1-0 Ísland
Arnar Laufdal Arnarsson
59. mín
Íslenska liðið rænt hornspyrnu af AD1

Agalegur dómur sem fór augljóslega af Grikkja, líka beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum
Arnar Laufdal Arnarsson
58. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U19) Út:Adolf Daði Birgisson (Ísland U19)
Arnar Laufdal Arnarsson
58. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Ísland U19) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Ísland U19)
Skynsöm skipting, Bjarni á gulu spjaldi og fékk auðvitað rautt spjald gegn Spánverjum
Arnar Laufdal Arnarsson
56. mín
Ja hérna hér, Grikkir svo nálægt því að skora

Aukaspyrna á fjær þar sem að boltinn er skallaður þvert fyrir markið þar sem að einum Grikkjanum vantaði bara nokkra sentimetra í viðbbót til þess að stanga boltann í autt markið
Arnar Laufdal Arnarsson
53. mín Gult spjald: Zisis Tsikos (Grikkland U19)
Tsikos að fá yellow, lítur út fyrir að vera 29 frekar en 19
Arnar Laufdal Arnarsson
51. mín
Hornspyrnan er inn á miðjan teiginn og Adolf Daði fellur við í teignum og vill fá vítapsyrnu en Grikkir skalla aftur í horn

Sú hornspyrna var á nærsvæðið og Grikkir skalla aftur frá og losa pressuna
Arnar Laufdal Arnarsson
50. mín
Eggert reynir bara skotið en boltinn fer í vegginn og þaðan í hornspyrnu

Koma svo nýta þessi föstu leikatriði
Arnar Laufdal Arnarsson
49. mín
Ísland fær aukapsyrnu á hættulegum stað, meiri fyrirgjafastaða frekar en tækifæri á skoti
Arnar Laufdal Arnarsson
47. mín
NEIII MARK TEKIÐ AF ÍSLANDI Langur bolti inn fyrir vörn Grikkja og Eggert tekur vel á móti boltanum og á skot í markmann Grikkja og er svo óheppinn að fá boltann aftur í höndina áður en hann skorar í autt markið

Því miður hárréttur dómur hjá Jablonski dómara leiksins sem hefur verið mjög flottur í þessum leik
Arnar Laufdal Arnarsson
46. mín
Seinni er farinn af stað! KOMA SVO!!!!
Arnar Laufdal Arnarsson
45. mín
Hálfleikur
Staðan er einnig markalaus hjá Spáni og Noregi í hálfleik. Við þurfum mörk í báða leiki á þessum seinni 45 mínútum.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleikurinn að baki. Við þurfum meiri kraft og meira flæði í þetta, við þurfum að fá Eggert meira á boltann. Við þurfum að fara að skapa okkur færi.

Við komum aftur eftir korter.
45. mín
Hlynur kemur boltanum frá og svo grípur Lúkas hann.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við Grikkir eru að fara að taka hornspyrnu.
44. mín
Nikolaou með skot fyrir utan teig sem fer yfir. Aldrei hætta.
42. mín Gult spjald: Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Ísland U19)
Bjarni búinn að vera óheppinn með gul spjöld á þessu móti. Þetta var alveg gríðarlega 'soft'.
40. mín Gult spjald: Konstantinos Gkoumas (Grikkland U19)
Fyrir að koma í veg fyrir að aukaspyrna yrði tekin fljótt.
40. mín
Bjarni Guðjón!!! Grikkir að komast í dauðafæri en Bjarni Guðjón bjargar stórkostlega. Frábærlega gert hjá honum.
39. mín
Það heyrist vel í Vöndu, formanni KSÍ, í stúkunni. Hún styður vel við bakið á liðinu.
38. mín
Hættulegt!!! Besta færi Íslands til þessa!

Hlynur Freyr með stórgóða fyrirgjöf sem ratar á Ágúst en hann nær ekki að halda skallatilrauninni niðri. Þetta var frábært tækifæri til að skora.

Ágúst vildi fá brot fyrir bakhrindingu en ég sá þetta ekki almennilega.

36. mín
Eggert Aron í frábæru skallafæri en boltinn var farinn aftur fyrir endamörk. Hann skoraði en markið stendur ekki.
32. mín
Ótrúlegt að sjá Grikkirnir vinna boltann á stórhættulegum stað en þeir gera ekki neitt þar sem þeir sækja bara á tveimur mönnum. Það er búið að berja úr þeim allan kjark í þessum fyrstu tveimur leikjum á mótinu.
31. mín
Við höfum ekki náð að reyna neitt á markvörð Grikkja og það eru vonbrigði.
30. mín
Darraðadans á teignum og Grikkir ná svo að koma boltanum frá.
30. mín
Ísland fær aukaspyrnu á fínum stað fyrir fyrirgjöf. Eggert Aron tekur.

29. mín
Staðan er enn markalaus hjá Spáni og Noregi eftir hálftíma leik þar. Spánverjarnir eru að hvíla lykilmenn sína en eru samt líklegri aðilinn.
28. mín
Það er eins og Grikkirnir séu að spila upp á að komast áfram. Þegar þeir sækja, þá sækja þeir í mesta lagi á þremur mönnum. Þetta er mjög furðulegt.
27. mín
Tzimas valsar upp völlinn og var að koma sér í ágætis fyrirgjafarstöðu en þá missir hann boltann aftur fyrir endamörk.
26. mín
Grikkirnir eru að verjast aftarlega í fimm manna varnarlínu og eru að gefa fá færi á sér.
24. mín
Eitt er víst, við Íslendingar eigum stúkuna. Það er engin samkeppni þar.
19. mín
Pressan er að verða meiri fyrir íslenska liðið. Þessi gríska vörn hefur verið alveg hræðileg á mótinu og við þurfum að fara að opna hana.
18. mín
Daníel Freyr reynir skot en grískur varnarmaður kemst fyrir það.
16. mín
Sigurbergur Áki fær þungt högg á mjóbakið og þarf að fá aðhlynningu. Vonandi getur hann haldið leik áfram.
15. mín Gult spjald: Stefanos Tzimas (Grikkland U19)
Tzimas búinn að vera pirraður í upphafi leiks og fær hér gult spjald.
15. mín
VÍTI????? Sigurbergur Áki með geggjaðan sprett inn á teiginn og hann vill fá víti. Mér fannst vera sterkt lykt af þessu en dómarinn frá Þýskalandi dæmir bara markspyrnu.

12. mín
Þetta hefur verið rólegt. Ísland er að stjórna ferðinni með boltann en hefur ekki enn tekist að skapa sér færi.
9. mín
Staðan er enn markalaus hjá Spáni og Noregi. Sá leikur er á þjóðarleikvangnum í Ta' Qali.
7. mín
Hlynur Freyr með skot af löngu færi. Ekki galin tilraun en hún fer yfir markið.
5. mín
Úffff Grikkirnir komnir í dauðafæri en Lúkas kemur út og notar sitt stóra vænghaf til að loka. Þarna sváfum við aðeins á verðinum en Lúkas bjargar því að okkur sé refsað fyrir það.
4. mín
Aukaspyrnan dettur á hættulegan stað en endar aftur fyrir endamörkum.
3. mín
Litli Messi (Eggert Aron) heldur uppteknum hætti. Leikur á varnarmenn Grikklands og sækir aukaspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Upphitun er lokið, veislan er hafin! ÁFRAM ÍSLAND!!!
Fyrir leik
Bjarni Guðjón snýr aftur eftir leikbann Miðjumaðurinn frá Akureyri var í banni í síðasta leik.

Fyrir leik
Tveir snúa aftur í liðið

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, gerir tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Grikklandi í kvöld.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Noreg á föstudag og frá þeim leik koma þeir Guðmundur Baldvin Nökkvason og Bjarni Guðjón Brynjólfsson inn í liðið.

Þeir Gísli Gottskálk Þórðarson og Róbert Frosti Þorkelsson taka sér sæti á bekknum. Þar er einnig Þorsteinn Aron Antonsson sem meiddist í fyrsta leik gegn Spáni og lék ekki með gegn Noregi.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Báðir leikirnir í riðlinum eru á sama tíma. Við munum því líka fjalla um það hvernig staðan verður í leik Spánar og Noregs í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Sá sem þarf að varast í gríska liðinu Verðmætasti og yngsti leikmaðurinn í hópi Grikklands á þessu móti er Stefanos Tzimas, fæddur 2006, en hann leikur fyrir PAOK og er hann því liðsfélagi Sverris Inga Ingasonar. Hann er nú þegar búinn að spila sjö leiki fyrir aðallið PAOK og skorað eitt mark en hann hefur líka verið einmitt heitur fyrir U19 ára landslið Grikkja.

Fyrir leik
Þetta mark verður aldrei þreytt Íslenska liðið var sex mínútum frá því að falla úr leik í síðustu viku, en Eggert Aron Guðmundsson skoraði mark sem kom í veg fyrir það. Markið er það besta á mótinu til þessa, og það verður betra með hverju áhorfi.

Fyrir leik
Grikkir hafa átt verulega slæmt mót Grikkland hefur litið skelfilega út á þessu móti. Liðið er búið að lenda 3-0 undir eftir 17 mínútur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Noregi og Spáni, og varnarleikur liðsins hefur verið algjörlega skelfilegur. Liðið á ekki möguleika á því að komast áfram fyrir leik kvöldsins.

Það er þó ekkert vanmat hjá okkar mönnum.

"Þetta hafa verið skrítnir leikir hjá þeim. Þeir fengu á sig eitt mark í milliriðlinum og voru þétt lið, öflugt varnarlega. Þeir hafa lent í basli í byrjun leikja, og sérstaklega í Noregsleiknum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir. Grikkir væru ekki hérna ef þeir væru ekki góðir í fótbolta, þeir eru mjög öflugt lið og við verðum að eiga okkar allra besta leik," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Íslands, fyrir leik kvöldsins.

Fyrir leik
Viðtöl frá því í gær Íslenska liðið æfði í hitanum á Möltu í gær. Undirritaður tók þrjú viðtöl en hér fyrir neðan eru tenglar á þau.

Ólafur Ingi: Mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi
Róbert Frosti léttur: Búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag
Jói Bjarna: Ég gjörsamlega skóla þá í FIFA


Róbert Frosti Þorkelsson.
Fyrir leik
Það sem þarf að gerast í kvöld Í kvöld þarf það fyrst og fremst að gerast að Ísland vinni Grikkland og að Spánn vinni Noreg. Það yrði samt að öllum líkindum ekki nóg ef Ísland vinnur með einu marki og ef Noregur vinnur með einu marki því Norðmenn hafa skorað mun fleiri mörk. En ef Noregur tapar með tveimur eða meira og Ísland vinnur með einu í kvöld þá fer Ísland áfram, eða ef Ísland vinnur með tveimur eða meira og Noregur tapar með einu þá fer Ísland áfram líka.

Þetta gæti ráðist á háttvísisstigum, sem sagt á gulum og rauðum spjöldum. Liðin þurfa þá að enda með sömu markatölu og sama fjölda stiga. Það gerist til dæmis ef Ísland vinnur 4-3 í kvöld og Noregur tapar 1-0. Eins og staðan er núna þá færi Noregur þá áfram með færri spjöld.

Sú hættulega staða er uppi að Spánn og Noregur verði bæði sátt með stigið. Spánn þarf bara eitt stig til að vinna riðilinn og Noregur þarf bara eitt stig til að fara áfram. Það er ekki góð staða fyrir okkur Íslendinga en vonandi gefa Spánverjar allt í sinn leik í kvöld. Báðir leikirnir fram fram á sama tíma og hefjast klukkan 21:00.

Ef Ísland fer áfram, þá er ljóst að liðið mun mæta Portúgal í undanúrslitum.

Fyrir leik
Staðan í riðlinum Svona er staðan fyrir leiki kvöldsins:
1. Spánn - 6 stig (7-1 í markatölu)
2. Noregur - 4 stig (6-5 í markatölu)
3. Ísland - 1 stig (2-3 í markatölu)
4. Grikkland - 0 stig (4-10 í markatölu)
Fyrir leik
Að duga eða drepast Það eru þrjú lið komin í undanúrslit á Evrópumóti U19 landsliða á Möltu. Ítalía tryggði sér sæti í undanúrslitunum með jafntefli gegn Póllandi í gær en þar áður voru Spánn og Portúgal búin að tryggja sér sæti á næsta stigi keppninnar.

Í kvöld kemur það svo í ljós hvert fjórða og síðasta liðið í undanúrslitin verður.

Það eru tvær þjóðir sem koma til greina: Ísland og Noregur.

Fyrir leik
Verið velkomin! Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Grikklands á Evrópumóti U19 landsliða á Möltu.

Byrjunarlið:
1. Dimitrios Monastirlis (m)
4. Athanasios Prodromitis
5. Dimitrios Keramitsis
6. Alexios Kalogeropoulos
7. Zisis Tsikos ('84)
8. Evangelos Nikolaou ('74)
9. Stefanos Tzimas ('84)
11. Georgios Kyriopoulos ('74)
17. Konstantinos Gkoumas ('66)
19. Nikolaos Spyrakos
20. Ioannis Apostolakis

Varamenn:
12. Nikolaos Botis (m)
2. Charalampos Georgiadis ('74)
3. Nikolaos Deligiannis
10. Lampros Smyrlis ('66)
14. Dimitrios Kottas ('84)
15. Christos Stavropoulos
16. Anastasios Symeonidis ('74)
18. Alexios Gkolfinos ('84)
21. Ioannis Gkitersos

Liðsstjórn:
Anastasios Theos (Þ)

Gul spjöld:
Stefanos Tzimas ('15)
Konstantinos Gkoumas ('40)
Zisis Tsikos ('53)
Dimitrios Kottas ('87)
Nikolaos Spyrakos ('88)

Rauð spjöld: