Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 09. júlí 2023 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Jói Bjarna: Ég gjörsamlega skóla þá í FIFA
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Jóhannes Kristinn Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagarnir í KR, Jóhannes og Benoný Breki Andrésson.
Liðsfélagarnir í KR, Jóhannes og Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mér fannst þetta sterkt stig. Við erum enn inni í keppninni," sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður U19 landslið Íslands, fyrir æfingu í dag. Hann var þar að tala um síðasta leik liðsins gegn Noregi sem endaði með 1-1 jafntefli.

Strákarnir spiluðu vel gegn Noregi og náðu að landa stigi þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði stórglæsilegt mark á lokamínútunum.

„Við spilum mjög vel og erum óheppnir með færin okkar, eigum að nýta þau betur. Við liggjum á þeim í endann og fáum svo mjög flott mark frá Eggerti. Við áttum allavega eitt stig skilið, ef ekki meira," sagði Jóhannes.

Markið heldur Íslandi á lífi í keppninni en á morgun spila strákarnir við Grikkland í leik sem þeir þurfa að vinna til að eiga möguleika á að fara áfram. Í gær fengu strákarnir frí til að hitta fjölskyldu sína.

„Það var mjög gott. Ég kíkti á fjölskylduna og það var fínt að fá að hvíla sig aðeins," sagði Jói en faðir hans er fyrrum landsliðsmaðurinn Bjarni Guðjónsson. Bjarni er mættur út til Möltu að styðja liðið og son sinn. „Við töluðum eiginlega ekkert um fótbolta í gær, vorum bara að slaka á og gera ekki neitt. Það var mikilvægt að hvíla sig aðeins og gera okkur tilbúna fyrir Grikkina."

Alltaf sama hugarfarið inn í alla leiki
Möguleikarnir á sigri á morgun eru góðir en Grikkirnar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.

„Ég fer alltaf inn í alla leiki og hef trú á því að ég geti unnið hann. Það er hugarfarið. Það væri mjög gott að komast í undanúrslit og fyrir okkur þá þurfum við að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að vinna okkar leik," sagði fjölhæfi miðjumaðurinn en það hefur verið skemmtilegt að taka þátt í stórmóti með þessu öfluga liði. Lífið innan sem utan vallar er skemmtilegt og það er góð stemning í hópnum.

„Þetta er heiður. Það er ótrúlega gaman að hitta strákana aftur og vera með þeim allan daginn. Ég hef til dæmis verið að skóla þá í FIFA á hótelinu. Það er fáránlegt hvað ég er góður í FIFA. Ég á að vera heimsmeistari í FIFA, þú getur spurt þá. Ég gjörsamlega skóla þá," sagði KR-ingurinn léttur að lokum en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner