Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 09. júlí 2023 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Róbert Frosti léttur: Búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Róbert Frosti á æfingu.
Róbert Frosti á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í leiknum gegn Noregi.
Í leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það var mjög gaman að byrja en leikurinn hjá mér var ekki nógu góður," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá liðinu í dag.

Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."

Strákarnir náðu jafntefli gegn Noregi og þar var það Eggert Aron Guðmundsson, liðsfélagi Róberts í Stjörnunni, sem skoraði jöfnunarmarkið. Markið kom seint en það var stórglæsilegt og er líklega mark mótsins til þessa.

„Það var mikilvægt að ná þessu jöfnunarmarki, geggjað mark," sagði Róbert.

„Eggert hefur ekki hætt að tala um þetta mark síðan hann skoraði það. Hann sýnir okkur oft myndband af þessu, búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag," sagði Róbert léttur.

Faðir Róberts er fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson, en hann talaði um það á dögunum að það væri mikilvægt að vera allavega með einn Leedsara í hópnum. Þeir eiga það sameiginlegt feðgarnir að halda með Leeds.

„Já, það er mikilvægt fyrir alla landsliðshópa að vera með Leedsara," sagði Róbert og tók undir með föður sínum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér á morgun þar sem Róbert Frosti talar líka um leikinn á móti Grikklandi á morgun, en strákarnir þurfa að vinna þann leik og treysta á það á sama tíma að Spánn vinni Noreg.
Máni stoltur af stráknum: Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner