Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 09. júlí 2023 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Róbert Frosti léttur: Búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Róbert Frosti á æfingu.
Róbert Frosti á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í leiknum gegn Noregi.
Í leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það var mjög gaman að byrja en leikurinn hjá mér var ekki nógu góður," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá liðinu í dag.

Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."

Strákarnir náðu jafntefli gegn Noregi og þar var það Eggert Aron Guðmundsson, liðsfélagi Róberts í Stjörnunni, sem skoraði jöfnunarmarkið. Markið kom seint en það var stórglæsilegt og er líklega mark mótsins til þessa.

„Það var mikilvægt að ná þessu jöfnunarmarki, geggjað mark," sagði Róbert.

„Eggert hefur ekki hætt að tala um þetta mark síðan hann skoraði það. Hann sýnir okkur oft myndband af þessu, búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag," sagði Róbert léttur.

Faðir Róberts er fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson, en hann talaði um það á dögunum að það væri mikilvægt að vera allavega með einn Leedsara í hópnum. Þeir eiga það sameiginlegt feðgarnir að halda með Leeds.

„Já, það er mikilvægt fyrir alla landsliðshópa að vera með Leedsara," sagði Róbert og tók undir með föður sínum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér á morgun þar sem Róbert Frosti talar líka um leikinn á móti Grikklandi á morgun, en strákarnir þurfa að vinna þann leik og treysta á það á sama tíma að Spánn vinni Noreg.
Máni stoltur af stráknum: Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu
Athugasemdir
banner
banner