Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
   sun 09. júlí 2023 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Róbert Frosti léttur: Búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Róbert Frosti á æfingu.
Róbert Frosti á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í leiknum gegn Noregi.
Í leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það var mjög gaman að byrja en leikurinn hjá mér var ekki nógu góður," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá liðinu í dag.

Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."

Strákarnir náðu jafntefli gegn Noregi og þar var það Eggert Aron Guðmundsson, liðsfélagi Róberts í Stjörnunni, sem skoraði jöfnunarmarkið. Markið kom seint en það var stórglæsilegt og er líklega mark mótsins til þessa.

„Það var mikilvægt að ná þessu jöfnunarmarki, geggjað mark," sagði Róbert.

„Eggert hefur ekki hætt að tala um þetta mark síðan hann skoraði það. Hann sýnir okkur oft myndband af þessu, búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag," sagði Róbert léttur.

Faðir Róberts er fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson, en hann talaði um það á dögunum að það væri mikilvægt að vera allavega með einn Leedsara í hópnum. Þeir eiga það sameiginlegt feðgarnir að halda með Leeds.

„Já, það er mikilvægt fyrir alla landsliðshópa að vera með Leedsara," sagði Róbert og tók undir með föður sínum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér á morgun þar sem Róbert Frosti talar líka um leikinn á móti Grikklandi á morgun, en strákarnir þurfa að vinna þann leik og treysta á það á sama tíma að Spánn vinni Noreg.
Máni stoltur af stráknum: Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu
Athugasemdir
banner