Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 09. júlí 2023 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Róbert Frosti léttur: Búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Róbert Frosti á æfingu.
Róbert Frosti á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í leiknum gegn Noregi.
Í leiknum gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Það var mjög gaman að byrja en leikurinn hjá mér var ekki nógu góður," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá liðinu í dag.

Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."

Strákarnir náðu jafntefli gegn Noregi og þar var það Eggert Aron Guðmundsson, liðsfélagi Róberts í Stjörnunni, sem skoraði jöfnunarmarkið. Markið kom seint en það var stórglæsilegt og er líklega mark mótsins til þessa.

„Það var mikilvægt að ná þessu jöfnunarmarki, geggjað mark," sagði Róbert.

„Eggert hefur ekki hætt að tala um þetta mark síðan hann skoraði það. Hann sýnir okkur oft myndband af þessu, búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag," sagði Róbert léttur.

Faðir Róberts er fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson, en hann talaði um það á dögunum að það væri mikilvægt að vera allavega með einn Leedsara í hópnum. Þeir eiga það sameiginlegt feðgarnir að halda með Leeds.

„Já, það er mikilvægt fyrir alla landsliðshópa að vera með Leedsara," sagði Róbert og tók undir með föður sínum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér á morgun þar sem Róbert Frosti talar líka um leikinn á móti Grikklandi á morgun, en strákarnir þurfa að vinna þann leik og treysta á það á sama tíma að Spánn vinni Noreg.
Máni stoltur af stráknum: Við Leedsarar eigum einn fulltrúa í liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner