Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
„Það var mjög gaman að byrja en leikurinn hjá mér var ekki nógu góður," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá liðinu í dag.
Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."
Róbert Frosti var fyrst spurður út í síðasta leik á móti Noregi en hann fékk tækifæri til að byrja þann leik. „Ég get gert miklu betur en þetta. Ég gerði mörg mistök sem ég á ekkert að vera að gera. Þetta var ekkert stressið, ég veit ekki hvað gerðist."
Strákarnir náðu jafntefli gegn Noregi og þar var það Eggert Aron Guðmundsson, liðsfélagi Róberts í Stjörnunni, sem skoraði jöfnunarmarkið. Markið kom seint en það var stórglæsilegt og er líklega mark mótsins til þessa.
„Það var mikilvægt að ná þessu jöfnunarmarki, geggjað mark," sagði Róbert.
„Eggert hefur ekki hætt að tala um þetta mark síðan hann skoraði það. Hann sýnir okkur oft myndband af þessu, búið að gerast fjórum eða fimm sinnum í dag," sagði Róbert léttur.
Faðir Róberts er fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson, en hann talaði um það á dögunum að það væri mikilvægt að vera allavega með einn Leedsara í hópnum. Þeir eiga það sameiginlegt feðgarnir að halda með Leeds.
„Já, það er mikilvægt fyrir alla landsliðshópa að vera með Leedsara," sagði Róbert og tók undir með föður sínum.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér á morgun þar sem Róbert Frosti talar líka um leikinn á móti Grikklandi á morgun, en strákarnir þurfa að vinna þann leik og treysta á það á sama tíma að Spánn vinni Noreg.
Athugasemdir