Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 09. júlí 2023 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi: Mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á æfingasvæðinu.
Á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er lokaundirbúningur núna. Við erum búnir að funda um Grikkina og æfum aðeins í dag uppsetningu á leiknum," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Á morgun spilar U19 landsliðið sinn síðasta leik í riðlakeppni Evrópumótsins en liðið mætir Grikkjum. Strákarnir þurfa að vinna leikinn og helst með meira en einu marki til þess að eiga möguleika á að fara áfram.

„Áherslan er á okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik til þess að geta unnið. Það er eðlilegt í lokamóti. Ég er spenntur," sagði Ólafur Ingi.

„Hópurinn er þéttur og menn eru búnir að vera duglegir í að hjálpa þeim að koma í sér næringu og læknateymið hefur unnið vel með þeim. Þetta lítur vel út. Það hefur gengið vel að jafna sig frá leiknum gegn Noregi. Við áttum góðan frídag í gær, en það er mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi sem eru hingað komin að styðja við bakið á okkur. Þeir fengu að hugsa um eitthvað annað í fótbolta í smástund og ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir þá upp á að vera ferskir í hausnum."

Skrítnir leikir hjá þeim
Grikkirnir eru búnir að tapa báðum leikjum sínum hingað til og eiga ekki möguleika á því að fara áfram. Þeir eru búnir að lenda 3-0 undir eftir 17 mínútur bæði gegn Noregi og Spáni.

„Þetta hafa verið skrítnir leikir hjá þeim. Þeir fengu á sig eitt mark í milliriðlinum og voru þétt lið, öflugt varnarlega. Þeir hafa lent í basli í byrjun leikja, og sérstaklega í Noregsleiknum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir. Grikkir væru ekki hérna ef þeir væru ekki góðir í fótbolta, þeir eru mjög öflugt lið og við verðum að eiga okkar allra besta leik."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenska liðinu langar mikið upp úr riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner