Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 09. júlí 2023 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi: Mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á æfingasvæðinu.
Á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er lokaundirbúningur núna. Við erum búnir að funda um Grikkina og æfum aðeins í dag uppsetningu á leiknum," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Á morgun spilar U19 landsliðið sinn síðasta leik í riðlakeppni Evrópumótsins en liðið mætir Grikkjum. Strákarnir þurfa að vinna leikinn og helst með meira en einu marki til þess að eiga möguleika á að fara áfram.

„Áherslan er á okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik til þess að geta unnið. Það er eðlilegt í lokamóti. Ég er spenntur," sagði Ólafur Ingi.

„Hópurinn er þéttur og menn eru búnir að vera duglegir í að hjálpa þeim að koma í sér næringu og læknateymið hefur unnið vel með þeim. Þetta lítur vel út. Það hefur gengið vel að jafna sig frá leiknum gegn Noregi. Við áttum góðan frídag í gær, en það er mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi sem eru hingað komin að styðja við bakið á okkur. Þeir fengu að hugsa um eitthvað annað í fótbolta í smástund og ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir þá upp á að vera ferskir í hausnum."

Skrítnir leikir hjá þeim
Grikkirnir eru búnir að tapa báðum leikjum sínum hingað til og eiga ekki möguleika á því að fara áfram. Þeir eru búnir að lenda 3-0 undir eftir 17 mínútur bæði gegn Noregi og Spáni.

„Þetta hafa verið skrítnir leikir hjá þeim. Þeir fengu á sig eitt mark í milliriðlinum og voru þétt lið, öflugt varnarlega. Þeir hafa lent í basli í byrjun leikja, og sérstaklega í Noregsleiknum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir. Grikkir væru ekki hérna ef þeir væru ekki góðir í fótbolta, þeir eru mjög öflugt lið og við verðum að eiga okkar allra besta leik."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenska liðinu langar mikið upp úr riðlinum.


Athugasemdir
banner