Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 09. júlí 2023 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi: Mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi
Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Á æfingasvæðinu.
Á æfingasvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er lokaundirbúningur núna. Við erum búnir að funda um Grikkina og æfum aðeins í dag uppsetningu á leiknum," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Á morgun spilar U19 landsliðið sinn síðasta leik í riðlakeppni Evrópumótsins en liðið mætir Grikkjum. Strákarnir þurfa að vinna leikinn og helst með meira en einu marki til þess að eiga möguleika á að fara áfram.

„Áherslan er á okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik til þess að geta unnið. Það er eðlilegt í lokamóti. Ég er spenntur," sagði Ólafur Ingi.

„Hópurinn er þéttur og menn eru búnir að vera duglegir í að hjálpa þeim að koma í sér næringu og læknateymið hefur unnið vel með þeim. Þetta lítur vel út. Það hefur gengið vel að jafna sig frá leiknum gegn Noregi. Við áttum góðan frídag í gær, en það er mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi sem eru hingað komin að styðja við bakið á okkur. Þeir fengu að hugsa um eitthvað annað í fótbolta í smástund og ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir þá upp á að vera ferskir í hausnum."

Skrítnir leikir hjá þeim
Grikkirnir eru búnir að tapa báðum leikjum sínum hingað til og eiga ekki möguleika á því að fara áfram. Þeir eru búnir að lenda 3-0 undir eftir 17 mínútur bæði gegn Noregi og Spáni.

„Þetta hafa verið skrítnir leikir hjá þeim. Þeir fengu á sig eitt mark í milliriðlinum og voru þétt lið, öflugt varnarlega. Þeir hafa lent í basli í byrjun leikja, og sérstaklega í Noregsleiknum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir. Grikkir væru ekki hérna ef þeir væru ekki góðir í fótbolta, þeir eru mjög öflugt lið og við verðum að eiga okkar allra besta leik."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenska liðinu langar mikið upp úr riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner