Mikilvægur leikur við Grikkland á morgun
„Þetta er lokaundirbúningur núna. Við erum búnir að funda um Grikkina og æfum aðeins í dag uppsetningu á leiknum," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.
Á morgun spilar U19 landsliðið sinn síðasta leik í riðlakeppni Evrópumótsins en liðið mætir Grikkjum. Strákarnir þurfa að vinna leikinn og helst með meira en einu marki til þess að eiga möguleika á að fara áfram.
„Áherslan er á okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik til þess að geta unnið. Það er eðlilegt í lokamóti. Ég er spenntur," sagði Ólafur Ingi.
„Hópurinn er þéttur og menn eru búnir að vera duglegir í að hjálpa þeim að koma í sér næringu og læknateymið hefur unnið vel með þeim. Þetta lítur vel út. Það hefur gengið vel að jafna sig frá leiknum gegn Noregi. Við áttum góðan frídag í gær, en það er mikilvægt að strákarnir fengu að hitta fjölskyldumeðlimi sem eru hingað komin að styðja við bakið á okkur. Þeir fengu að hugsa um eitthvað annað í fótbolta í smástund og ég held að það hafi verið mikilvægt fyrir þá upp á að vera ferskir í hausnum."
Skrítnir leikir hjá þeim
Grikkirnir eru búnir að tapa báðum leikjum sínum hingað til og eiga ekki möguleika á því að fara áfram. Þeir eru búnir að lenda 3-0 undir eftir 17 mínútur bæði gegn Noregi og Spáni.
„Þetta hafa verið skrítnir leikir hjá þeim. Þeir fengu á sig eitt mark í milliriðlinum og voru þétt lið, öflugt varnarlega. Þeir hafa lent í basli í byrjun leikja, og sérstaklega í Noregsleiknum þar sem þeir voru sjálfum sér verstir. Grikkir væru ekki hérna ef þeir væru ekki góðir í fótbolta, þeir eru mjög öflugt lið og við verðum að eiga okkar allra besta leik."
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Íslenska liðinu langar mikið upp úr riðlinum.
??0-3 after 17 minutes vs Norway
— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) July 7, 2023
??0-3 after 17 minutes vs Spain
Greece came to Euro U-19 without defence... pic.twitter.com/KSGsMUqkd6
Athugasemdir