Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Valur
0
4
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '3
0-2 Birnir Snær Ingason '27
0-3 Logi Tómasson '65
0-4 Danijel Dejan Djuric '75
20.08.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Geggjað. 18 stiga hiti og sól
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1824
Maður leiksins: Birnir Snær Ingason
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hlynur Freyr Karlsson ('45)
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen (f) ('86)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('64)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('86)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('76)
- Meðalaldur 20 ár

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('45)
17. Lúkas Logi Heimisson ('86)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('64)
23. Adam Ægir Pálsson ('76)
99. Andri Rúnar Bjarnason ('86)
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórsigur Víkinga! Leiknum er lokið með 0 - 4 sigri, sanngjörnum sigri Víkinga.

Þeir eru komnir með 9 og hálfann fingur á skjöldinn góða.

Viðtöl og umfjöllun innan skamms.
90. mín
3 mín bætt við
86. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
86. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
80. mín
Valsmenn eru bara ekki búnir að vera góðir í leiknum. Eða kannski réttara sagt, þá eru Víkingar búnir að vera yfirburða góðir í samanburði við þá. Valsmenn hafa varla náð að opna varnarlínu Víkinga að neinu ráði og Víkingar hafa verið með öll völd á leiknum.

Íslandsmeistarar 2023?
76. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (f) (Víkingur R.)
76. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
75. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
MAAAAARRRKKKKK!!!! ALGJÖRIR YFIRBURÐIR VÍKINGA ERU STAÐFESTIR.

Erling Agnarsson með fyrirgjöf inn í teiginn og boltinn siglir í gegnum allan teiginn og Danijel Djuric kemur á ferðinni og rennir sér í boltann og setur hann í netið.
67. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
67. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
65. mín MARK!
Logi Tómasson (Víkingur R.)
MAAAAAARKKKKKK!!!! HVER ANNAR EN LOGI TÓMASSON!!!

HANN ELSKAR AÐ SKORA Á MÓTI VAL Á ÞEIRRA HEIMAVELLI. KEMUR SVO AÐ STÚKUNNI OG KYSSIR MERKIÐ.

Þetta var mark af dýrari gerðinni, af c.a. 25 metrum upp í fjærhornið. Stórfenglegt!

Ps: Sá atvikið í endursýningu. Birnir Snær átti skot í varnarmann Vals, boltinn endurkastast til Loga sem þrumar í átt að marki Vals og boltinn strýkst við leikmann Vals þannig að boltinn breytir um stefnu.
64. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
60. mín
Sláarskot Birnir Snær með skot í slánna!
56. mín
Meðan það er fátt að gerast á vellinum sem er í frásögur færandi, skulum við skoða fleiri myndir frá henni Huldu Margréti.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

56. mín
Fátt að frétta
48. mín
Birnir Snær er kominn aftur inn á völlinn, í bili að minnsta kosti.
47. mín
Mér sýnist Birnir Snær liggja í grasinu og kveinkaði sér gríðarlega. Sá ekki hvað gerðist en hann er að fá aðhlynningu og er stiginn á fætur en virðist vera sárþjáður. Spurning hvort hann geti haldið áfram. Fer hér út að hliðarlínu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn Bæði lið gera breytingu í hálfleik. Valsmenn eru í pjúra sóknarskiptingu með að setja Guðmund Andra inn á.
45. mín
Inn:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
45. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Hlynur Freyr Karlsson (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.

Fáum okkur kaffi og meððí. Sjáumst eftir 15 mín.
45. mín
BSI aftur Frábær samleikur Víkinga sem endar með því að Birnir Snær kemst inn í teig Vals, mjög svipað og í hin tvö skiptin, endar með skoti, ætlaði að skrúfa boltann í fjærhornið en boltinn framhjá.
42. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
41. mín
Fyrsta skot Valsmanna á mark Víkinga Eftir 41 mínútu kemur loksins fyrsta skot Valsmanna á mark Víkinga og það er Birkir Már sem á það eftir samspil við Tryggva Hrafn en Ingvar átti ekki í vandræðum með að verja þetta skot.
37. mín
Birnir Snær fíflar Birki Má og lætur svo skotið vaða að marki en það er ekki jafn gott og áðan og boltinn fer framhjá markinu.
35. mín
Víkingar eru búnir að vera töluvert betri hér í kvöld. Fátt sem bendir til þess að Valsmenn muni ná að jafna leikinn en það er svo sem nóg eftir og við sem erum hlutlaus hljótum að vonast eftir að minnsta kosti einu Valsmarki til þess að fá smá líf í leikinn.
34. mín
Það er stemming
29. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
27. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
MAAAAARRRKKKKK!!!!! Þetta var svo auðvelt!

Pablo með háa sendingu á Birni Snæ sem lék á Birki Má, kom sér inn í teiginn og tók skot í nærhornið rétt innan við vítateigslínuna og boltinn fór í markið.
22. mín
Valsmenn hafa ekki náð að skapa sér nógu hættuleg færi í leiknum það sem af er. Þurfa að vera aðeins meira deadly á loka metrunum.
18. mín
Myndir af fögnuði Víkinga Hulda Margrét ljósmyndari er á vellinum fyrir okkur og hér koma myndir af fögnuði Víkinga þegar markið kom.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét


Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét


Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét


Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

15. mín
Stuðningsfólk Víkinga syngja og tralla Eru búin að vera ansi öflug á trommunum og syngja allan tímann. Koma reglulega með chantið ,,Þið eruð fasteignafélag"
13. mín
Í járnum Leikurinn er í járnum en gestirnir eru ívíð aðgangsharðari það sem af er. Pressa Valsmennina stíft.
6. mín
Dauðafæri Patrik Pedersen fær fyrirgjöf á pönnuna inn í teig Víkinga en skallinn ekki nógu góður og boltinn yfir markið.
3. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
MAAAAAARRRKKKKK!!!! Klaufagangur í vörn Valsmanna. Erlingur Agnarsson átti fyrirgjöf frá kantinum inn í teig Vals, boltinn skoppaði einhvernveginn í gegnum vörnina og varnarmenn Vals náðu ekki að koma boltanum í burtu.

Niko var mættur sem gammur og náði að koma tánni í boltann og í fjærhornið.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar byrja þennan leik og spila í átt að Öskjuhlíðinni.
Fyrir leik
Haukur Páll heiðraður Haukur Páll Sigurðsson spilaði sinn 245 (ef ég náði tölunni rétt) leik fyrir Val í efstu deild og fær hér afhentan blómvönd fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Álitsgjafi Innkastsins tjáir sig á X-inu
Fyrir leik
Uppselt á Origovellinum? Það lítur út fyrir að það sé uppselt á leikinn. Að minnsta kosti er stúkan orðin þétt setin af fólki og var orðin það alveg korter í sjö sirkabát.
Fyrir leik
Dómaratríóið í kvöld. Erlendur Eiríksson er dómari kvöldsins. AD1 er Ragnar Þór Bender og AD2 er Eysteinn Hrafnkelsson. Eftirlitsmaður er svo Jón Magnús Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Á vellinum í dag eru þýskir Dortmund aðdáendur sem eru í stuttu ferðalagi um Ísland. Þeim langaði til þess að sjá leik í Bestu deildinni og ég er hræddur um að þau fá ekki stærri leik þetta sumarið til að sjá í deildinni.

Það fylgdi reyndar sögunni að þau hefðu lent í vandræðum með að versla miða í gegnum Stubb appið, töluðu um að það mætti vera notendavænna fyrir erlenda gesti. Íslenskur leiðsögumaður aðstoðaði þau við að versla miða. Vonandi að þau fái frábæra skemmtun í dag.
Mynd: aðsend
Fyrir leik
Stuðningsmenn Víkinga eru að fjölmenna amk
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn. Það eru fáar breytingar hjá báðum liðum. Valsmenn gera eina breytingu, Adam Ægir Pálsson fer á bekkinn frá leiknum á móti Keflavík og Aron Jóh kemur inn.

Víkingar gera tvær breytingar frá bikarleiknum á móti KR. Ingvar Jóns og Halldór Smári koma inn í lið fyrir þá Þórð Inga og Davíð Örn Atla
Fjósið er opið
Víkingar með gleði
Fyrir leik
Markahæstu menn liðanna Tryggvi Hrafn Haraldsson er markahæstur Valsmanna og reyndar Bestu deildarinnar allrar með 11 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nikolaj Hansen er með 9 mörk fyrir Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er Birnir Snær Ingason einnig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Enginn Gunnlágsson á bekknum Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga skammast sín eftir framgöngu sína þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik á móti FH um daginn og var í kjölfarið dæmdur í tveggja leikja bann og er seinni leikurinn í því banni í kvöld. Verður Arnar því upp í stúku að fylgjast með leiknum. Hann sagði reyndar í viðtali um daginn að honum fyndist að þjálfarar ættu alltaf að vera upp í stúku.... Hvað sem manni finnst svo um þá skoðun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Sölvi Geir Ottesen mun væntanlega stýra Víkingsliðinu á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Geggjað veður Það er stórfenglegt fótboltaveður í borginni, sól, heiðskýrt og 18 stiga hiti (samkvæmt Samsung símanum mínum). Hvet alla til að bregða sér á völlinn og styðja við sitt lið.
Fyrir leik
Er Luigi að kveðja eftir leikinn í dag? Líkt og fram kom í vikunni að þá er Logi Tómasson sem búinn er að vera einn besti leikmaður deildarinnar á leið í atvinnumennsku en norska félagið Strömsgodset að kaupa hann af Víkingum. Rætt hefur verið um að hann yfirgefi Víkinga eftir leikinn í kvöld. Víkingar séu þó að vona að þeir geti haldið honum fram yfir leikinn á móti Breiðablik í næstu umferð.

Logi verður leikmaður Strömgodset
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar Víkingar eru búnir að tapa einum leik í sumar og sá leikur kom á heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum þegar Valsmenn komu í heimsókn í lok maí.

Leikar fóru þá 2 - 3 fyrir Valsmönnum og var það Tryggi Hrafn Haraldsson sem hefur verið einn besti maður Íslandsmótsins í sumar sem skoraði tvö marka Valsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Fara Víkingar langleiðina með að tryggja sér titilinn í kvöld? Það er afskaplega hörð baráttan um efsta sætið í deildinni þó svo að Víkingar séu með ágætis forystu á Valsmenn sem sitja í öðru sætinu. Víkingar eru með 50 stig í efsta sætinu á meðan Valsmenn eru með 42 stig.

Víkingar eru einnig með betri markatölu eða 38 mörk í plús á meðan Valsmenn eru með 30 mörk í plús. 8 mörk í plús og 8 stiga forysta.

Sigri Víkingar í kvöld að þá er forystan orðin 11 stig og eins og Arnar Gunnlaugsson benti á í viðtali um daginn að þá hafa Víkingar ekki tapað mörgum leikjum undanfarin ár og fátt sem bendir til þess að svo muni gerast í ár ef miðað er við spilamennskuna í sumar.
Fyrir leik
Velkomin á stórleik á Origo vellinum! Kl. 19:15 hefst sannkallaður stórleikur á Origovellinum þegar heimamenn í Val fá topplið Víkings í heimsókn í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
18. Birnir Snær Ingason ('67)
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('76)
23. Nikolaj Hansen ('67)
27. Matthías Vilhjálmsson ('67)
- Meðalaldur 15 ár

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('76)
9. Helgi Guðjónsson ('67)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('67)
19. Danijel Dejan Djuric ('67)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('45)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Kári Árnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Halldór Smári Sigurðsson ('29)

Rauð spjöld: