Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
   fim 17. ágúst 2023 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Logi verður leikmaður Strömsgodset - „Félagið stendur fyrir þetta"
Á förum til Noregs.
Á förum til Noregs.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Logi Tómasson, vinstri bakvörður Víkings, er að ganga í raðir Strömsgodset í Noregi sem kaupir leikmanninn af Víkingi. Þetta herma heimildir Fótbolta.net og umboðsmaður Loga staðfesti tíðindin. Hann fer til félagsins síðar í þessum mánuði, ætti að ná allavega næsta leik liðsins sem verður toppslagurinn gegn Val á sunnudag.

Sjá einnig:
Staðfestir tvö tilboð í Loga

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður eftir leikinn gegn KR í gær hvort það væri hætta á því að Logi myndi ekki ná næstu leikjum af því hann gæti hreinlega verið farinn frá félaginu.

„Ég held hann nái pottþétt leiknum gegn Val, ég held við eigum svo Breiðablik eftir það. Það eru 99% líkur á að hann fari í þessum mánuði, held það sé engin spurning, það er mjög slæmt að missa hann á þessum tímapunkti en þetta er samt aðeins seinna en við misstum Kristal (Mána Ingason) í fyrra. Félagið stendur fyrir þetta og ég held við fáum góða sölu og hans framgangi heldur áfram," sagði Arnar.

Víkingur er átta stigum á undan Val, ef sigur vinnst á sunnudag, er þá titilinn í höfn?

„Nei, en auðvitað förum við langleiðina með þetta. Við erum búnir að spila síðusut tvö og hálft ár hátt í 95 leiki og bara tapað ellefu í bikar, deild og Evrópu. Það er því ekki rökrétt ef við færum að tapa 5-6 leikjum eftir leikinn gegn Val. Það bara meikar engan sens. En allt getur gerst í fótbolta, við færum langleiðina með þetta, en þetta yrði ekki alveg komið," sagði Arnar.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Loga, staðfesti við Fótbolta.net að samningamálin séu frágengin en leikmaðurinn eigi eftir að fara í læknisskoðun. Hann staðfesti að Logi færi til Noregs áður en glugginn í Noregi lokar í lok mánaðar.

Strömsgodset er í 10. sæti í norsku deildinni þegar tólf umferðir eru eftir. Logi mun hitta þar fyrir varnarmanninn Ara Leifsson sem hefur leikið með liðinu síðustu þrjú ár.
Fjórum sinnum í röð með Víking í úrslit - „Þá sestu í sófann og færð þér glas af viskí"
Athugasemdir
banner
banner
banner