Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 23. apríl 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha
Powerade
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Iraola er einn af þeim sem orðaðir eru við Tottenham.
Iraola er einn af þeim sem orðaðir eru við Tottenham.
Mynd: EPA
Diogo Costa.
Diogo Costa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rashford til Tottenham?
Rashford til Tottenham?
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakkann en hann er sneisafullur af ýmsum áhugaverðum molum á þessum fallega miðvikudegi. BBC tók saman.

Manchester United hefur sett Victor Osimhen (26), nígerískan framherja Napoli sem er í láni hjá Galatasaray, efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. (Mirror)

Manchester United vonast til að fá skipta 62,5 milljóna punda riftunarákvæði Matheus Cunha (25) í nokkrar greiðslur. Úlfarnir eru opnir fyrir raðgreiðslum. (Telegraph)

Arsenal, Newcastle og Nottingham Forest hafa öll sýnt áhuga á Cunha. (Talksport)

Aston Villa ætlar að skáka Arsenal og Manchester City og kaupa Sverre Nypan (18), miðjumann Rosenborg í Noregi. (Times)

Manchester United ætlar einnig að virkja 30 milljón punda riftunarákvæði í samningi enska framherjans Liam Delap (22) hjá Ipswich. (Mail)

Ange Postecoglou er líklegur til að yfirgefa Tottenham þótt liðið vinni Evrópudeildina og komist þar með í Meistaradeildina á næsta tímabili. (Telegraph)

Andoni Iraola stjóri Bournemouth, Marco Silva hjá Fulham og Scott Parker hjá Burnley gætu komið til greina til að taka við af Postecoglou. (Mail)

Bayer Leverkusen hefur átt í viðræðum við Manchester City um enska framherjann James McAtee (22). (Florian Plettenberg)

Lee Carsley, Danny Röhl og Russell Martin eru á lista Leicester ef félagið rekur stjórann Ruud van Nistelrooy. (Sky Sports)

Chelsea hefur skráð sig í kapphlaupið um Diogo Costa (25), markvörð Porto, og mun veita Manchester United samkeppni um undirskrift portúgalska landsliðsmannsins. (Teamtalk)

Manchester City horfir á Costa sem mögulegan staðgengil fyrir brasilíska markvörðinn Ederson (31) sem á í viðræðum við félög í Sádi-Arabíu. (Florian Plettenberg)

Newcastle hefur áhuga á Emanuel Emegha (22), hollenskum framherja Strassborg. (L'Equipe)

Everton hefur áhuga á slóvakíska miðverðinum David Hancko, (27) frá Feyenoord en mætir samkeppni frá Juventus, Atletico Madrid og Bayer Leverkusen. (Tuttomercato)

Mohammed Kudus (24), vængmaður West Ham og Gana, er efstur á blaði hjá Al-Nass í Sádi-Arabíu. (Football Insider)

Sádi-arabíska félagið Al-Hilal hefur áhuga á Raphinha (28), brasilískum framherja Barcelona. (Sport)

Nottingham Forest hefur augastað á skoska varnarmanninum Dara Jikiemi (15) sem hefur vakið athygli í akademíu Celtic. (Football Insider)

Manchester City, Liverpool og Arsenal vilja fá Florian Wirtz (21), þýskan miðjumann Bayer Leverkusen, sem er metinn á um 103 milljónir punda. (CaughtOffside)

Dean Huijsen (20), varnarmaður Bournemouth og Spánar, er eitt helsta skotmark Real Madrid í sumar. (AS)

Tottenham gæti reynt við kantmanninn Marcus Rashford (27) í sumar ef Aston Villa ákveður ekki að kaupa hann frá Manchester United til frambúðar. (Football Transfers)

Manchester United ætlar að reyna að fá Bruno Guimaraes (27) frá Newcastle og Adam Wharton (21) frá Crystal Palace, til að styrkja miðjuna sína. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner