Átta leikmenn og einn þjálfari í Bestu deild karla voru úrskurðaðir í leikbann vegna áminninga, á fundi aganefndar KSÍ í dag.
Oliver Stefánsson úr Breiðabliki fær tveggja leikja bann fyrir rautt spjald í leik gegn KA. Brotið sjálft verðskuldaði ekki tveggja leikja bann og spurning hvað hefur gerst í kjölfarið.
Eyþór Aron Wöhler, liðsfélagi Olivers, fékk líka bann en fyrir uppsafnaðar áminningar.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn FH í Kaplakrika. Hann tók út fyrri leikinn í banni gegn HK síðasta sunnudag og tekur seinni leikinn út í stórleik gegn Val á sunnudaginn. Hann verður þó á hliðarlínunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins gegn KR á morgun.
Sjá einnig:
Arnar skammast sín: Mesta refsingin að sjá sjálfan mig haga mér eins og bjáni
Þá hafa Orri Sigurjónsson úr Fram, Ahmad Faqa og Atli Hrafn Andrason úr HK, Sindri Snær Magnússon úr Keflavík, Jóhann Árni Gunnarsson úr Stjörnunni og Birkir Heimisson verið dæmdir í leikbann út af fjórum gulum spjöldum. Þeir missa af næsta deildarleik hjá sínum liðum.
Hægt er að skoða úrskurðinn með því að smella hérna.
Athugasemdir