Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Portúgal
2
0
Ísland
Bruno Fernandes '37 1-0
Ricardo Horta '65 2-0
19.11.2023  -  19:45
Estádio José Alvalade
Undankeppni EM
Aðstæður: Framúrskarandi
Dómari: Anastásios Papapétrou (Grikkland)
Áhorfendur: 47.000
Byrjunarlið:
22. Diogo Costa (m)
4. Rúben Dias
6. Joao Palhinha
7. Cristiano Ronaldo
8. Bruno Fernandes
10. Bernardo Silva ('61)
11. João Félix ('86)
14. Goncalo Inacio
16. Otávio ('74)
19. Joao Maríó ('61)
20. João Cancelo ('86)

Varamenn:
1. Rui Patrício (m)
12. José Sá (m)
2. Tote Gomes
3. António Silva
5. Raphaël Guerreiro ('61)
9. Goncalo Ramos
13. Joao Neves ('86)
15. Ricardo Horta ('61)
17. Bruma ('86)
18. Rúben Neves
21. Diogo Jota
23. Vitinha ('74)

Liðsstjórn:
Roberto Martínez (Þ)

Gul spjöld:
Joao Palhinha ('53)
João Félix ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið Grikkinn Anastásios Papapétrou flautar til leiks loka. Portúgal vinnur Ísland með tveimur mörkum gegn engu og er þessari riðlakeppni lokið.

Þökkum fyrir okkur í kvöld.
Anton Freyr Jónsson
92. mín
Arnór Ingvi með skot í slánna Arnór Ingvi fær boltann fyrir utan teig og nær skoti sem Guerreiro skallar í slánna.

Það hefði verið sætt að sjá þennan í netinu!
Anton Freyr Jónsson
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
Anton Freyr Jónsson
89. mín
Ronaldo sleppur einn gegn Hákoni markverði sem ver vel frá Ronaldo sem er hinsvegar flaggaður réttilega rangstæður.
Anton Freyr Jónsson
Þrátt fyrir að vera undir hefur Hákon verið að heilla marga í markinu
Sverrir Örn Einarsson
86. mín
Inn:Bruma (Portúgal) Út: João Félix (Portúgal)
Anton Freyr Jónsson
86. mín
Inn:Joao Neves (Portúgal) Út: João Cancelo (Portúgal)
Anton Freyr Jónsson
84. mín
Jóhann Berg með fyrirgjöf inn á teiginn og Andri Lucas nær skalla en Costa ver.
Anton Freyr Jónsson
83. mín Gult spjald: João Félix (Portúgal)
Felix brýtur á Arnóri Ingva en Felix hleypur af miklum krafti beint í bakið á Arnóri.
Anton Freyr Jónsson
79. mín
Vitinha með fyrirgjöf en boltinn fer í höndina á Gumma Tóta og Portúgalar fá aukaspyrnu á vítateigslínunni.

Guerreiro tekur spyrnuna en Hákon Rafn ver vel.
Anton Freyr Jónsson
78. mín
Lítið gerst hérna þessar síðustu mínútur. Þrátt fyrir að við séum bara tveimur mörkum undir þá eru fullt af ljósum punktum í þessu.
Anton Freyr Jónsson
74. mín
Inn: Vitinha (Portúgal) Út: Otávio (Portúgal)
Anton Freyr Jónsson
73. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Freyr Jónsson
71. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Freyr Jónsson
68. mín
Joao Cancelo keyrir inn á teiginn en Gummi Tóta með góðan varnarleik og boltinn í hendur Hákons.
Anton Freyr Jónsson
65. mín MARK!
Ricardo Horta (Portúgal)
Æjjjjjjiii Felix fær boltann og nær skoti sem Hákon Rafn ver fyrir fætur Ronaldo sem nær annari tilraun sem Hákon ver en boltinn dettur fyrir fætur Ricardo Horta sem er nýkominn inn á sem varamaður.
Anton Freyr Jónsson
61. mín
Inn: Raphaël Guerreiro (Portúgal) Út:Joao Maríó (Portúgal)
Anton Freyr Jónsson
61. mín
Inn:Ricardo Horta (Portúgal) Út:Bernardo Silva (Portúgal)
Anton Freyr Jónsson
61. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Anton Freyr Jónsson
61. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Anton Freyr Jónsson
61. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
Anton Freyr Jónsson
59. mín
Cancelo með skot fyrir utan teig en skotið þægilegt fyrir Hákon Rafn.
Anton Freyr Jónsson
59. mín
Við höldum áfram að verjast gríðarlega vel Bernando Silva fær við teiginn og nær skoti sem fer af varnarmanni Íslands og Portúgalar að fá tvær hornspyrnur í röð.

Focus strákar!
Anton Freyr Jónsson
56. mín
Ísak Bergmann fær boltann fyrir utan teig og nær skoti en þægilegt fyrir Diogo Costa í marki Portúgals.
Anton Freyr Jónsson
54. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

53. mín Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Jóhann Berg spjaldaður fyrir að messa yfir Palhinha eftir brotið á Ísaki.
Anton Freyr Jónsson
53. mín Gult spjald: Joao Palhinha (Portúgal)
Palhinha neglir Ísak Bergmann niður.
Anton Freyr Jónsson
50. mín
Cristiano Ronaldo! Joao Maríó með fyrirgjöf inn á teiginn á hausinn á Ronaldo sem nær skallanum en Hákon Rafn ver.
Anton Freyr Jónsson
49. mín
Jón Dagur! Jói Berg með aukaspyrnu inn á teig Portúgala og boltinn dettur fyrir fætur á Jón Degi sem á tilraun en boltinn ekki á markið.

Um að gera að reyna þetta!
Anton Freyr Jónsson
48. mín
Bruno Fernandes fær allan tíman í heiminum og kemur sér inn á teig okkar Íslendinga og reynir utanfótar skot en boltinn framhjá.
Anton Freyr Jónsson
46. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Ísland)
Willum brýtur á Felix.
Anton Freyr Jónsson
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað Jóhann Berg sparkar þessu af stað.
Anton Freyr Jónsson
45. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland) Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Breyting hjá Íslenska liðinu!
Anton Freyr Jónsson
45. mín
Portúgalska liðið fagnar eina marki fyrri hálfleiksins:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
TÖLFRÆÐI FYRRI HÁLFLEIKS: Með boltann: 68% - 32%
Marktilraunir: 15-2
Sóknir: 40-5
Hornspyrnur: 9-0
Nákvæmni sendinga: 89% - 66%
Gul spjöld: 0-2
45. mín
Hálfleikur
Fyrirmyndar barátta hjá íslenska liðinu og vonandi heldur hún áfram. Laumum svo vonandi inn marki.
45. mín
Ronaldo lætur vaða. Framhjá.
45. mín
Þung sókn Portúgals síðustu mínútur. 2 mínútur í uppbótartíma.
43. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

42. mín
Felix lék á Gulla Victor og vann hornspyrnu.
42. mín
Ronaldo reynir skot af löngu færi en yfir.
37. mín MARK!
Bruno Fernandes (Portúgal)
Stoðsending: Bernardo Silva
Smellhitti boltann Blót.

Bruno fær boltann við vítateigsendann og skorar með hnitmiðuðu skoti alveg við stöngina.
35. mín
Uppskrift Íslands gengið vel hingað til Menn eru að tækla, djöflast og ná að pirra andstæðingana rækilega. Uppskriftin gengið vel hingað til. Höfum að auki náð nokkrum fínum sóknum upp vinstra megin í gegnum Gumma Tóta og Arnór. Þá hefur Hákon markvörður verið algjörlega óhræddur og hirt hvern boltann á fætur öðrum.
33. mín
Ronaldo var í alvöru glímu við Jón Dag áðan. Ronaldo hefði getað fengið gult en hann er Ronaldo og slapp.
32. mín Gult spjald: Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Lét þann Gríska heyra það. Sá hafði ekki húmor fyrir því.
32. mín
Portúgölsku stuðningsmennirnir að verða pirraðir Það eru góðu fréttirnar. Menn að pirra sig í hvert skipti sem íslenskur leikmaður fer niður í grasið, sem er reyndar búið að vera nokkuð oft verður að viðurkennast.
30. mín Gult spjald: Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Fékk gult spjald áðan fyrir að brjóta á Cancelo.
29. mín
Mini myndaveisla frá Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

26. mín
Skallaði framhjá úr dauðafæri Ísak Bergmann braut á Otavio og Portúgal fékk aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Bruno með flotta fyirgjöf og Inacio skallar framhjá úr dauðafæri.
24. mín
Leikurinn farinn aftur af stað Hákon heldur áfam.
24. mín
Leikurinn stopp því Hákon þarf aðhlynningu Áðan átti Bruno skot sem Hjörtur Hermannsson gerði sér vel í að komast fyrir.
23. mín
Sóknarþungi Portúgals að aukast aftur Þetta kemur í bylgjum frá þeim. Hornspyrna og Hákon óhræddur og lætur sig vaða eftir boltanum og nær að handsama hann en lendir í samstuði í leiðinni. Lenti með kjálkann á Sverri Inga.
22. mín
Ronaldo náði skalla úr erfiðri stöðu, ekki mikill kraftur í honum og Hákon ver auðveldlega.
21. mín
Joao Felix með skot úr þröngu færi Hákon nær að verja í hornspyrnu.
20. mín
Flottur kafli hjá Íslandi Erum að ná að halda boltanum og spila okkar á milli á vallarhelmingi Portúgals. Ljóst að mönnum er farið að líða betur eftir smá skjálfta í upphafi leiks.
18. mín
ARNÓR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ KOMA ÍSLANDI YFIR!!! Skot framhjá eftir flotta sókn Íslands, meira af þessu takk!
17. mín
Portúgalar með í Víkingaklappinu! Partístemning á vellinum og áhorfendur beggja liða sameinast í Húh-inu heimsfræga. Gaman að sjá og heyra.
16. mín
Arnór Sig að vinna flotta varnarvinnu, kemur til baka og kemst inn í sendingu portúgalska liðsins.
15. mín
Ísland náði að komast inn í teig og Jói Berg reyndi skot en varnarmaður Portúgals náði að komast fyrir.
13. mín
Hákon gerir vel, grípur hornspyrnu Bruno Fernandes af miklu öryggi.
11. mín
Cancelo með fyrirgjöf sem Hákon grípur af öryggi.
10. mín
Íslenska liðinu gengur ekki vel að halda í boltann og Portúgal skellir sér í hverja sóknina á fætur annarri.
9. mín
Portúgal fékk tvær hornspyrnur í röð en náði ekki að gera sér mat úr þeim. Vonandi náum við að halda heimamönnum í núllinu sem lengst...
8. mín
PORTÚGAL MEÐ STANGARSKOT Otávio með skot sem endar í stönginni og svo er bjargað í horn! Í aðdragandanum náði Felix að klobba Jóa Berg á miðjum vellinum við mikinn fögnuð áhorfenda.
6. mín
Arnór Sig með skot sem Costa ver Jæja íslenska liðið búið að ná að komast úr skotgröfunum. Arnór Sig lék inn og átti skot sem var frekar kraftlítið og Costa náði að verja auðveldlega.
5. mín
Joao Felix átti skot sem Hákon átti ekki í vandræðum með að verja.
4. mín
Portúgal í sóknarhug Eins og við var að búast sjá Portúgalar algjörlega um að sækja hér á upphafsmínútunum. Cristiano Ronaldo átti skalla yfir en fróðir menn segja mér að hann hafi verið rangstæður og VAR því tekið markið af ef hann hefði skorað.
1. mín
Leikur hafinn
Bruno með upphafsspyrnu leiksins
Fyrir leik
Við erum alhvítir eins og gegn Slóvakíu Hvítar treyjur, hvítar stuttbuxur og hvítir sokkar.
Fyrir leik
Íslenski þjóðsöngurinn spilaður af bandi Engin Marta Krist­ín Friðriks­dótt­ir hér til að taka lagið. Ódýrt hjá Portúgölum.
Fyrir leik
Þriggja marka tap í kortunum? Sigurður Már Davíðsson tökumaður á Stöð 2 Sport spáir 4-1 sigri Portúgals í leiknum í kvöld. Aron Guðmundsson er með sömu spá og Láki, 3-0.
Fyrir leik
Lukaku með fjögurra marka forystu á Ronaldo Ronaldo þarf að skora fimm mörk í kvöld til að verða markahæstur í undankeppninni. Eru það ekki vondar fréttir fyrir okkur?

   19.11.2023 19:20
Lukaku fór hamförum - Þjálfari Svía kvaddi með sigri
Fyrir leik
Stemningin að magnast, Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ronaldo í upphitun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Láki spáir 3-0 fyrir Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fótbolti.net fékk Þorlák Árnason til að rýna í komandi landsleik Portúgals og Íslands. Þorlákur starfar núna í Portúgal þar sem hann þjálfar Damaiense í úrvalsdeild kvenna.

„Umræðan hérna í Portúgal snýst um það að þeir ætli að vinna leikinn, þá vinna þeir í fyrsta sinn alla leiki í riðlinum. Þeir hafa aldrei gert það áður í sögunni. Þeir voru í raun að hvíla menn gegn Liechtenstein og eru ofboðslega fókuseraðir í að vinna þennan leik í kvöld," segir Þorlákur.

„Ef við spilum eins og í síðasta leik gætum við tapað stórt en leikplanið verður þannig að við verðum þéttari en við vorum í síðasta leik."

Ekki eins góðir og heilsuhraustir og þeir voru
Þorlákur segir stefnuleysi einkenna íslenska liðið og að mikið vandamál sé staða varnartengiliðs.

„Við erum komnir aftur með leikmenn úr gullaldarliðinu en þeir eru ekki eins góðir og ekki eins heilsuhraustir og þeir voru. Þetta geta verið skrítin skilaboð. Eru þeir að styrkja liðið eða ekki? Þetta eru frábærir karakterar og frábærir leikmenn en þeir eru ekki með eins margar mínútur á bakinu og þegar þeir voru að leiða liðið. Það er erfitt að skilgreina liðið í dag."

„Það sem er kannski erfiðast að skilgreina er þessi djúpa miðjustaða. Við erum í vandræðum með að leysa hana. Arnór Ingvi leysti hana mjög vel þar til hann fór meiddur af velli í síðasta leik. Þá lentum við í bölvuðum vandræðum."

Mjög óíslenskur leikur
Þorlákur segir íslensku einkennin hafa vantað í tapinu gegn Slóvakíu í síðustu viku.

„Þetta var mjög óíslenskur leikur, við vorum alls ekki þéttir. Við vorum mjög gysnir í öllum varnarleik. Ef við getum ekki varist vel þá eigum við enga möguleika gegn liði eins og Slóvakíu," segir Þorlákur.

„Þetta veltur mikið á því hvort lykilmenn séu heilir. Ef Gylfi er heill og í toppstandi þá hjálpar það liðinu, við söknum Arons Einars eins og hann var þegar hann var bestur. Við erum í erfiðleikum með að leysa þessar stöður. Það virkar svolítið eins og við séum smá stefnulausir, hvert erum við að fara með þetta lið? KSÍ er að hugsa um að komast í umspilið og leiðin sem ég held að verði farin sé að treysta á að Gylfi og félagar reimi á sig skóna og verði í standi."

Eins og liðið sé að fara til baka
„Það kom smá meðbyr með Age en nú er eins og liðið sé að fara til baka. Vonandi fara menn 'back to basic' í dag. Þetta fer aðeins eftir því hvernig stemningin er hjá Portúgal. Ef þeir eru með blóð á tönnunum gætu þeir unnið stórt. Ég held að þeir verði on í þessum leik. Ég ætla að spá 3-0 fyrir Portúgal," segir Þorlákur.

Íslendingar horfa til umspilsins í mars og Þorlákur segir að menn eigi enn að stefna á EM.

„Við eigum alveg að geta unnið þessi lið sem hafa verið nefnd. Menn eiga að hafa pung í að láta sig dreyma en síðasti leikur var áfall fyrir alla. Þetta var mjög óíslenskt," segir Þorlákur Árnason.
Fyrir leik
Svona leggur Martínez línurnar
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Ronaldo byrjar - Lukaku kominn með fjórum mörkum meira en hann Cristiano Ronaldo er næst markahæstur í undankeppninni en hefur sennilega tapað baráttunni þar sem Romelu Lukaku skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik með Belgíu gegn Aserbaísjan.

Roberto Martínez, þjálfari portúgalska liðsins, gerir sex breytingar frá 2-0 sigrinum gegn Liechtenstein.

Diogo Costa kemur í markið í stað Jose Sá og þá koma þeir Ruben Dias, Joao Mario, Joao Palhinha, Goncalo Inacio og Otavio allir inn í liðið.

Portúgal er í efsta sæti J-riðils með 27 stig en Ísland í 4. sæti með 10 stig.
Fyrir leik
Áhugaverðar breytingar hjá Age Hareide Guðmundur Þórarinsson er í vinstri bakverðinum, Hjörtur Hermannsson í vörninni, Jón Dagur Þorsteinsson á kantinum, Ísak Bergmann Jóhannesson á miðjunni og Alfreð Finnbogason fremstur.

Guðlaugur Victor færist í hægri bakvörðinn og Willum spilar fyrir aftan Alfreð í sókninni.

Út úr byrjunarliðinu fara Elías, Alfons, Kolbeinn, Arnór, Kristian og Orri.
Fyrir leik
Svona er liðið
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon í markinu
Mynd: Guðmundur Svansson

Byrjunarliðið fer að detta inn, ég er að heyra að sex breytingar séu á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Hákon Rafn Valdimarsson stendur vaktina í markinu. Hann leikur sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir íslenska landsliðið. Hákon var á dögunum valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en hann leikur fyrir Elfsborg.
Fyrir leik
Gríðarlegur fjöldi fyrir utan völlinn Það gekk erfiðlega að komast að leikvangnum vegna mannmergðar. Rosalega margir fyrir utan völlinn að reyna að sjá Ronaldo mæta til leiks. En með hjálp lögreglunnar er ég mættur upp í rjáfur og til í tuskið.
Fyrir leik
Ronaldo í baráttu um að vera markakóngur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ronaldo er kominn með tíu mörk í undankeppninni, þar á meðal er sigurmarkið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í sumar. Hann er kominn með tíu mörk í undankeppninni og gæti orðið markakóngur hennar.

Roberto Martínez landsliðsþjálfari Portúgals var spurður að því á fréttamannafundi hvort lagt sé upp með að reyna að láta Ronaldo skora?

„Einstaklingsárangur næst aðeins með liðsframmistöðu. Þú getur ekki reynt að ná einstaklingsárangri í fótbolta án þess að vera í liði. Hæfileikar hjálpa bara til við að vinna leiki," sagði Martínez.

„Við þurfum að vera sem eitt lið í leiknum gegn Íslandi, halda boltanum og vera með skýrar hugmyndir. Auðvitað viljum við sjá leikmann okkar verða markakóng en það er ekki markmið hjá liðinu."
Fyrir leik
Stefna á fullt hús
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Að klára undankeppnina með fullt hús stiga yrði sögulegt. Ég er mjög ánægður með hugarfarið í mínu liði. Ísland er lið með skýra stefnu og beinskeyttan leikstíl," segir Roberto Martínez, þjálfari Portúgals.

Martínez var spurður að því hvort hann óttaðist að baulað yrði á leikmenn Benfica í leiknum, þar sem spilað verður á heimavelli erkifjenda þeirra í Sporting Lissabon.

„Síðast þegar við spiluðum hér í Portúgal var magnað andrúmsloft. Stemningin snerist um landsliðið. Ég held að allir standi saman og býst við hátíðarstemningu á leiknum. Liðið á ekki annað skilið fyrir að komast áfram með svona yfirburðum og öryggi," segir Martínez.
Fyrir leik
Tæplega 300 Íslendingar Það verða tæplega 300 Íslendingar á leiknum gegn Portúgal í Lissabon í kvöld en heildarfjöldi áhorfenda verður 47 þúsund manns. Íslendingar verða því 0,64% áhorfenda.

Leikvangurinn í Lissabon, José Alvalade leikvangurinn, tekur fleiri áhorfendur en vegna öryggis- og skipulagsmála er ekki selt í öll sæti.

75 íþróttafréttamenn starfa á leiknum og 46 ljósmyndarar. Fjórar sjónvarpsstöðvar verða með framleiðslu og beina lýsingu frá leikvangnum og tvær útvarpsstöðvar.
Fyrir leik
Aron Einar er ekki í hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron kom inn sem varamaður í leiknum gegn Slóvakíu en hann er ekki í leikæfingu enda ekki að spila með Al-Arabi, liði sínu í Katar.
Fyrir leik
Snýst um að byggja upp sjálfstraust fyrir mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide var spurður að því af fréttamanni Fótbolta.net eftir æfinguna í gær hvernig leik megi búast við?

„Það er alltaf gríðarlega erfitt verkefni að spila við Portúgal í Portúgal, þetta er eitt besta lið Evrópu. Við þurfum fyrst af öllu að verjast almennilega og fara vel með skyndisóknirnar, við höfum sýnt að við getum það," segir Hareide.

„Það er mjög mikilvægt að menn haldi ekki að það sé ómögulegt að gera eitthvað. Það er ýmislegt sem við þurfum að vinna að og eitt af því er að byggja upp sjálfstraustið fyrir umspilið í mars. Þetta er fullkominn leikur til þess að byggja upp sjálfstraust og máta okkur við eitt besta lið í Evrópu."
Fyrir leik
Leikmenn verða að trúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Berg Guðmundsson svaraði spurningum Fótbolta.net á fréttamannafundi eftir æfinguna í gær og var spurður að því hvort menn væru búnir að jafna sig á leiknum slaka gegn Slóvakíu?

„Ég vona að menn séu búnir að jafna sig á þessu. Það var mikið svekkelsi eftir leikinn og daginn eftir. Svo er það bara næsti leikur. Við verðum að læra af þeim mistökum sem við gerðum og gera betur í leiknum á morgun (í kvöld), það er ekkert annað í boði. Þannig virkar fótboltinn," sagði Jóhann.

Er mikil bjartsýni miðað við slappt gengi í riðlunum að trúa því að við getum tengt saman tvo góða leiki í umspilinu í mars og komið okkur á EM í Þýskalandi?

„Við verðum að trúa því að það sé möguleiki. Það er frábært að fá þennan möguleika í gegnum tvo leiki í mars. Hver einasti leikmaður verður að trúa því að það sé möguleiki á að komast á EM. Þó við höfum átt slaka leiki inn á milli höfum við líka átt góða leiki og verðum að læra af bæði slöku leikjunum og þeim góðu."

„Vonandi í mars getum við tengt saman tvo leiki og komið okkur á þetta stórmót. Það er auðvitað draumur allra að komast aftur á stórmót og fyrir suma að komast á sitt fyrsta stórmót. Það eru allir á sama máli um að komast þangað."
Fyrir leik
Partí í Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimamenn ætla að slá upp veislu í leiknum í kvöld og búið að koma fyrir portúgölskum fánum í öllum sætum á vellinum. Það á að fagna góðum árangri liðsins í undankeppninni.

Fyrir leik munu Bruno Fernandes og Ruben Dias verða heiðraðir fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Portúgal.

Estádio José Alvalade heitir eftir stofnanda Sporting Lissabon en leikvangurinn tekur rétt rúmlega 50 þúsund manns.

Hann var endurbyggður frá grunni fyrir Evrópumótið 2004. Fimm leikir mótsins fóru fram á vellinum, þar á meðal var sigurleikur Portúgals gegn Hollandi í undanúrslitum. Hann fór 2-1.

Leikvangurinn er í notkun dagsdaglega en sambyggðir við hann eru verslanir, veitingastaðir, bíóhús og líkamsræktaraðstðaða. Eitthvað sem við Íslendingar gætum skoðað ef við reisum einhvern daginn nýjan þjóðarleikvang.

Fréttamaður heimsótti félagsverslun Sporting Lissabon fyrir æfinguna í gær og þar snýst allt gjörsamlega um Ronaldo. Hann lék fyrir Sporting og var keyptur til Manchester United eftir að hafa farið á kostum átján ára gamall í æfingaleik gegn liðinu á þessum leikvangi 2003.

Ronaldo verður væntanlega í byrjunarliði portúgalska landsliðsins í kvöld.
Fyrir leik
Dæmdi í Kópavogi í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Grískir dómarar munu sjá um að dæma leikinn en nákvæmlega sama teymi kom til Íslands í sumar og starfaði á leik Breiðabliks og Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Breiðablik vann þann leik 1-0 en hafði tapað 2-6 í útileiknum og fór þvi niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Portúgal - Ísland
Dómari: Anastásios Papapétrou GRI
Aðstoðardómari 1: Trýfon Petrópoulos GRI
Aðstoðardómari 2: Iordánis Aptósoglou GRI
Fjórði dómari: Andréas Gamáris GRI<
Fyrir leik
Nokkrir tæpir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Andri Fannar Baldursson og Daníel Leó Grétarsson voru kallaðir inn í hópinn eftir leikinn gegn Slóvakíu en Hákon Arnar Haraldsson er farinn heim vegna meiðsla.

Allir 24 leikmennirnir sem nú eru í hópnum tóku þátt í æfingunni í gær, allavega fyrsta stundarfjórðunginn en degi fyrir leik fá fjölmiðlar ekki að fylgjast með hvað gerist eftir það.

Age Hareide landsliðsþjálfari var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum á fréttamannafundi.

„Það eru einhver smávægileg meiðsli og það verður ákveðið á morgun (í dag) hvort þeir leikmenn séu nægilega heilir til að vera í hópnum," sagði Hareide en nefndi engin nöfn.
Fyrir leik
Velkomin með okkur til Lissabon Flautað verður til leiks á Estádio José Alvalade klukkan 19:45, á heimavelli Sporting Lissabon. Þar mun Portúgal taka á móti Íslandi í lokaleik liðanna í riðlinum í undankeppni EM.

Leikurinn í kvöld hefur ekki mikið þýðingargildi. Portúgal er fyrir löngu búið að tryggja sér sigur í riðlinum en Ísland er að búa sig undir að fara í umspil í mars. Það má því segja að leikurinn sé nánast æfingaleikur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Arnór Sigurðsson
10. Ísak Bergmann Jóhannesson ('61)
11. Alfreð Finnbogason ('45)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('61)
15. Willum Þór Willumsson ('61)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
9. Orri Steinn Óskarsson ('45)
14. Kolbeinn Finnsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
20. Daníel Leó Grétarsson
20. Andri Fannar Baldursson
21. Arnór Ingvi Traustason ('61)
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('61)
23. Mikael Egill Ellertsson ('61)
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Ísak Bergmann Jóhannesson ('30)
Jón Dagur Þorsteinsson ('32)
Willum Þór Willumsson ('46)
Jóhann Berg Guðmundsson ('53)

Rauð spjöld: