Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 19. nóvember 2023 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku fór hamförum - Þjálfari Svía kvaddi með sigri
Lukaku skoraði fjögur
Lukaku skoraði fjögur
Mynd: EPA
Janne Andersson var að stýra Svíum í síðasta sinn
Janne Andersson var að stýra Svíum í síðasta sinn
Mynd: EPA
Romelu Lukaku skoraði fjögur mörk er Belgía vann Aserbaísjan, 5-0, í lokaleik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Lukaku skoraði öll mörkin í fyrri hálfleiknum. Fyrsta markið gerði hann eftir fyrirgjöf Jeremy Doku og þá gerði hann annað markið eftir óeigingjarna sendingu Timothy Castagne.

Þriðja markið gerði hann með skalla og kláraði hann góðan fyrri hálfleik með fjórða markinu eftir sendingu Orel Mangala. Lukaku fór af velli í hálfleik og í þeim síðari kláraði Leandro Trossard dæmið með auðveldu marki.

Belgía kláraði F-riðil með 20 stig og tapaði ekki leik. Svíar unnu þá 2-0 sigur á Eistlandi í kveðjuleik sænska þjálfarans Janne Andersson.

Victor Claesson og Emil Forsberg gerðu mörkin. Svíar misstu af sæti á EM og eru þá ekki á leið í umspil.

Samningur Andersson var út þessa undankeppni og er ljóst að hann verður ekki áfram.

Úrslit og markaskorarar:

Belgía 5 - 0 Aserbaísjan
1-0 Romelu Lukaku ('17 )
2-0 Romelu Lukaku ('26 )
3-0 Romelu Lukaku ('30 )
4-0 Romelu Lukaku ('37 )
5-0 Leandro Trossard ('90 )
Rautt spjald: Eddy Israfilov, Azerbaijan ('24)

Svíþjóð 2 - 0 Eistland
1-0 Viktor Claesson ('22 )
2-0 Emil Forsberg ('55 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner