Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Besta-deild kvenna
Fylkir
LL 1
1
Þróttur R.
Besta-deild kvenna
Stjarnan
LL 1
2
Víkingur R.
Besta-deild kvenna
Breiðablik
LL 3
0
Keflavík
Besta-deild kvenna
Tindastóll
LL 0
1
FH
Úkraína
2
1
Ísland
0-1 Albert Guðmundsson '30
Viktor Tsygankov '54 1-1
Mykhailo Mudryk '84 2-1
26.03.2024  -  19:45
Stadion Wroclaw
Umspilsleikur um EM sæti
Dómari: Clément Turpin (Frakkland)
Byrjunarlið:
23. Andriy Lunin (m)
2. Yukhym Konoplya
7. Georgiy Sudakov
8. Ruslan Malinovskiy ('63)
9. Roman Yaremchuk ('73)
10. Mykhailo Mudryk
13. Illia Zabarnyi
14. Volodymyr Brazhko
15. Viktor Tsygankov
16. Vitaliy Mykolenko
22. Mykola Matvienko

Varamenn:
1. Georgiy Bushchan (m)
12. Anatolii Trubin (m)
3. Bohdan Mykhaylichenko
4. Maksym Talovierov
5. Serhiy Sydorchuk
6. Mykola Shaparenko
11. Artem Dovbyk ('73)
17. Oleksandr Zinchenko ('63)
18. Vladyslav Vanat
19. Valerii Bondar
20. Oleksandr Zubkov
21. Oleksandr Tymchyk

Liðsstjórn:
Sergiy Rebrov (Þ)

Gul spjöld:
Ruslan Malinovskiy ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Úkraína fer á EM Höfum farið tvisvar á stórmót, og verið þrisvar svo grátlega nálægt því. Þetta tókst ekki í kvöld þrátt fyrir mikla baráttu.
93. mín
Ísland reynir og reynir en boltinn endar útaf og Úkraína á markspyrnu.
91. mín
Uppbótartíminn er aðeins 3 mínútur Úkraína á horn.
90. mín Gult spjald: Jóhann Berg Guðmundsson (F) (Ísland)
Brot út við hliðarlínuna.
89. mín
Ísland að sækja, Kolbeinn með fyrirgjöf og það er barátta í teignum. Á endanum flögguð rangstaða.
87. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
87. mín
Inn:Mikael Egill Ellertsson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
87. mín
Mikaelarnir að koma báðir inná.
84. mín MARK!
Mykhailo Mudryk (Úkraína)
Úkraínumenn hafa tekið forystuna Tsygankov með boltann hægra megin, kemur honum á Mudryk sem nær skoti sem fer framhjá Hákoni í marki okkar.

Það má ekki bjóða Mudryk upp á svona mikinn tíma og svona óhemju mikið pláss.
83. mín
Jói Berg með skot en hittir boltann ekki sérstaklega vel og nær ekki að láta reyna á Lunin.
82. mín
Mynd: Mummi Lú

81. mín
Hjörtur Hermannsson og Mikael Anderson að gera sig klára. Hjörtur kemur væntanlega inn fyrir Sverri sem lá í grasinu áðan og virðist ekki vera alveg 100%.
79. mín
ÞAÐ ER GÍR Í ÍSLANDI NÚNA!!! Eftir mistök Úkraínu kemst Albert í flotta stöðu í teignum, á skot sem endar framhjá. Aftur horn sem Ísland fær.

Ekkert kemur úr horninu.
78. mín
Boltinn dettur á Hákon eftir hornspyrnuna og hann tekur skot rétt fyrir utan teiginn en skýtur himinhátt yfir.
77. mín
JÓN DAAAAAAAGUUUUUUUUR!!!! svo nálægt!!!! Á frábært skot sem Lunin ver með þvílíkum tilþrifum í horn. Þetta hefði verið rosalegt.
76. mín
Hakon varði vel frá Úkraínumanni áðan en þetta hefði ekki talið því það var rangstaða.
75. mín
Mynd: Mummi Lú

74. mín
Þetta verður langur lokakafli ef þetta heldur svona áfram. Ísland er rosalega lítið að snerta boltann.
73. mín
Inn:Artem Dovbyk (Úkraína) Út:Roman Yaremchuk (Úkraína)
Sóknarmaður Girona kemur inn.
71. mín
Sudakov með aukaspyrnuna og hann tekur bara skotið, Hákon í smá vandræðum með skotið en slær boltann yfir. Kýlir svo hornspyrnuna frá í kjölfarið.
69. mín
Liggur á okkur Mudryk fer framhjá Guðlaugi Victori og á fyrirgjöf sem Daníel Leó kemur í burtu. Úkraína heldur áfram að einoka boltann og fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá vinstri.
66. mín
Roman Yaremchuk með skot í hliðarnetið eftir sendingu frá Zinchenko.
63. mín
Inn: Oleksandr Zinchenko (Úkraína) Út:Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
63. mín
Inn:Orri Steinn Óskarsson (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
63. mín
Inn:Kolbeinn Finnsson (Ísland) Út:Guðmundur Þórarinsson (Ísland)
62. mín
Zinchenko að koma inn hjá Úkraínu.
61. mín
Ísland að undirbúa tvöfalda skiptingu. Kolbeinn Finnsson og Orri Óskarsson eru að mæta inná.
61. mín
Mudryk með skot en töluvert frá því að hitta boltann.
60. mín
Úkraína einokar boltann eftir að jöfnunarmarkið kom.
58. mín
Hættuleg sending inn í teiginn sem betur fer komst enginn Úkraínumaður í boltann. Daníel Leó kom honum frá í bili. Það er sóknarhugur í andstæðingum okkar þessa stundina.
56. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Úkraína fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
54. mín MARK!
Viktor Tsygankov (Úkraína)
Úkraínumenn hafa jafnað, béskotans Viktor Tsygankov, sem var tæpur fyrir þennan leik, kom sér í hættulega skotstöðu, fékk gott pláss og hitti boltann virkilega vel. Hann fór alveg út í hornið.

Þvílík læti á vellinum.

Rétt á undan komst Jón Dagur inn í teiginn hinumegin og sendi út, Hákon reyndi að ná til boltans en Úkraínumaður var fyrri til og þeir gulu fóru upp í sókn.
52. mín
Hákon Haralds vinnur boltann og fær aukaspyrnu, búinn að vera gjörsamlega geggjaður í þessum leik.
51. mín
Úkraína fær horn Malinovskiy sem vinnur það.
51. mín
Úkraína með fyrirgjöf sem Sverrir Ingi skallar frá.
48. mín
Mudryk með hornspyrnuna, boltinn finnur Mykola Matvienko sýndist mér og hann skallar yfir.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
47. mín
Úkraína fær horn Bolti inn á teiginn sem Daníel Leó nær að pikka aftur fyrir.

Virtist brotið á Hákoni þegar boltinn fór inn á teiginn en ekkert dæmt. Við náum að hreinsa í burtu en Úkraína nær svo að krækja í aðra hornspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Engin breyting á liðunum.

Mynd: Mummi Lú

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Þetta mark... vá!
Mynd: Getty Images

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albert varð að Messi
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks: Með boltann: 61% - 39%
Marktilraunir: 6-2
Hornspyrnur: 2-0
45. mín
Hálfleikur
Það er allt gott að frétta! Ég hreinlega veit ekki hvort ég höndli það að textalýsa seinni hálfleiknum. Þetta er rosalegt.

Aldrei heim!
45. mín
Hákon grípur hornspyrnuna frá Mudryk þægilega
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er 2 mínútur Úkraína að fá horn.
43. mín Gult spjald: Ruslan Malinovskiy (Úkraína)
Hákon liggur eftir, Malinovskiy fór af hörku í hann og fær gula spjaldið. Menn á bekknum vildu sjá rauða litinn.
42. mín
STAÐAN ER ENN 1-0 FYRIR ÍSLAND
39. mín
Andsk.... Yaremchuk fær fyrrigjöf og skorar af stuttu færi.

Flaggið fór ekki á loft en það er VAR skoðun....

MARKIÐ STENDUR EKKI!!!! ÞETTA VAR ROSALEGA TÆPT! Rangstaða dæmd. Hjúkkk
38. mín
Vel gert Hákon! Fyrst varði hann fast skot frá Sudakov í horn og handsamaði svo hornspyrnuna í kjölfarið.
37. mín
Sæbjörn Steinke talaði um að Albert ætti meira heima inn á fótboltavellinum en heima hjá sér. Ég held að það sé bara hreinlega hárrétt hjá honum!
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
35. mín
Mudryk virkilega pirraður eftir að Hákon handsamaði slaka sendingu hans.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
33. mín
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal íslenskra fjölmiðlamanna Svo þurfti maður aðeins að jarðtengja sig og beint í að textalýsa.
30. mín MARK!
Albert Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! MAÐURINN ER GJÖRSAMLEGA Á ELDI!!! Þvílíkt skot frá vítateigsendanum sem syngur í netinu. Alveg út við stöngina.

Albert lék sér aðeins með boltann í aðdragandanum, fór hrikalega illa með tvo varnarmenn Úkraínu sem virkuðu áttavilltir.

SÆÆÆÆLLLL!!!!
27. mín
Þetta hefur verið býsna gott hingað til. Maður er samt svo sannarlega með hnút í maganum enda mikið undir.
23. mín
Mudryk með slaka sendingu inn í teiginn og Hákon Rafn á ekki í nokkrum vandræðum með að hirða boltann.
21. mín Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Stöðvaði skyndisókn Eftir lofandi sókn Íslands og flott tilþrif Arnórs Ingva náðu Úkraínumenn að komast inn í sendingu hans og Sudakov geystist fram. Hákon tók hann niður, skólabókardæmi um yellow.
19. mín
Úkraína með fyrirgjöf, Daníel Leó kemur boltanum frá en "heimamenn" halda áfram. Ruslan Malinovskiy á skot en töluvert framhjá. Vill meina að það hafi komið íslensk snerting og þetta eigi að vera horn en Frakkinn með flautuna ekki sammála því.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
17. mín
Mudryk virðist haltra smá, nær hann að hrista þetta af sér?
16. mín
MYKOLENKO FÆR MJÖG GOTT FÆRI! Einn í teignum og tekur boltann á lofti en sem betur fer hitti hann knöttinn ekki sérstaklega vel og hann flaug framhjá.
15. mín
JÓN DAGUR MEÐ HÖRKUTILRAUN! Fyrsta marktilraun Íslands, Jón Dagur með skot fyrir utan teig sem Lunin náði að skutla sér og slá frá. Algjörlega frábærlega gert hjá Hákoni Arnari í aðdragandanum sem átti lipran sprett, fór framhjá nokkrum leikmönnum Úkraínu og átti svo góða sendingu á Jón Dag.
14. mín
Það var að klárast Víkingaklapp. Heppnaðist ljómandi vel. Húh!
13. mín
Erum í smá brasi með sendingarnar út úr vörninni. Úkraína hefur þó ekkert náð að ógna síðan í upphafi leiks.
11. mín
Guðlaugur Victor með fyrirgjöf frá hægri, rennur í spyrnunni og boltinn fer meðfram grasinu og beint í fangið á Lunin, markverði Real Madrid.
10. mín
Ísland að láta boltann ganga sín á milli þegar Sverrir sendir boltann beint útaf. Megum ekki gera mikið meira af þessu.
9. mín
Albert þvílíkt nálægt því að koma sér inn í galna sendingu frá Sudakov en rétt missir af boltanum. Hefði fengið tækifæri til að koma sér einn í gegn ef hann hefði náð til boltans.
7. mín
Jói Berg fór upp í skallaeinvígi og lenti illa. Hann getur haldið leik áfram.

Ísland að halda ágætlega í boltann núna eftir öfluga byrjun Úkraínu fyrstu mínúturnar.
6. mín
Albert með aukaspyrnuna inn í teiginn en enginn íslenskur leikmaður nær til boltans. Dómarinn virðist svo dæma brot á einhvern Íslendinginn.
5. mín
Albert rifinn niður af Sudakov, Ísland fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Úkraínu úti vinstra megin.
3. mín
Úkraína ógnar í byrjun Þvílík læti þegar Úkraína nær að koma sér í fyrstu sókn leiksins, Mudryk nær að komast inn í teiginn og á sendingu en Daníel Leó nær að pikka boltanum í burtu og svo kom hreinsun.

Strax á eftir lætur Sudakov vaða af löngu færi en hátt yfir.
1. mín
TURPIN HEFUR FLAUTAÐ TIL LEIKS! Það er stemning á vellinum. Ísland hóf leik. Hákon Arnar með upphafsspyrnu leiksins.

MEGI BETRA LIÐIÐ VINNA OG MEGI ÞAÐ VERA ÍSLAND!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn Úkraínumenn með þjóðfána sinn yfir axlirnar. Við erum bláir í kvöld, þeir gulir. Hefðbundið. Þjóðsöngvarnir næst.
Fyrir leik
ÞETTA ER AÐ BRESTA Á!!! Dömur mínar og herrar! Það er komið að þessu! Leikið til þrautar, annað liðið verður á EM í sumar en hitt ekki. Þetta gæti farið alla leið í framlengingu og mögulega vítakeppni.
Fyrir leik
Myndir úr upphitun íslenska landsliðsins:
Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Fyrir leik
'Ísland á EM' heyrist sungið frá horninu þar sem íslensku stuðningsmennirnir eru saman
Mynd: Mummi Lú

Fyrir leik
Samherjar sem eru mótherjar í kvöld
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson faðmaði Ruslan Malinovskyi, liðsfélaga sinn hjá Genoa, þegar liðin fóru út á völl áðan.
Fyrir leik
Auðvelt að skapa læti í stúkunni Þrátt fyrir að leikurinn sé í Póllandi þá stýrir úkraínska fótboltasambandið allri umgjörð leiksins hérna í kvöld. Úkraínskir söngvar óma og ýmislegt gert til að gera þetta að þeirra heimavelli. Það er alveg ljóst að leikvangurinn er hannaður til að auðvelt sé að skapa læti og stemningu því þó að áhorfendur séu enn að koma sér fyrir er hávaðinn þokkalega mikill.
Fyrir leik
Zinchenko á úkraínska bekknum Sergiy Rebrov, þjálfari úkraínska landsliðsins, gerir þrjár breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi frá undanúrslitaleiknum gegn Bosníu á fimmtudag.

Oleksandr Zinchenko, fyrirliði Úkraínu og leikmaður Arsenal, tekur sér sæti á bekknum. Það gera einnig Artem Dovbyk framherji Girona og Oleksandr Zubkov sem spilar með Shakhtar Donetsk.

Inn í liðið koma þeir Ruslan Malinovskiy, Roman Yaremchuk sem var hetja Úkraínu á fimmtudag, og Viktor Tsygankov.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Þegar íslenska liðið mætti til leiks á leikvanginn
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Smá innlit í klefa Íslands
Mynd: Getty Images

Fyrir leik
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Fyrir leik
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Jói Berg, Jón Dagur og Andri Lucas inn Búið er að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Úkraínu.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Ísrael á fimmtudag. Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í liðið og ber fyrirliðabandið í kvöld. Þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Jón Dagur Þorsteinsson koma einnig inn. Willum Þór Willumsson og Orri Steinn Óskarsson taka sér sæti á bekknum og Arnór Sigurðsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Fyrir leik
Vinir sem mætast
Mynd: Mummi Lú

Það var góð stemning hjá stuðningsmönnum beggja liða í upphitun fyrir leikinn og menn sameinuðust í stemningunni í miðborg Wroclaw.
Fyrir leik
Flestir spá Úkraínu sigri
Mynd: Getty Images

Veðbankar eru allir á einu máli, Úkraína er talsvert sigurstranglegra liðið í þessum leik. En úkraínskir stuðningsmenn eru smá skelkaðir eftir að þeir áttu í vandræðum með Bosníumenn í undanúrslitunum.
Fyrir leik
Mikilvægt fyrir Ísland sem þjóð
Mynd: Getty Images

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands:
„Það breytir öllu fyrir lið að komast á EM eða HM því þá erum við lengur saman og getum unnið í hlutum og leikmenn kynnast hvor öðrum enn betur. Þegar leikmenn eru hjá félagsliðum spila menn stundum aðeins öðruvísi, eru með öðrum leikmönnum og þess vegna vil ég líka halda hópnum hér eins mikið saman og hægt er. Þá er hægt að þjálfa og æfa saman. Á EM fengjum við mikinn tíma saman og það myndast meira öryggi í mönnum því það er alltaf erfitt að byrja á einhverju þegar menn koma í verkefni, það eru fáir dagar til að æfa. Að komast á EM er lífsnauðsynlegt fyrir okkur til að komast lengra, auka við trúna hjá mönnum."

„Það yrði einnig lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta, það væri ný saga fyrir fótboltann á Íslandi. Þetta er bæði mikilvægt fyrir Ísland sem þjóð og fótboltann á Íslandi."

   26.03.2024 11:28
Hareide: Mikilvægt bæði fyrir íslensku þjóðina og fótboltann á Íslandi
Fyrir leik
Íslenskir stuðningsmenn í stuði „Ég er búinn að vera nokkuð þægilegur yfir þessum leik, veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínumenn en ég er ekkert voðalega smeykur við þetta. Það er gott 'vibe' í borginni, gott stand á liðinu og þetta er bara einn leikur til að koma okkur á EM. Menn fara bara 'all-in'. Ég er bara bjartur," sagði Jóhann D Bianco eða Joey Drummer, einn af forsprökkum Tólfunnar, við Fótbolta.net á leikdegi í Wroclaw.

   26.03.2024 15:49
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Mynd: Mummi Lú
Fyrir leik
Einn besti dómari heims með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Franski dómarinn Clement Turpin verður með flautuna.

Turpin er einn besti dómari heims og dæmdi á HM 2018 og 2022 og á Evrópumótunum 2016 og 2020. Árið 2022 dæmdi hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar, viðureign Liverpool og Real Madrid.

Turpin hefur áður dæmt landsleik milli Úkraínu og Íslands. Hann dæmdi leik liðanna í september 2016 þegar þau mættust í undankeppni HM í Kænugarði. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli.

Sá leikur var leikinn án áhorfenda þar sem Úkraína hafði fengið refsingu vegna óláta áhorfenda.

Allt dómarateymið sem starfar á leiknum í dag er skipað Frökkum.
Fyrir leik
Úrslitastund, ég skal segja ykkur það! Það er komið að þessu. Wroclaw skálin er sviðið. Úkraína - Ísland er leikurinn. Flautað til leiks 19:45 (að staðartíma 20:45). Fiðringur í maganum. Við erum einum leik frá EM.

Mynd: Getty Images
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson ('63)
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson (F)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('87)
10. Albert Guðmundsson
17. Hákon Arnar Haraldsson ('87)
18. Daníel Leó Grétarsson
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('63)

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Hjörtur Hermannsson
11. Alfreð Finnbogason
14. Kolbeinn Finnsson ('63)
15. Willum Þór Willumsson
16. Mikael Anderson ('87)
18. Mikael Egill Ellertsson ('87)
20. Orri Steinn Óskarsson ('63)
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Hákon Arnar Haraldsson ('21)
Sverrir Ingi Ingason ('56)
Jóhann Berg Guðmundsson (F) ('90)

Rauð spjöld: