Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 26. mars 2024 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Hareide: Mikilvægt bæði fyrir íslensku þjóðina og fótboltann á Íslandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var á fréttamannafundi í gær spurður út í hvaða þýðingu það hefði fyrir íslenska landsliðið að ná að tryggja sér sæti á EM í sumar.

Í kvöld fer fram úrslitaleikur gegn Úkraínu um sæti á EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

„Það breytir öllu fyrir lið að komast á EM eða HM því þá erum við lengur saman og getum unnið í hlutum og leikmenn kynnast hvor öðrum enn betur. Þegar leikmenn eru hjá félagsliðum spila menn stundum aðeins öðruvísi, eru með öðrum leikmönnum og þess vegna vil ég líka halda hópnum hér eins mikið saman og hægt er. Þá er hægt að þjálfa og æfa saman. Á EM fengjum við mikinn tíma saman og það myndast meira öryggi í mönnum því það er alltaf erfitt að byrja á einhverju þegar menn koma í verkefni, það eru fáir dagar til að æfa. Að komast á EM er lífsnauðsynlegt fyrir okkur til að komast lengra, auka við trúna hjá mönnum."

„Það yrði einnig lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta, það væri ný saga fyrir fótboltann á Íslandi. Þetta er bæði mikilvægt fyrir Ísland sem þjóð og fótboltann á Íslandi,"
sagði sá norski.
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Athugasemdir
banner
banner