Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   þri 26. mars 2024 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Icelandair
Trommarinn geðþekki.
Trommarinn geðþekki.
Mynd: Mummi Lú
„Ég er búinn að vera nokkuð þægilegur yfir þessum leik, veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínumenn en ég er ekkert voðalega smeykur við þetta. Það er gott 'vibe' í borginni, gott stand á liðinu og þetta er bara einn leikur til að koma okkur á EM. Menn fara bara 'all-in'. Ég er bara bjartur," sagði Jóhann D Bianco eða Joey Drummer, einn af forsprökkum Tólfunnar, við Fótbolta.net á leikdegi í Wroclaw.

Drummsen, eins og stendur aftan á treyjunni, segir ekkert skemmtilegra en að horfa á íslenska landsliðið.

„Besta stund sem ég hef upplifað persónulega var þessi mánuður sem við eyddum í Frakklandi, það var sturlað. Allir Íslendingar eiga skilið að upplifa svona minningar allavega einu sinni á lífsleiðinni. Við ætlum að reyna allt sem við getum til að koma öllum Íslendingum á þetta geggjaða EM í Þýskalandi - gera alvöru EM sumar."

Allt er klárt fyrir leikinn í kvöld og er Joey að vinna í því að koma sér upp í 12 á skalanum 1-10.

Joey spáir 2-1 sigri Íslands; Alfreð Finnbogason og Albert Guðmundsson með mörkin. „Ekta leikur fyrir Finnbogason að koma og loka þessu drasli. Drullum okkur á EM og þá get ég lagt kjuðana á hilluna og sagt þetta gott."

Íþróttaguðirnir hafa verið góðir við trommarann síðustu daga, sigrar hjá Keflavík í körfunni, Man Utd lagði Liverpool og Ísland vann Ísrael. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Joey nefnir þar einnig Heimi Hallgrímsson og þýska stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem mæta á leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner