Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 26. mars 2024 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Icelandair
Trommarinn geðþekki.
Trommarinn geðþekki.
Mynd: Mummi Lú
„Ég er búinn að vera nokkuð þægilegur yfir þessum leik, veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínumenn en ég er ekkert voðalega smeykur við þetta. Það er gott 'vibe' í borginni, gott stand á liðinu og þetta er bara einn leikur til að koma okkur á EM. Menn fara bara 'all-in'. Ég er bara bjartur," sagði Jóhann D Bianco eða Joey Drummer, einn af forsprökkum Tólfunnar, við Fótbolta.net á leikdegi í Wroclaw.

Drummsen, eins og stendur aftan á treyjunni, segir ekkert skemmtilegra en að horfa á íslenska landsliðið.

„Besta stund sem ég hef upplifað persónulega var þessi mánuður sem við eyddum í Frakklandi, það var sturlað. Allir Íslendingar eiga skilið að upplifa svona minningar allavega einu sinni á lífsleiðinni. Við ætlum að reyna allt sem við getum til að koma öllum Íslendingum á þetta geggjaða EM í Þýskalandi - gera alvöru EM sumar."

Allt er klárt fyrir leikinn í kvöld og er Joey að vinna í því að koma sér upp í 12 á skalanum 1-10.

Joey spáir 2-1 sigri Íslands; Alfreð Finnbogason og Albert Guðmundsson með mörkin. „Ekta leikur fyrir Finnbogason að koma og loka þessu drasli. Drullum okkur á EM og þá get ég lagt kjuðana á hilluna og sagt þetta gott."

Íþróttaguðirnir hafa verið góðir við trommarann síðustu daga, sigrar hjá Keflavík í körfunni, Man Utd lagði Liverpool og Ísland vann Ísrael. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Joey nefnir þar einnig Heimi Hallgrímsson og þýska stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem mæta á leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner