Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 26. mars 2024 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Icelandair
Trommarinn geðþekki.
Trommarinn geðþekki.
Mynd: Mummi Lú
„Ég er búinn að vera nokkuð þægilegur yfir þessum leik, veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínumenn en ég er ekkert voðalega smeykur við þetta. Það er gott 'vibe' í borginni, gott stand á liðinu og þetta er bara einn leikur til að koma okkur á EM. Menn fara bara 'all-in'. Ég er bara bjartur," sagði Jóhann D Bianco eða Joey Drummer, einn af forsprökkum Tólfunnar, við Fótbolta.net á leikdegi í Wroclaw.

Drummsen, eins og stendur aftan á treyjunni, segir ekkert skemmtilegra en að horfa á íslenska landsliðið.

„Besta stund sem ég hef upplifað persónulega var þessi mánuður sem við eyddum í Frakklandi, það var sturlað. Allir Íslendingar eiga skilið að upplifa svona minningar allavega einu sinni á lífsleiðinni. Við ætlum að reyna allt sem við getum til að koma öllum Íslendingum á þetta geggjaða EM í Þýskalandi - gera alvöru EM sumar."

Allt er klárt fyrir leikinn í kvöld og er Joey að vinna í því að koma sér upp í 12 á skalanum 1-10.

Joey spáir 2-1 sigri Íslands; Alfreð Finnbogason og Albert Guðmundsson með mörkin. „Ekta leikur fyrir Finnbogason að koma og loka þessu drasli. Drullum okkur á EM og þá get ég lagt kjuðana á hilluna og sagt þetta gott."

Íþróttaguðirnir hafa verið góðir við trommarann síðustu daga, sigrar hjá Keflavík í körfunni, Man Utd lagði Liverpool og Ísland vann Ísrael. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Joey nefnir þar einnig Heimi Hallgrímsson og þýska stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem mæta á leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner