Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 26. mars 2024 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Icelandair
Trommarinn geðþekki.
Trommarinn geðþekki.
Mynd: Mummi Lú
„Ég er búinn að vera nokkuð þægilegur yfir þessum leik, veit ekki hvort ég sé að vanmeta Úkraínumenn en ég er ekkert voðalega smeykur við þetta. Það er gott 'vibe' í borginni, gott stand á liðinu og þetta er bara einn leikur til að koma okkur á EM. Menn fara bara 'all-in'. Ég er bara bjartur," sagði Jóhann D Bianco eða Joey Drummer, einn af forsprökkum Tólfunnar, við Fótbolta.net á leikdegi í Wroclaw.

Drummsen, eins og stendur aftan á treyjunni, segir ekkert skemmtilegra en að horfa á íslenska landsliðið.

„Besta stund sem ég hef upplifað persónulega var þessi mánuður sem við eyddum í Frakklandi, það var sturlað. Allir Íslendingar eiga skilið að upplifa svona minningar allavega einu sinni á lífsleiðinni. Við ætlum að reyna allt sem við getum til að koma öllum Íslendingum á þetta geggjaða EM í Þýskalandi - gera alvöru EM sumar."

Allt er klárt fyrir leikinn í kvöld og er Joey að vinna í því að koma sér upp í 12 á skalanum 1-10.

Joey spáir 2-1 sigri Íslands; Alfreð Finnbogason og Albert Guðmundsson með mörkin. „Ekta leikur fyrir Finnbogason að koma og loka þessu drasli. Drullum okkur á EM og þá get ég lagt kjuðana á hilluna og sagt þetta gott."

Íþróttaguðirnir hafa verið góðir við trommarann síðustu daga, sigrar hjá Keflavík í körfunni, Man Utd lagði Liverpool og Ísland vann Ísrael. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Joey nefnir þar einnig Heimi Hallgrímsson og þýska stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem mæta á leikinn í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner