Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
HK
0
4
ÍA
Þorsteinn Aron Antonsson '41
0-1 Arnór Smárason '52
0-2 Viktor Jónsson '60
0-3 Viktor Jónsson '66
0-4 Viktor Jónsson '70
14.04.2024  -  17:00
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 980
Maður leiksins: Viktor Jónsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason ('81)
11. Marciano Aziz ('63)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Tumi Þorvarsson ('71)
30. Atli Þór Jónasson ('71)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason ('63)
19. Birnir Breki Burknason ('71)
20. Ísak Aron Ómarsson
22. Andri Már Harðarson
24. Magnús Arnar Pétursson ('71)
29. Karl Ágúst Karlsson ('81)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('82)

Rauð spjöld:
Þorsteinn Aron Antonsson ('41)
Leik lokið!

Eftir þennan bragðdaufa fyrri hálfleik réði lið HK manni færri ekkert við Skagamenn í þeim síðari. Ekki hægt að segja annað en sigurinn sé fyllilega verðskuldaður.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
91. mín
Þrennu Viktor fagnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

90. mín
Uppbótartóminn er að minnsta kosti þrjár mínútur.

Og klukkan í Kórnum gengur ekki áfram.
90. mín
Það eru 980 áhorfendur í Kórnum í dag.

Köllum það bara nokkuð gott.
86. mín
Stöngin
Arnleifur með skot í stöngina fyrir ÍA. Færið þröngt en skotið gott.
85. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
84. mín
Fyrirgjöf frá Ívari Erni frá vinstri úr aukaspyrnu skapar usla en heimamenn finna ekki markið frekar en fyrr í leiknum.
83. mín Gult spjald: Árni Salvar Heimisson (ÍA)
82. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Gult fyrir peysutog
81. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Atli Hrafn Andrason (HK)
80. mín
Skagmenn halda í boltann en hafa hægt nokkuð á frá því sem var. Enda leikurinn svo gott sem búinn.
76. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
76. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Viktor Jónsson (ÍA)
73. mín
Fínasta tilraun hjá HK
Skyndisókn upp miðjan völlinn. Boltinn út til vinstri á Nunn sem leikur aðeins inn á teiginn og reynir að snúa boltann í hornið fjær en Árni vel á verði og slær í horn.
71. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
71. mín
Inn:Magnús Arnar Pétursson (HK) Út:Tumi Þorvarsson (HK)
70. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
Þrenna í hús
Alltof auðvelt fyrir Skagamenn.

Fyrirgjöf frá vinstri frá Vall inn á miðjan teiginn þar sem Viktor ræðst á boltann og skallar í netið framhjá Arnari.

Fyrsta þrenna Bestu deildarinnar þetta árið.
69. mín
Enn ógnar Skaginn
Hinrik Harðarson kassar boltann laglega niður í teignum og nær skotinu en boltinn beint á Arnar í markinu.
66. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Skagamenn að ganga frá þessu
Boltinn innfyrir vörn HK hægra megin. Viktor í rangstöðu hættir við að elta boltann og eftirlætur Steinari boltann. Steinar keyrir upp að endamörkum þar sem hann sker boltann aftur út í teiginn beint á Viktor sem einn og yfirgefinn líkt og í fyrra marki sínu skilar boltanum af fagmennsku í netið.
64. mín
Köngulóarmaðurinn lifir enn hjá HK. Brýst hér inn á teiginn frá vinstri og nær boltanum fyrir markið en því miður ekki á samherja. Boltinn að endingu í fang Árna í marki ÍA.
63. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
63. mín
Inn:Kristján Snær Frostason (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
61. mín
Vardic með hörkuskot eftir snarpa sókn ÍA en nokkuð beint á Arnar
60. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
Skagamenn tvöfalda
Fyrirgjöf og mark. Vall fær tíma og pláss úti vinstra megin til að teikja fyrirfjöfina beint á fætur Viktors sem stendur aleinn við markteig og á ekki í nokkrum vandræðum með að skila boltanum í netið fram hjá Arnari.
58. mín
Skagamenn fagna marki Arnórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

57. mín
Eins og kannski við var að búast einoka gestirnir boltann hér framan af í síðari hálfleik. Þetta gæti orðið langur seinni hálfleikur fyrir HK.
52. mín MARK!
Arnór Smárason (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Einfalt og árangursríkt Skagamenn færa boltann hratt frá vinstri til hægri á vítateigslínu HK. Boltinn berst á Arnór sem er ekkert að tefja þetta og lætur vaða með jörðinni beint í nærhornið óverjandi fyrir Arnar.
50. mín
Vall með fyrirgjöf frá vinstri yfir á fjær. Jón Gísli mætir og vonnur einvígið og nær skalla á markið. Arnar mættur og grípur boltann.
48. mín
Skagamenn sækja uppskera horn.

Skallað frá á Jón Gísla sem bíður fyrir utan teig HK. Hann reynir skotið en hátt yfir fer boltinn
46. mín
Arnþór Ari fellur niður í miðvörðinn af miðjunni með Leifi til að fylla í skarðið fyrir Þorstein.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir hefja þennan síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Við vonum að síðari hálfleikur verði skemmtilegri
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Kórnum.

Heilt yfir verið nokkuð bragðdaufur fyrri hálfleikur þar til kom að rauða spjaldinu. Atvik sem breytir öllu hvað síðari hálfleikinn varðar hvað upplegg allavega HK varðar. Gæti lokað leiknum enn frekar falli HK djúpt og bjóði ÍA að halda í boltann en gæti snúist upp í andhverfu sína finni Skagamenn fljótlega leið í gegnum vörn HK.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti ein mínúta.
44. mín
Rauða spjaldinu lyft áðan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

42. mín
Marko Vardic með hörkuskot úr aukaspyrnunni sem sem Arnar Freyr slær í horn.

Upp úr horninu kemur ekkert.
41. mín Rautt spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
Dýrkeypt mistök Klikkar á einfaldri sendingu til baka undir pressu og Steinar Þorsteinsson kemst í boltann og fer framhjá Þorsteini og brunar í átt að marki. Þorsteinn hangir aftan í honum og togar hann niður sem afasti varnarmaður og fær því rautt spjald.

Held að lítið sé hægt að kvarta yfir því.
39. mín
Helstu tilraunir liðanna verið með langskotum, Hinrik Harðarson með eitt fyrir ÍA hér. Hittir ekki markið.
37. mín
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina á lofti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

33. mín
Tumi með tilraun af 20 metrum fyrir HK, boltinn skoppaði eitthvað illa fyrir hann á grasinu og skotið eftir því...himinhátt yfir.
30. mín
Bæði lið verið að gera talsvert af klaufalegum mistökum. Einfaldar sendingar að klikka hér og þar og leikurinn talsvert hægur fyrir vikið.
28. mín
HK sækir hornspyrnu.

Þeirra fyrsta í leiknum.

Atli Þór rís hæst í teignum en nær ekki að stýra boltanum á markið.
25. mín
Skagamenn sækja hratt en ná ekki að nýta sér það. Steinar Þorsteinsson fær hressilega byltu eftir viðskipti við Aziz sem var alltof seinn í hann. Aukaspyrna niðurstaðan og Aziz sleppur við spjald rétt eins og Oliver fyrr í leiknum.

Samræmið í lagi þar.
23. mín
Marko Vardic fær tiltal frá Erlendi fyrir brot á Atla Hrafni. Mjög gott efnið í treyjunni hjá Atla..... það sást langar leiðir
19. mín
Illa farið með frábæra stöðu Tumi einfaldlega sterkari en Hlynur Svævar í baráttu um boltann eftir langa sendingu fram í kjölfar hornspyrnu ÍA. Hann finnur svo Atla Þór sem er einn gegn Árna Marinó en flýtir sér alltof mikið og tekur skotið snemma sem fer beint á Árna. Hafði meiri tíma og gat farið mun nær og reynt að opna færið betur.
19. mín
Vall með fyrirgjöf úr djúpinu sem þvingar Ívar Örn í að skalla afturfyrir og gefa horn.
18. mín
Leikurinn í rólegra lagi hvað fallegan fótbolta og færi varðar sem stendur. Baráttan mikil vissulega en vantar aðeins upp á skemmtanagildið.
13. mín
Skagamenn að sækja i sig veðrið
Arnór Smárason með skot af talsverðu færi. Boltinn talsvert fjarri markinu.
10. mín
Arnar Freyr með vörslu
Hinrik Harðarson gerir lítið úr Arnþóri Ara á vellinum og kemur boltanum út til vinstri á Vall. Vall krossar boltann fyrir markið frá vinstri á varnarmann sem skallar beint upp í loftið í teignum. Viktor Jónsson tekur sénsinn og nær ágætis skalla á merkið sem Arnar Freyr slær frá marki sínu.
6. mín
George Nunn með skot að marki úr mjög þröngu færi. Árni Marinó ekki í vandræðum með að slá boltann frá. HK heldur pressunni og vinnur aukaspyrnu á áltilegum stað til fyrirgjafar frá hægri.
5. mín
Oliver Stefánsson sleppur ódýrt þarna. Alltof seinn í Aziz á miðjum vellinum. en sleppur við spjaldið.
3. mín
Atli Þór hefur betur í baráttu við Erik Tobias í baráttu um boltann við teig ÍA. Dæmdur brotlegur þó og það réttilega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Kórnum. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Ljósin slökkt í Kórnum. Það á að hlaða í alvöru kynningu fyrir leik.

Við kunnum að meta það.
Fyrir leik
Ómar Ingi er ekki að hræra neitt i liði sínu frá leiknum gegn KA um liðna helgi. Sama byrjunarlið mætir til leiks hér í dag og gerði þar. Það sama gerir Jón Þór Hauksson með fyrstu ellefu hjá ÍA. Óbreytt byrjunarlið með öllu hjá báðum liðum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hvar er tilkynningin um Rúnar Má?
   05.04.2024 14:37
Rúnar Már tilkynntur hjá ÍA í næstu viku


Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson verður tilkynntur sem nýr leikmaður ÍA í næstu viku.

Frá þessu greindi Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, á fréttamannafundi Vals fyrir leik Vals og ÍA fyrir rúmlega viku síðan. Ekkert bólar þó enn á formlegri tilkynningu en menn eru væntanlega að hnýta fyrir alla lausa enda og klára málin á næstu dögum.
Fyrir leik
Tríóið og meira til Erlendur Eiriksson flautar leikinn í Kórnum í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Kristján Már Ólafs og Bergur Daði Ágústsson.
Fjórði dómari er Elías Ingi Árnason og eftirlitsmaður KSÍ Jón Magnús Guðjónsson.


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Kristján Óli spáir
Sérfræðingurinn úr Þungvigtinni Kristján Óli Sigurðsson spáir í spilin í þessari annari umferð fyrir Fótbolta.net. Um leik HK og ÍA sagði Kristján.

HK 2 - 1 ÍA
Fyrsti leikurinn undir ljósunum í Kórnum hefur alltaf ákveðinn sjarma. HK fullir sjálfstrausts eftir jafnteflið fyrir norðan og ÍA án stiga eftir að hafa verið í eltingaleik á Hlíðarenda í 90 mínútur. Mín tilfinning er að HK ultras stuningssveitin kreisti út 3 punkta í 2-1 sigri. Atlarnir tveir, Jónasson og Arnarson með mörkin en Albert Hafsteinsson klórar í bakkann.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
HK
Lið HK sem flestir spá að verði í basli á þessu tímabili heimsótti lið KA á Akureyri. Þar sótti liðið sterkt stig í vetrarríkinu sem ríkti á Akureyri eftir 1-1 jafntefli. Lið HK komst ekki heim strax að leik loknum en Ómar var þó á því að stigið gerði dvölina bærilegri.

   07.04.2024 16:12
Ómar Ingi: Vonandi er einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið
Fyrir leik
ÍA
Lið Skagans mætti á N1 völlinn í fyrstu umferð og mætti þar Val. Rýr varð uppskeran fyrir lið ÍA þar í þetta sinn en þeir sneru heim stigalausir eftir 2-0 tap.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var þó ánægður með lið sitt að leik loknum þrátt fyrir tapið.

   07.04.2024 21:48
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Fyrir leik
Kórinn heilsar
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik HK og ÍA í annari umferð Bestu deildarinnar. Flautað verður til leiks í Kórnum klukkan 17.

Mynd: Krissý

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('76)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f) ('76)
10. Steinar Þorsteinsson ('85)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('63)

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('76)
18. Guðfinnur Þór Leósson ('85)
22. Árni Salvar Heimisson ('76)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Árni Salvar Heimisson ('83)

Rauð spjöld: