Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 07. apríl 2024 21:48
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Jón Þór þjálfari ÍA
Jón Þór þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnvegin eins og við áttum von á. Vals liðið auðvitað frábært fótboltalið og með virkilega öfluga einstaklinga innan liðsins og við ströggluðum á köflum í leiknum en ég var virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei." sagði Jón Þór Hauksson þjáfari ÍA eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar árið 2024


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég var óánægður með mörkin sem við fáum á okkur. Það eru fyrirgjafir þar sem við ströggluðum aðeins með að koma boltanum almennilega frá og almennilega í burtu, við hefðum geta gert betur í þeim og síðan vantaði okkur þetta moment til að falla með okkur. Við fáum frábær færi sitt hvoru megin við hálfleikinn sem hefði verið gaman að nýta."

..Mín tilfinning er sú er að vantaði herslumuninn og ef við hefðum fengið það að þá hefði komið aukin orka og sjálfstraust í mitt lið."

Skagamenn héldu Valsmönnum lengi í 0-0 fram að fyrsta markinu og liðið brotnaði ekki eftir að hafa lent undir og Jón Þót var ánægður með varnarleik liðsins í kvöld þrátt fyrir tap. 

„Frábær varnarleikur og markvarsla í þessum leik og liðheild allan leikinn, eins og ég segi það hefði alveg getað brotnað á einhverjum köflum en mér fannst mér við aldrei líklegir til þess og ég er gríðarlega stolltur af því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér asð ofan


Athugasemdir
banner
banner