Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   sun 07. apríl 2024 21:48
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Jón Þór þjálfari ÍA
Jón Þór þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnvegin eins og við áttum von á. Vals liðið auðvitað frábært fótboltalið og með virkilega öfluga einstaklinga innan liðsins og við ströggluðum á köflum í leiknum en ég var virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei." sagði Jón Þór Hauksson þjáfari ÍA eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar árið 2024


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég var óánægður með mörkin sem við fáum á okkur. Það eru fyrirgjafir þar sem við ströggluðum aðeins með að koma boltanum almennilega frá og almennilega í burtu, við hefðum geta gert betur í þeim og síðan vantaði okkur þetta moment til að falla með okkur. Við fáum frábær færi sitt hvoru megin við hálfleikinn sem hefði verið gaman að nýta."

..Mín tilfinning er sú er að vantaði herslumuninn og ef við hefðum fengið það að þá hefði komið aukin orka og sjálfstraust í mitt lið."

Skagamenn héldu Valsmönnum lengi í 0-0 fram að fyrsta markinu og liðið brotnaði ekki eftir að hafa lent undir og Jón Þót var ánægður með varnarleik liðsins í kvöld þrátt fyrir tap. 

„Frábær varnarleikur og markvarsla í þessum leik og liðheild allan leikinn, eins og ég segi það hefði alveg getað brotnað á einhverjum köflum en mér fannst mér við aldrei líklegir til þess og ég er gríðarlega stolltur af því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér asð ofan


Athugasemdir
banner