Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 07. apríl 2024 21:48
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Jón Þór þjálfari ÍA
Jón Þór þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnvegin eins og við áttum von á. Vals liðið auðvitað frábært fótboltalið og með virkilega öfluga einstaklinga innan liðsins og við ströggluðum á köflum í leiknum en ég var virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei." sagði Jón Þór Hauksson þjáfari ÍA eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar árið 2024


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég var óánægður með mörkin sem við fáum á okkur. Það eru fyrirgjafir þar sem við ströggluðum aðeins með að koma boltanum almennilega frá og almennilega í burtu, við hefðum geta gert betur í þeim og síðan vantaði okkur þetta moment til að falla með okkur. Við fáum frábær færi sitt hvoru megin við hálfleikinn sem hefði verið gaman að nýta."

..Mín tilfinning er sú er að vantaði herslumuninn og ef við hefðum fengið það að þá hefði komið aukin orka og sjálfstraust í mitt lið."

Skagamenn héldu Valsmönnum lengi í 0-0 fram að fyrsta markinu og liðið brotnaði ekki eftir að hafa lent undir og Jón Þót var ánægður með varnarleik liðsins í kvöld þrátt fyrir tap. 

„Frábær varnarleikur og markvarsla í þessum leik og liðheild allan leikinn, eins og ég segi það hefði alveg getað brotnað á einhverjum köflum en mér fannst mér við aldrei líklegir til þess og ég er gríðarlega stolltur af því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér asð ofan


Athugasemdir
banner
banner