City horfir til Bruno og Reijnders - Chelsea vill Rodrygo - Leeds hyggst selja Meslier
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   sun 07. apríl 2024 21:48
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei
Jón Þór þjálfari ÍA
Jón Þór þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn spilast nokkurnvegin eins og við áttum von á. Vals liðið auðvitað frábært fótboltalið og með virkilega öfluga einstaklinga innan liðsins og við ströggluðum á köflum í leiknum en ég var virkilega ánægður með að við brotnuðum aldrei." sagði Jón Þór Hauksson þjáfari ÍA eftir tapið gegn Val í fyrstu umferð Bestu deildarinnar árið 2024


Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 ÍA

„Ég var óánægður með mörkin sem við fáum á okkur. Það eru fyrirgjafir þar sem við ströggluðum aðeins með að koma boltanum almennilega frá og almennilega í burtu, við hefðum geta gert betur í þeim og síðan vantaði okkur þetta moment til að falla með okkur. Við fáum frábær færi sitt hvoru megin við hálfleikinn sem hefði verið gaman að nýta."

..Mín tilfinning er sú er að vantaði herslumuninn og ef við hefðum fengið það að þá hefði komið aukin orka og sjálfstraust í mitt lið."

Skagamenn héldu Valsmönnum lengi í 0-0 fram að fyrsta markinu og liðið brotnaði ekki eftir að hafa lent undir og Jón Þót var ánægður með varnarleik liðsins í kvöld þrátt fyrir tap. 

„Frábær varnarleikur og markvarsla í þessum leik og liðheild allan leikinn, eins og ég segi það hefði alveg getað brotnað á einhverjum köflum en mér fannst mér við aldrei líklegir til þess og ég er gríðarlega stolltur af því."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér asð ofan


Athugasemdir
banner