Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   sun 07. apríl 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ómar Ingi: Vonandi er einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er stoltur af því hvað leikmenn lögðu á sig fyrir stiginu eftir erfiðan og öðruvísi undirbúning," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir jafntefli gegn KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 17 en var færður vegna veðurs. Kópavogsliðið ferðaðist í átta tíma með rútu til Akureyrar í gær og ljóst að liðið kemst ekki heim í dag.

„Við vorum aðeins til baka til að byrja með. Svo fórum við aðeins að stíga aðeins á þá, það opnaðist aðeins meira fyrir okkur en þá líka. Arnar á ekki að þurfa að hafa svona mikið að gera en frábært að hann sé klár í það þegar þess þarf," sagði Ómar en Arnar Freyr í marki HK átti frábæran leik.

HK er spáð falli af flestum í ár en liðið er staðráðið í því að afsanna það.

„Það skiptir engu máli, við erum í þannig verkefni að afsanna þessar spár og sýna fram á það að það sem við trúum á að búi í liðinu sé til staðar," sagði Ómar.

Eins og áður segir er óvíst hvenær HK kemst aftur heim.

„Það er vonandi einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið og taka stöðuna. Það er töluvert skárra að vera hér með allavega stig ef við þurfum að vera hérna eitthvað lengur," sagði Ómar léttur í bragði.


Athugasemdir