Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 07. apríl 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ómar Ingi: Vonandi er einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er stoltur af því hvað leikmenn lögðu á sig fyrir stiginu eftir erfiðan og öðruvísi undirbúning," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir jafntefli gegn KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 17 en var færður vegna veðurs. Kópavogsliðið ferðaðist í átta tíma með rútu til Akureyrar í gær og ljóst að liðið kemst ekki heim í dag.

„Við vorum aðeins til baka til að byrja með. Svo fórum við aðeins að stíga aðeins á þá, það opnaðist aðeins meira fyrir okkur en þá líka. Arnar á ekki að þurfa að hafa svona mikið að gera en frábært að hann sé klár í það þegar þess þarf," sagði Ómar en Arnar Freyr í marki HK átti frábæran leik.

HK er spáð falli af flestum í ár en liðið er staðráðið í því að afsanna það.

„Það skiptir engu máli, við erum í þannig verkefni að afsanna þessar spár og sýna fram á það að það sem við trúum á að búi í liðinu sé til staðar," sagði Ómar.

Eins og áður segir er óvíst hvenær HK kemst aftur heim.

„Það er vonandi einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið og taka stöðuna. Það er töluvert skárra að vera hér með allavega stig ef við þurfum að vera hérna eitthvað lengur," sagði Ómar léttur í bragði.


Athugasemdir
banner
banner
banner