Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   sun 07. apríl 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ómar Ingi: Vonandi er einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er stoltur af því hvað leikmenn lögðu á sig fyrir stiginu eftir erfiðan og öðruvísi undirbúning," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir jafntefli gegn KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 17 en var færður vegna veðurs. Kópavogsliðið ferðaðist í átta tíma með rútu til Akureyrar í gær og ljóst að liðið kemst ekki heim í dag.

„Við vorum aðeins til baka til að byrja með. Svo fórum við aðeins að stíga aðeins á þá, það opnaðist aðeins meira fyrir okkur en þá líka. Arnar á ekki að þurfa að hafa svona mikið að gera en frábært að hann sé klár í það þegar þess þarf," sagði Ómar en Arnar Freyr í marki HK átti frábæran leik.

HK er spáð falli af flestum í ár en liðið er staðráðið í því að afsanna það.

„Það skiptir engu máli, við erum í þannig verkefni að afsanna þessar spár og sýna fram á það að það sem við trúum á að búi í liðinu sé til staðar," sagði Ómar.

Eins og áður segir er óvíst hvenær HK kemst aftur heim.

„Það er vonandi einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið og taka stöðuna. Það er töluvert skárra að vera hér með allavega stig ef við þurfum að vera hérna eitthvað lengur," sagði Ómar léttur í bragði.


Athugasemdir
banner