Leik lokið!
Hiti í leikslok!
Stórfurðulegum leik á Greifavellinum lokið. Það eru mikil rifrildi í gangi milli leikmanna og sýnist mér Ásgeir Sigurgeirsson og Aron Kristófer ekki beinlínis vera að játa ást sína á hvorum öðrum.
KA menn spila næst við Val á Origovellinum, en KR fá HK í heimsókn. Takk fyrir mig!
97. mín
KA menn fá aðra hornspyrnu!
96. mín
KA fær horn. Síðasta augnablik leiksins.
95. mín
Inn:Kári Gautason (KA)
Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Sárþjáður Hrannar fer útaf.
93. mín
Aukaspyrnurútína KA var vægast sagt slök. KR fá aukaspyrnu og hægja aðeins á leiknum.
92. mín
Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Daníel fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Var svo nálægt því að ná að teygja þetta inn í teig!
91. mín
Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
6 mínútur í uppbót
Brýtur á Ingimari.
90. mín
Ekkert kemur úr horninu. KA menn halda boltanum.
87. mín
Enn einn skallinn frá Ásgeiri! Sigurpáll vel á verði í markinu og grípur boltann.
84. mín
Gult spjald: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Brot á miðjunni.
83. mín
Ásgeir í frábæru skallafæri!
Ívar Örn með góða fyrirgjöf frá endalínunni og Ásgeir er svo nálægt því að stýra boltanum inn!
82. mín
Inn:Andri Fannar Stefánsson (KA)
Út:Bjarni Aðalsteinsson (KA)
82. mín
KA fær aukaspyrnu úti á hægri kantinum, nálægt vítateig KR.
81. mín
Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
Fyrir brot á Daníel, sýndist mér...
81. mín
Gult spjald: Moutaz Neffati (KR)
Það er hiti í stúkunni
Tafir
80. mín
Luke Rae tapaði öllum hraða þarna!
Luke Rae virtist vera að sleppa í gegn eftir hornspyrnu KA, en honum voru heldur betur mislagðir fætur og náði einhvern veginn aldrei að koma boltanum fyrir sig. Ingimar Stöle elti hann uppi og þetta rann svo bara út í sandinn.
77. mín
MARK!Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Hans Viktor Guðmundsson
ÁSGEIR JAFNAR ÞETTA!!!
Frábær fyrirgjöf Hans Viktors ratar beint á kollinn á Ásgeiri sem að gerir engin mistök og stangar boltann í netið. 1-1!
75. mín
Inn:Sigurpáll Sören Ingólfsson (KR)
Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Tilneyddur þarf Ryder að gera breytingu á sínu liði. Þetta verða athyglisverðar lokamínútur.
73. mín
Rautt spjald: Guy Smit (KR)
HVAÐ ER HOLLENDINGURINN AÐ GERA?!
Nýkominn með gult spjald og ákveður að taka sér góðan tíma í markspyrnu. Undir mikilli pressu frá stúkunni flautar Twana Khalid og gefur Smit seinna gula spjaldið. Þetta er svo undarlegt allt saman!
72. mín
Hans Viktor á skot á lofti uppúr aukaspyrnunni, en það nær ekki að ógna marki KR.
71. mín
Gult spjald: Guy Smit (KR)
KA MENN ERU BRJÁLAÐIR!
Ásgeir Sigurgeirsson kemst inn í sendingu til baka á Guy Smit, sem að þrumar hann niður. Ásgeir stendur fljótt upp aftur og ætlar að vaða í átt að markinu, en Twana Khalid flautar alltof snemma!
Glórulaust!
69. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR)
Út:Alex Þór Hauksson (KR)
67. mín
KA liðið lítur talsvert betur út með Svein Margeir inni á miðjunni og Hallgrím Mar úti vinstra megin.
66. mín
Ásgeir í dauðafæri!
Ingimar Stöle geysist upp hægri vænginn og kemur boltanum á Ásgeir í dauðafæri inni í teig KR. Ásgeir tekur eina snertingu og setur svo boltann á markið, en Guy Smit ver mjög vel í marki KR!
64. mín
Skynsamlegt hjá Gregg Ryder að taka Rúrik útaf. Var kominn á hálan ís hjá Twana Khalid.
63. mín
Inn:Moutaz Neffati (KR)
Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
62. mín
KA vilja víti!
Sýndist það vera Alex Þór sem að á þarna í baráttu við Svein Margeir.
Þetta virkaði klaufalegt!
61. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
61. mín
Atli Sigurjónsson á metnaðarfullt langskot, en boltinn fer yfir markið.
59. mín
Geðveik fyrirgjöf Ívars!
Eftir stutt spil berst boltinn út á vinstri kantinn á Ívar Örn. Ívar þrumar boltanum þvert fyrir markið, en Elfar Árni nær ekki að teygja löppina í boltann fyrir opnu marki.
Sveinn Margeir á svo skot framhjá marki KR.
54. mín
Aftur fær Hallgrímur boltann úti vinstra megin og reynir að taka Rúrik á. Í þetta skiptið missir hann boltann aðeins of langt frá sér og KR fær markspyrnu.
Sýnist KA menn ætla að herja á hinn unga Rúrik sem að er á spjaldi.
51. mín
ELFAR Í DAUÐAFÆRI!
Hallgrímur Mar fær frábæra sendingu frá Daníel úti á vinstri kantinum. Hann veður á Rúrik og kemur með boltann fyrir markið. Þar fær Elfar Árni boltann nokkrum metrum frá markinu, en Axel Óskar hendir sér fyrir markskot Elfars og blokkar skotið hetjulega.
Tók Hallgrím ekki langan tíma að minna á sig!
50. mín
Twana Khalid gefur sér góðan tíma í að áminna Guy Smit að drífa sig að taka aukaspyrnuna, en rökréttast hefði líklega verið að veifa gula spjaldinu bara strax og koma leiknum fljótt af stað aftur.
49. mín
Elfar Árni er dæmdur rangstæður eftir mikið klafs.
48. mín
Heimamenn fá aukaspyrnu úti á hægri kantinum, á miðjum vallarhelmingi KR.
46. mín
Inn:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Út:Harley Willard (KA)
Það er ekkert annað!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
Svarthvítir koma þessu af stað.
45. mín
Hálfleikur
Skrítnum fyrri hálfleik lokið. KR-ingar voru miklu grimmari fyrstu 10 mínúturnar og skoruðu þar gott mark og klúðruðu vítaspyrnu.
Eftir það hefur verið mikið jafnræði verið með liðunum og verulega vantað upp á gæði á síðasta þriðjungi vallarins. Atli Sigurjónsson verið sprækastur á vellinum hingað til.
45. mín
Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
+4
Eftir barning í teig KR. Finnur Tómas liggur eftir.
45. mín
+3
Atli með snyrtilegan klobba inná vallarhelmingi KA, en nær ekki að setja Benóný í gegn.
45. mín
Fjórar mínútur í uppbót
Hefði getað verið meira.
43. mín
KA menn nálægt!
Ívar Örn á góðan sprett upp vinstri kantinn og setur boltann út í teiginn. Þar á Elfar Árni fast viðstöðulaust skot sem er blokkað í horn.
42. mín
Lítið í gangi þessa stundina. Þessi leikur hefur ekki verið löðrandi í gæðum.
36. mín
Það er flautað á eiginlega allt þessa stundina. Stúkan er ekki hrifin.
35. mín
Atli Sigurjónsson kemst upp að endamörkum og hefur betur í baráttunni við Ívar Örn. Hann nær ekki að koma boltanum fyrir á endanum, en Atli er að finna hættusvæði til að senda og hlaupa í.
34. mín
Elfar Árni er dæmdur brotlegur í baráttu við Axel Óskar og klappar kaldhæðnislega fyrir aðstoðardómaranum, sem að flaggaði brot á hann. Það er full mikil orka að fara í dómarapirring hér.
33. mín
Ægir Jarl í færi!
KR sækja hratt eftir hornspyrnu KA og komast inn í teig KA hægra megin. Ægir Jarl þrumar í átt að marki úr þröngu færi, en skot hans er blokkað.
32. mín
KA menn fá hornspyrnu.
29. mín
Ívar Örn fær aðvörun fyrir kjaftbrúk.
28. mín
Luke liggur aftur. Leikurinn hefur ekki verið í nokkru einasta flæði síðustu mínútur.
25. mín
Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Þetta virtist vera fyrir litlar sakir og Daníel er vægast sagt pirraður.
24. mín
Gult spjald: Rúrik Gunnarsson (KR)
Tekur Svein Margeir niður í skyndisókn.
23. mín
Hrannar og Luke liggja báðir
Fór upp í skallaeinvígi úti vinstra megin og hafa lent eitthvað saman. Virðast þó báðir geta haldið leik áfram.
KR fær horn, þar sem að Hrannar skallaði boltann aftur fyrir.
22. mín
Fín tilraun Arons Kristófers!
KR stilla upp í John Arne Riise aukaspyrnu, þar sem að Atli rúllar boltanum til hliðar á Aron Kristófer. Skot Arons er fast, en sem betur fer fyrir KA fer boltinn beint á Steinþór, sem að kýlir boltann í burtu.
21. mín
Alex Þór Hauksson lá eftir í dálitla stund eftir brotið, en er nú kominn á fætur.
20. mín
KR fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Þó mögulega aðeins of langt í burtu til að reyna skot. Daníel Hafsteinsson sá brotlegi.
18. mín
Aðeins meira líf í KA þessa stundina
Hrannar setur boltann inn fyrir á Ásgeir sem að hamrar boltanum í átt að marki, en Smit er vandanum vaxinn og heldur skotinu.
15. mín
Elfar Árni í færi!
Boltinn dettur fyrir Elfar inni í teig KR og hann er einn á móti Smit. Hann nær ekki alveg nægilega föstu skoti og KR-ingar hreinsa. Eftir mikinn darraðadans við teig KR fjarar sóknin út og gestirnir ná boltanum undir stjórn.
14. mín
Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Hættuspark. Fer í Ívar.
11. mín
KR fá horn uppúr aukaspyrnunni. KA liðið er bara ekki vakandi.
10. mín
Gult spjald: Harley Willard (KA)
Brýtur af sér inni á eigin vallarhelmingi. Atli ætlar að skrúfa boltann inná teig.
8. mín
Misnotað víti!Benoný Breki Andrésson (KR)
STEINÞÓR VER!!!
Benóný setur þéttingsfasta spyrnuna niðri í hægra hornið, en Steinþór ver boltann í horn!
Ef þetta vekur ekki KA menn til lífsins, þá veit ég ekki hvað þarf til.
7. mín
KR FÁ VÍTI!!!
Ívar tekur Atla niður og klárt víti dæmt!
Atli fær boltann úti hægra megin, fer inn í teig og klippir aftur inn á vinstri. Ívar er alltof seinn og bara sparkar undan honum lappirnar.
5. mín
Steinþór stálheppinn!
Heimamenn eru að byrja þennan leik á afturfótunum. Eru að dútla með boltann í öftustu línu og Hans setur boltann aftur á Steinþór. Markmaðurinn reynir að hreinsa, en setur boltann í Luke Rae og framhjá!
3. mín
MARK!Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
ATLI KEMUR KR YFIR!!!
Þetta var svo ótrúlega einfalt! KR-ingar fengu bara að byggja sókn upp í rólegheitum, algjörlega óáreittir og Ægir Jarl finnur Atla úti hægra megin.
Þorparinn fékk svo bara að klippa inn á vinstri fótinn sinn og smella boltanum þægilega í fjærhornið. Steinþór átti ekki séns í markinu. 0-1!
2. mín
Luke Rae kemst upp að endamörkum á vinstri kantinum og reynir fyrirgjöf en Steinþór Már grípur boltann auðveldlega.
Viðar sagður hafa mætt illa á æfingar
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elfar Árni byrjar - Hallgrímur Mar í hóp en ekki Viðar
KA tapaði úti gegn Víkingi 4 - 2 í síðustu umferð og frá þeim leik gerir Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins eina breytingu. Elfar Árni Aðalsteinsson kemur í byrjunarliðið fyrir Ingimar Stöle sem sest á bekkinn. Athygli vekur að Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi KA í dag en Hallgrímur Mar Steingrímsson er í hópnum eftir að hafa glímt við langtímameiðsli.
Gestirnir í KR töpuðu gegn Breiðabliki á grasinu í vesturbænum fyrir viku síðan 2 - 3. Frá þeim leik gerir Gregg Ryder þjálfari KR engar breytingar á byrjunarliðinu en Kristján Flóki Finnbogason er í leikmannahópnum að nýju fyrir Stefán Árna Geirsson sem kom inná og skoraði í síðasta leik en er farin utan til náms að nýju.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sandra María spáir heimasigri
Sandra María Jessen, lykilmaður Þór/KA, hefur farið frábærlega af stað með sínu liði í sumar og Fótbolti.net fékk hana til þess að
spá í spilin fyrir 5. umferð Bestu-deildar karla.
Það þarf ekki að koma neitt sérstaklega á óvart að markahrókurinn hefur tröllatrú á norðanmönnum og spáir KA 3-2 sigri í dag.
,,Atli Sigurjóns elskar að spila á móti KA og kemur sínum mönnum í forystu. KA menn eru hins vegar staðráðnir að landa fyrsta sigrinum í Bestu í sumar og klára þennan leik með 3-2 sigri. Sveinn Margeir hendir í alvöru sigurmark fyrir KA menn.''
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Markahæsti leikmaður Bestu-deildar kvenna hefur tröllatrú á KA í dag.
Fyrir leik
Dómarinn
Dómari leiksins er
Twana Khalid Ahmed og honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Bergur Daði Ágústsson. Varadómari leiksins er hinn geðþekki Birgir Þór Þrastarson og eftirlitsmaður í dag er Þóroddur Hjaltalín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dyntóttir KR-ingar í heimsókn
Byrjun KR í Bestu-deildinni hefur verið athyglisverð. Liðið byrjaði tímabilið af miklum krafti og vann öfluga útisigra á Fylki og Stjörnunni í fyrstu tveimur leikjunum. Í kjölfarið hafa fylgt tvö töp, nú síðast á iðagrænum Meistaravöllum
gegn Breiðabliki.
KR liðið virðast ekki eiga í miklum vandræðum með að finna netmöskvana, ef frá er talinn leikurinn gegn Fram - þar sem að Rúnar Kristinsson skellti í lás gegn sínu gamla liði.
Varnarleikur liðsins er aftur á móti alltof brothættur og markatala liðsins í deildinni (9:8) segir sína sögu þar. Þá hefur Guy Smit, markvörður liðsins, legið undir talsverðri gagnrýni. Hollendingurinn hefur virkað verulega óöruggur í sínum aðgerðum og ég veit ekki hvað hann var að spá þegar að hann hreinlega
gaf Blikum þriðja mark þeirra í síðasta deildarleik liðsins.
Verkefni Gregg Ryder í dag og næstu vikurnar er að stilla strengi markmanns og varnar og þá ættu góðir hlutir að geta átt sér stað í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guy Smit hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Fyrir leik
Brekka á Brekkunni
Nóg hefur verið skrifað og skrafað um gengi KA í upphafi leiktíðar. Uppskeran er ekki til þess að hrópa húrra fyrir;
eitt stig eftir fjórar umferðir. Nú síðast þurftu lærisveinar Hallgríms Jónassonar að
sætta sig við 4-2 tap gegn Íslandsmeisturum Víkings, en þar komust norðanmenn í 0-1, áður en Víkingslestin fór af stað og breytti stöðunni í 4-1. Elfar Árni Aðalsteinsson lagaði stöðuna seint í leiknum og 4-2 urðu lokatölur.
Það verður seint talið ófyrirgefanlegt að tapa í Fossvoginum gegn frábæru Víkingsliði, en töpuð stig á heimavelli gegn HK og Vestra eru allt önnur saga. Ef að illa fer í dag að þá er bakið komið upp við vegg og hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan. KA menn
þurfa að fara sækja stig í hinn margnotaða poka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagna KA menn í dag?
Fyrir leik
Góðan daginn!
Hér mun fara fram textalýsing á leik KA og KR í Bestu-deild karla. Leikurinn er liður í 5. umferð deildarinnar og er afar mikilvægt fyrir bæði lið að ná í sigur í dag - af ólíkum ástæðum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson