Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 04. maí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sandra María spáir í 5. umferð Bestu deildarinnar
Funheit í byrjun móts.
Funheit í byrjun móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil kemur sér á blað.
Emil kemur sér á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurmark frá Sveini.
Sigurmark frá Sveini.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með einum leik. Umferðinni lýkur svo á mánudagskvöld með stórleik Breiðabliks og Vals.

Landsliðskonan Sandra María Jessen hefur raðað inn mörkum fyrir Þór/KA í byrjun Bestu deildar kvenna. Hún er komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjunum í deildinni. Hún spáir í leikina í Bestu deild karla.

Hinn svokallaði sérfræðingur, Albert Brynjar Ingason, spáði í síðustu umferð og var með tvo leiki rétta. Svona spáir Sandra leikjunum:

FH 2-1 Vestri (laugardagur 14:00)
Heimir Guðjóns er að byggja upp hörku lið í Krikanum. Það verður veisla fyrir leik og allskonar skemmtun og ég held að FH-ingar sogi að sér stemninguna og orkuna úr stúkunni og klára þennan leik nokkuð þæginlega. Vont fyrir Vestra að hafa misst Eið Aron í meiðsli og hafsenta vandræðin eru ekki að hjálpa nýliðunum neitt, en liðið er vel skipulagt og munu gefa FH leik.

KA 3-2 KR (sunnudagur 16:00)
Atli Sigurjóns elskar að spila á móti KA og kemur sínum mönnum í forystu. KA menn eru hins vegar staðráðnir að landa fyrsta sigrinum í bestu í sumar og klára þennan leik með 3-2 sigri. Sveinn Margeir hendir í alvöru sigurmark fyrir KA menn.

Stjarnan 1-0 ÍA (sunnudagur 17:00)
Stjarnan þarf sigur í þessum leik ef þeir ætla eiga raunhæfa möguleika á að vera í toppbaráttunni. Þetta hefur verið erfið byrjun og mörkin látið á sér standa en ég held að þeir sigli heim þremur stigum gegn skagamönnum. Það verður Emil Atla sem skorar markið mikilvæga og þar með opnar markareikninginn sinn í sumar.

Fram 2-0 Fylkir (sunnudagur 19:15)
Það ljómar allt af gleði innan sem utan vallar hjá þeim bláklæddu. Þeir eru að spila vel skipulagðan og þéttan varnarleik sem er að skila stigum. Þeir eru almennt búnir að hefja þetta mót af krafti og hafa mikinn meðbyr. Árbæingar þurfa að finna markaskorara til að skora mörkin. Þeir eru að spila flottan fótbolta en það vantar aðeins upp á.

HK 0-2 Víkingur (sunnudagur 19:15)
HK hafa alls ekki litið vel út í upphafi tímabils og ég sé það ekki breytast i þessum leik. Víkingar með þá Ara Sigurpáls og Djuric á eldi munu halda hamingjunni í víkinni gangandi með sýningu. Kæmi mér lítið á óvart ef að Aron Elís laumi inn einu marki með skalla eftir fast leikatriði.

Breiðablik 2-2 Valur (mánudagur 19:15)
Stærsti leikur umferðarinnar, þetta verður stál í stál fyrir framan fulla stúku á Kópavogsvelli. Breiðablik eru alltaf sterkir á heimavelli og skora nánast undantekningar laust alltaf mörk þegar þeir spila á teppinu sínu og það verður engin breyting á því gegn í þessum leik. Valur hafa verið í smá brekku í upphafi móts og er eiginlega hálf ótrúlegt að hugsa til þess að þetta lið hafi einungis skorað 3 mörk í fyrstu 4 leikjunum. Held að þeir mæti nokkuð passívir í þennan leik og reyna að særa Blikana með föstum leikatriðum frá Gylfa og hraðanum í Adami Páls sem fær tækifæri í byrjunarliðinu. Verðum við ekki bara létt á því og spáum 2-2 jafntefli. Damir og Jason Daði skora fyrir Breiðablik en þeir Gylfi og Patrick Pedersen sjá um markaskorun hjá gestunum.

Fyrri spámenn:
Nadía Atla (4 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna í deildinni.
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner