ÍBV
1
1
Þór
Jón Jökull Hjaltason '30
Bjarki Björn Gunnarsson '54 1-0
Oliver Heiðarsson '57
1-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '82
20.05.2024  -  14:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Ljómandi fínar, smá gola og völlurinn flottur
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Bjarki Björn Gunnarsson - ÍBV
Byrjunarlið:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason ('70)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor ('65)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('84)
16. Tómas Bent Magnússon
18. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f) ('84)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason ('84)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson ('70)
11. Víðir Þorvarðarson
19. Rasmus Christiansen
20. Eyþór Orri Ómarsson ('84)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Arnar Breki Gunnarsson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Vicente Valor ('19)
Hermann Hreiðarsson ('23)
Oliver Heiðarsson ('45)

Rauð spjöld:
Oliver Heiðarsson ('57)
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum á milli sín Slök útfærsla á aukaspyrnu ÍBV og dómarinn flautar leikinn af.
96. mín
30 sekúndur eftir af uppgefnum uppbótartíma. ÍBV fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið. Síðasti séns!
95. mín Gult spjald: Ragnar Óli Ragnarsson (Þór )
95. mín
ÍBV fær álitlega sókn, Eyþór Orri geysist upp vinstra megin en fyrirgjöfin sem var ætluð Arnari Breka var ekki nægilega góð. Markspyrna.
94. mín
Það er þreyta í leikmönnum og ekki merkilegur fótbolti í gangi hérna í lokin.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 6 mínútur
90. mín
Bæði lið að eiga feilsendingar sitt á hvað. Fáum við dramatískt sigurmark í þessum leik?
88. mín Gult spjald: Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
85. mín
Þórsarar fá aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Auðvitað er það Birkir Heimisson sem tekur spyrnuna.
84. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
84. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
82. mín MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Stoðsending: Aron Ingi Magnússon
STÖNGIN INN!!! Virkilega vel gert hjá Þór, Rafael Victor kemur boltanum á Aron Inga sem kemur boltanum á Sigfús sem nær óverjandi skoti, Stöngin inn!
82. mín
Birkir Heimis með hornspyrnu sem Felix skallar frá.
80. mín
Þór að reyna að sækja og ÍBV að fá hættulegar skyndisóknir. Aron Birkir í marki Þórs tók boltann með höndum frá samherja og heimamenn kölluðu eftir því að fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt.
79. mín
Hermann Helgi með slakan fallhlífarbolta inn í teiginn sem Hjörvar í marki ÍBV grípur auðveldlega. Siggi Höskulds hristir hausinn í boðvangnum.
78. mín
Guðjón Ernir Hrafnkelsson þarf aðhlynningu.
77. mín
Sverrir Páll kemst í stórhættulega stöðu, á skot sem er ekki sérlega gott og Aron Birkir ver. Þarna átti Sverrir vafalítið að gera betur.
75. mín
Birkir Heimis með fyrirgjöf úr aukaspyrnu, hætta í teignum og leikmenn Þórs kalla eftir hendi en Guðmundur Páll dómari lætur sér fátt um finnast.
74. mín
Arnar Breki með hættulega fyrirgjöf, Bjarki er nálægt því að ná til boltans en hann flýgur afturfyrir. Stuðningsmenn ÍBV farnir að láta í sér heyra "ÍBV klapp klapp klapp".
73. mín
Bjarki Þór Viðarsson leikur á varnarmann og á skot fyrir utan teig. Hátt yfir.
72. mín
Kristófer Kristjánsson þurfti aðhlynningu en virðist geta haldið leik áfram. Í þessum skrifuðu orðum á Rafael Victor marktilraun en skýtur framhjá.
70. mín
Inn:Henrik Máni B. Hilmarsson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
68. mín
Arnar Breki með fyrirgjöf og Alex Freyr tekur skot í teignum en framhjá. Sleikir hliðarnetið.
67. mín
Hver er Bjarki Björn? - Markaskorari ÍBV Fyrir þetta tímabil kom Bjarki aftur til ÍBV á láni frá Víkingi Reykjavík. Bjarki var hjá ÍBV á síðasta tímabili en náði ekki að spila nema ellefu leiki vegna meiðsla.

Bjarki er 23 ára miðjumaður sem lék tvo leiki með Víkingi í Lengjubikarnum í vetur. Hann var svo á bekknum í leiknum gegn Val í Meistarakeppni KSÍ og gegn Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildarinnar.

Í fyrra skoraði hann eitt mark fyrir ÍBV sem féll úr Bestu deildinni. Hann viðbeinsbrotnaði sem hélt honum frá vellinum í talsverðan tíma. Bjarki er samningsbundinn Víkingi út tímabilið 2025.
65. mín
Inn:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) Út:Vicente Valor (ÍBV)
64. mín
Myndir af ÍBV fagna marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

63. mín
Inn:Kristófer Kristjánsson (Þór ) Út:Vilhelm Ottó Biering Ottósson (Þór )
63. mín
Inn:Aron Ingi Magnússon (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
57. mín Rautt spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
ÞAÐ ER JAFNT Í LIÐUM!!! OLIVER FÆR SITT ANNAÐ GULA! Eyjafólkið hér í fréttamannastúkunni telur að um réttan dóm sé að ræða. Þá hlýtur þetta að vera skothelt!

Oliver að reyna að komast í boltann en sparkar í Aron markvörð og fær sína aðra áminningu.
54. mín MARK!
Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
Stoðsending: Tómas Bent Magnússon
MARK AF DÝRARI GERÐINNI! Tómas Bent gerir vel, stekkur upp og skallar boltann sem berst á Bjarka Björn sem tekur skot með boltann á lofti frá vítateigsendanum og hann syngur í netinu!

Stórglæsilegt hjá lánsmanninum frá Víkingi!
51. mín
Eyjamenn eru ekki að ná að tengja vel þrátt fyrir að vera ellefu gegn tíu. Bjarki Björn með fyrirgjöf á svæði þar sem engin hvít treyja er sjáanleg.
50. mín
Tómas Bent með lipur tilþrif og Eyjamenn láta boltann ganga sín á milli. Á endanum á Alex Freyr Hilmarsson skot en það er ekki upp á margar loðnur. Hittir ekki á rammann.
49. mín
Mörg kunnugleg andlit hér í stúkunni í Eyjum. Palli Magg er auðvitað mættur og Jói lögga er með kaffibolla. Tveir menn sem hafa séð sirka trilljón ÍBV leiki í gegnum árin.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað Sigfús Fannar með upphafsspyrnu seinni hálfleiks.
46. mín
Inn:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór ) Út:Árni Elvar Árnason (Þór )
Þórsarar gera skiptingu í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Nær ÍBV að nýta liðsmuninn í seinni hálfleik? Bæði lið sköpuðu hættur í teig andstæðingana í uppbótartímanum en ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum. Staðan markalaus en Eyjamenn eru fleiri á vellinum! Nú er komið að þjálfurunum að láta ljós sitt skína í hálfleiksræðum sínum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
+2 Brýtur á leikmanni Þórs , Ragnari Óla, við varamannabekk Akureyrarliðsins og við það skapast mikil læti. Dómarinn lyftir upp gula spjaldinu. "Er nóg að öskra?" kallar einhver úr stúkunni.
45. mín
+1 Jón Ingason sparkar Rafael Victor niður á vallarhelmingi Þórs. Rafael kveinkar sér þegar hann stendur á fætur.
45. mín
Bjarki Björn með skot fyrir utan teig, dapurt skot sem fer framhjá. Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
44. mín
Oliver með skot yfir Oliver fær boltann á lofti í teignum úr hornspyrnunni, hörkugott færi en Oliver hittir boltann ekki eins og hann hafði óskað sér. Yfir.
43. mín
Eyjamenn að sækja og Oliver vinnur hornspyrnu.
41. mín
Vicente í hættulegri stöðu í teignum en dómarinn flautar, hann lagði boltann fyrir sig með hendinni og það er víst ekki leyfilegt.
38. mín
Eins og við var búist er þokkaleg barátta hér á Hásteinsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

37. mín
Eyjamenn i stúkunni væntanlega að rifja upp bikarleikinn gegn Grindavík Grindavík vann ÍBV hér á Hásteinsvelli í bikarnum í upphafi tímabils þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt í fyrri hálfleik. Eyjamenn léku afskaplega illa þar 11 gegn 10 og verða að gera betur hér í dag.
34. mín
DAUÐAFÆRI! Guðjón Ernir notar hraða sinn og kemst í dauðafæri en hittir boltann afleitlega, hátt yfir markið. Illa farið með afskaplega gott færi.
30. mín Rautt spjald: Jón Jökull Hjaltason (Þór )
FÆR SITT ANNAÐ GULA SPJALD OG ÞAR MEÐ RAUTT! Það er ekki hægt að mótmæla þessu... Jón Jökull er farinn í sturtu. Alltof seinn og nær ekki til boltans, tekur Oliver Heiðarsson niður og Oliver tekur nokkrar veltur í grasinu!
30. mín
Tómas Bent skallar boltann í horn eftir aukaspyrnu Birkis, Þórsarar fá tækifæri.
28. mín
Hafliði Breiðfjörð er mættur með myndavélina enda einn tryggasti vinur Vestmannaeyja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

26. mín
Bjarki Björn með skot sem hittir ekki á rammann. ÍBV að eiga fleiri marktilraunir.
23. mín Gult spjald: Hermann Hreiðarsson (ÍBV)
Hemmi Hreiðars heimtar víti! Sverrir Páll Hjaltested fer niður í teignum í mikilli baráttu. Mér fannst þeir báðir vera að toga í hvorn annan. Hemmi fær gult fyrir mótmæli en ég held að þetta hafi verið hárrétt hjá dómaranum.
22. mín
Bjarki Björn vinnur hornspyrnu fyrir ÍBV. Felix býr sig undir að taka spyrnuna. Hættulegur bolti... Alex Freyr skallar boltann og hann berst á Oliver sem er í erfiðri stöðu við fjærstöngina og nær ekki að stýra knettinum á markið.
19. mín Gult spjald: Vicente Valor (ÍBV)
18. mín
Inn:Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór ) Út:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór )
Ingimar er aftur farinn niður í grasið... Þór þarf að gera skiptingu.
14. mín Gult spjald: Jón Jökull Hjaltason (Þór )
Fór í hörkutæklingu og braut á Vicente Valor.
14. mín
Alex Freyr skallaði hornspyrnuna frá og boltinn barst á Jón Jökul sem tók skotið af löngu færi en hitti boltann engan veginn og hann var langt frá því að fara á markið.
13. mín
Langur bolti frá Þórsurum sem Eiður Atli skallar afturfyrir í hornspyrnu.
12. mín
Ingimar skokkar inná völlinn aftur, getur haldið leik áfram sem eru góð tíðindi.
11. mín
Ingimar Arnar liggur eftir á vellinum og þarf aðhlynningu.
8. mín
Lekur framhjá! Flott sókn ÍBV og Sverrir Páll Hjaltested á skot sem fór af varnarmanni og lak framhjá markinu.
3. mín
ÍBV: 4-3-3 Hjörvar
Guðjón - Eiður - Jón - Felix
Alex - Tómas - Vicente
Oliver - Sverrir - Bjarki
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. mín
Tómas Bent rangstæður, álitleg sókn en rangstaða dæmd.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
1. mín
Þór: 4-4-2 Aron
Jón - Bjarki - Ragnar - Vilhelm
Ýmir - Árni - Birkir - Ingimar
Rafael - Alexander
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
1. mín
Sverrir Páll með upphafssparkið ÍBV byrjar með boltann.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Þórsarar eru í svörtu og rauðu og ÍBV í hvítu.

Jón Jökull Hjaltason er í byrjunarliði Þórs en hann er Eyjamaður og er boðinn sérstaklega velkominn á Hásteinsvöll.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Gunnar Heiðar í Herjólfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hér í Herjólfi er þjálfari toppliðs Njarðvíkur, Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á leið á leikinn. Hann spáir hörkuleik og 2-2 jafntefli. Rafael Victor, hans maður, skori bæði mörk Þórs. Sverrir Páll Hjaltested og Arnar Breki Gunnarsson með mörk ÍBV. Arnar Breki kemur af bekknum og jafnar á 91. mínútu. Úrslit sem yrðu býsna fín fyrir hann og hans menn.
Fyrir leik
Óbreytt hjá ÍBV Byrjunarliðin eru komin inn. ÍBV er með óbreytt lið frá sigrinum gegn Þrótti.

Þrjár breytingar hjá Þór ef við miðum við síðasta deildarleik. Árni Elvar Árnason, Vilhelm Ottó Biering Ottósson og Alexander Már Þorláksson koma inn. Út fara Egill Orri Arnarsson og Hermann Helgi Rúnarsson og Fannar Daði Malmquist Gíslason
Fyrir leik
Bein útsending:
Fyrir leik
Þrennukóngurinn sem er búinn að festa rætur í Eyjum
Mynd: Fótbolti.net

„Lífið í Eyjum er mjög gott, ég er búinn að festa mig hérna; keypti mér einbýlishús í fyrrasumar, kominn með kærustu og við vorum að fá okkur hund. Lífið er mjög gott hérna," segir Oliver Heiðarsson, sóknarmaður ÍBV, í skemmtilegu viðtali við Sæbjörn Steinke sem var tekið á dögunum.

Oliver skoraði þrennu gegn Þrótti og var valinn leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð deildarinnar. Það verður verkefni fyrir varnarmenn Þórs að reyna að hafa hemil á honum í dag.

   13.05.2024 16:15
Líður mjög vel í Eyjum og er búinn að festa rætur - Alltaf með F og U í reit
Fyrir leik
Funheitur í bikarsigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hinn nítján ára gamgli Ingimar Arnar Kristjánsson skoraði bæði mörk Þórs í 2-0 sigri á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Egilshöll í síðustu viku.

„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum," sagði Siggi um Ingimar í viðtali eftir leik.

   15.05.2024 12:44
Fékk hjálp frá aðstoðarþjálfaranum með ritgerð og er byrjaður að borga til baka
Fyrir leik
Gott svar Eyjamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hemmi Hreiðars og hans menn í ÍBV töpuðu óvænt fyrir nýliðum Dalvíkur/Reynis á útivelli í fyrstu umferð. Heimamenn unnu verðskuldaðan sigur gegn döprum Eyjamönnum 3-1 en Sverrir Páll Hjaltested skoraði eina mark ÍBV, af vítapunktinum.

ÍBV svaraði þessum óförum hinsvegar með því að vinna 4-2 sigur gegn Þrótti á Hásteinsvelli í 2. umferð. Oliver Heiðarsson með þrennu og Sverrir með eitt. Eyjamenn sýndu gæði sín í þessum leik.

   13.05.2024 20:00
Var ósáttur með sjálfan sig og svaraði með þrennu gegn gömlu félögunum
Fyrir leik
Þór vann stórleik síðustu umferðar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Siggi Höskulds og lærisveinar í Þór eru búnir að safna fjórum stigum í fyrstu tveimur umferðunum. Þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn Þrótti í 1. umferð þar sem Rafael Victor kom Þór yfir af vítapunktinum en Þróttur jafnaði í uppbótartíma.

Í 2. umferðinni vann Þór svo stórleik umferðarinnar gegn Aftureldingu 4-2 í Boganum góða. Afturelding komst tveimur mörkum yfir snemma leiks en Birkir Heimisson kom Þór á bragðið með hreint frábæru aukaspyrnumarki. Afturelding missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og heimamenn gripu gæsina. Egill Arnarsson jafnaði í 2-2 og eftir að Afturelding missti annan mann af velli með rautt, Oliver Bjerrum, skoraði Þór tvö mörk í uppbótartímanum; Rafael Victor og Sigfús Gunnarsson skoruðu.

   10.05.2024 11:11
Sjáðu geggjað aukaspyrnumark Birkis Heimis í Boganum

   09.05.2024 19:26
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Fyrir leik
Maðurinn með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Páll Friðbertsson sér um að dæma leikinn í Eyjum. Bergur Daði Ágústsson og Rögnvaldur Þ Höskuldsson hlaupa línurnar.
Fyrir leik
Gunni Mall spáir öruggum sigri Þórs Gunn­ar Malmquist Þórs­son er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður Aftureldingar sem mætir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Spá Gunnars: ÍBV 0 - 3 Þór
Passion yfir peninginn, þorparinn fer í bátinn frá Þorlákshöfn í 20m/s og nær í sannfærandi vinnusigur á Hásteinsvelli

Mynd: Mummi Lú
Fyrir leik
Ég er að fara til Eyja Annar í Hvítasunnu, einn skemmtilegasti frídagur ársins, er í dag og þriðja umferð Lengjudeildarinnar heldur áfram. Ég er á leið til Vestmannaeyja þar sem ÍBV og Þór eigast við klukkan 14. Tvö lið sem verða líklega að berjast um að komast upp, að minnsta kosti fara í umspilið góða.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason ('46)
7. Rafael Victor
8. Jón Jökull Hjaltason
9. Alexander Már Þorláksson ('63)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('63)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('18)
24. Ýmir Már Geirsson
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('46)
10. Aron Ingi Magnússon ('63)
15. Kristófer Kristjánsson ('63)
21. Sigfús Fannar Gunnarsson ('18)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Jónas Leifur Sigursteinsson
Georg Rúnar Ögmundsson

Gul spjöld:
Jón Jökull Hjaltason ('14)
Hermann Helgi Rúnarsson ('88)
Ragnar Óli Ragnarsson ('95)

Rauð spjöld:
Jón Jökull Hjaltason ('30)