Van de Ven, Mainoo, Gabriel Jesus, Trossard, Mateta, Wharton, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   fim 09. maí 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að ná áttum," sagði Sigurður Höskuldsson eftir ótrúlegan sigur Þórs gegn Aftureldingu á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Við sýndum geggjaðan karakter eftir að hafa gefið þeim 2-0 í forgjöf á fyrstu fimm mínútunum. Við vorum svakalega ósáttir með þessa byrjun en svo fannst mér við taka yfir leikinn og vera nokkuð góðir í fyrri hálfleik."

Þór lenti 2-0 undir eftir tæpar tíu mínútur.

„Á maður að skrifa þetta á eitthvað spennufall í undirbúningnum fyrir leikinn, mikið af frábærum stuðningsmönnum í húsinu. Við sofnum á verðinum og verðum að hætta því," sagði Siggi.

Þór var manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Við fáum fullt af færum og þeir liggja eðlilega á teignum. Þetta er flókið verk. Stundum ætluðum við að fara í eitthvað sem var ekki nógu einfalt. Þegar við fórum í einfaldleikann og gera það sem við viljum gera þá gekk það frábærlega," sagði Siggi.

Stuðningsmenn Þórs létu vel í sér heyra í dag og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rafael Victor kom Þór yfir í uppbótatíma.

„Við erum búin að vera reyna kveikja í þessari stemningu og það var frábær stemning og stuðningsmennirnir alveg geggjaðir. Ég held að þeir hafi svo sannarlega hjálpað okkur að berja þennan bolta inn. Vonandi fáum við meira af þessu, það er búin að vera frábær stemning á útileikjunum líka, ég held að þetta sé komið til að vera. Við erum gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með þennan frábæra stuðning með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner