Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 09. maí 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að ná áttum," sagði Sigurður Höskuldsson eftir ótrúlegan sigur Þórs gegn Aftureldingu á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Við sýndum geggjaðan karakter eftir að hafa gefið þeim 2-0 í forgjöf á fyrstu fimm mínútunum. Við vorum svakalega ósáttir með þessa byrjun en svo fannst mér við taka yfir leikinn og vera nokkuð góðir í fyrri hálfleik."

Þór lenti 2-0 undir eftir tæpar tíu mínútur.

„Á maður að skrifa þetta á eitthvað spennufall í undirbúningnum fyrir leikinn, mikið af frábærum stuðningsmönnum í húsinu. Við sofnum á verðinum og verðum að hætta því," sagði Siggi.

Þór var manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Við fáum fullt af færum og þeir liggja eðlilega á teignum. Þetta er flókið verk. Stundum ætluðum við að fara í eitthvað sem var ekki nógu einfalt. Þegar við fórum í einfaldleikann og gera það sem við viljum gera þá gekk það frábærlega," sagði Siggi.

Stuðningsmenn Þórs létu vel í sér heyra í dag og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rafael Victor kom Þór yfir í uppbótatíma.

„Við erum búin að vera reyna kveikja í þessari stemningu og það var frábær stemning og stuðningsmennirnir alveg geggjaðir. Ég held að þeir hafi svo sannarlega hjálpað okkur að berja þennan bolta inn. Vonandi fáum við meira af þessu, það er búin að vera frábær stemning á útileikjunum líka, ég held að þetta sé komið til að vera. Við erum gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með þennan frábæra stuðning með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner