Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fim 09. maí 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að ná áttum," sagði Sigurður Höskuldsson eftir ótrúlegan sigur Þórs gegn Aftureldingu á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Við sýndum geggjaðan karakter eftir að hafa gefið þeim 2-0 í forgjöf á fyrstu fimm mínútunum. Við vorum svakalega ósáttir með þessa byrjun en svo fannst mér við taka yfir leikinn og vera nokkuð góðir í fyrri hálfleik."

Þór lenti 2-0 undir eftir tæpar tíu mínútur.

„Á maður að skrifa þetta á eitthvað spennufall í undirbúningnum fyrir leikinn, mikið af frábærum stuðningsmönnum í húsinu. Við sofnum á verðinum og verðum að hætta því," sagði Siggi.

Þór var manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Við fáum fullt af færum og þeir liggja eðlilega á teignum. Þetta er flókið verk. Stundum ætluðum við að fara í eitthvað sem var ekki nógu einfalt. Þegar við fórum í einfaldleikann og gera það sem við viljum gera þá gekk það frábærlega," sagði Siggi.

Stuðningsmenn Þórs létu vel í sér heyra í dag og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rafael Victor kom Þór yfir í uppbótatíma.

„Við erum búin að vera reyna kveikja í þessari stemningu og það var frábær stemning og stuðningsmennirnir alveg geggjaðir. Ég held að þeir hafi svo sannarlega hjálpað okkur að berja þennan bolta inn. Vonandi fáum við meira af þessu, það er búin að vera frábær stemning á útileikjunum líka, ég held að þetta sé komið til að vera. Við erum gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með þennan frábæra stuðning með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir