Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fim 09. maí 2024 19:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Maður er að reyna að ná áttum," sagði Sigurður Höskuldsson eftir ótrúlegan sigur Þórs gegn Aftureldingu á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding

„Við sýndum geggjaðan karakter eftir að hafa gefið þeim 2-0 í forgjöf á fyrstu fimm mínútunum. Við vorum svakalega ósáttir með þessa byrjun en svo fannst mér við taka yfir leikinn og vera nokkuð góðir í fyrri hálfleik."

Þór lenti 2-0 undir eftir tæpar tíu mínútur.

„Á maður að skrifa þetta á eitthvað spennufall í undirbúningnum fyrir leikinn, mikið af frábærum stuðningsmönnum í húsinu. Við sofnum á verðinum og verðum að hætta því," sagði Siggi.

Þór var manni fleiri nánast allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að brjóta ísinn fyrr en þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Við fáum fullt af færum og þeir liggja eðlilega á teignum. Þetta er flókið verk. Stundum ætluðum við að fara í eitthvað sem var ekki nógu einfalt. Þegar við fórum í einfaldleikann og gera það sem við viljum gera þá gekk það frábærlega," sagði Siggi.

Stuðningsmenn Þórs létu vel í sér heyra í dag og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Rafael Victor kom Þór yfir í uppbótatíma.

„Við erum búin að vera reyna kveikja í þessari stemningu og það var frábær stemning og stuðningsmennirnir alveg geggjaðir. Ég held að þeir hafi svo sannarlega hjálpað okkur að berja þennan bolta inn. Vonandi fáum við meira af þessu, það er búin að vera frábær stemning á útileikjunum líka, ég held að þetta sé komið til að vera. Við erum gríðarlega spenntir fyrir framhaldinu með þennan frábæra stuðning með okkur," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner