Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   fös 10. maí 2024 11:11
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu geggjað aukaspyrnumark Birkis Heimis í Boganum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór vann Aftureldingu 4-2 í tíðindamiklum leik í Lengjudeild karla í gær. Afturelding komst snemma leiks yfir en eftir að Mosfellingar misstu mann af velli náði Þór að jafna og svo tryggja sér sigurinn.

Birkir Heimisson skoraði fyrsta mark Þórs og kom liðinu á bragðið með frábærri aukaspyrnu.

Birkir var valinn maður leiksins.

„Þvílíkur fengur fyrir Þór. Frábær frammistaða og stórkostlegt mark sem hann henti í beint úr aukaspyrnu," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í skýrslu sinni um leikinn.

Hér að neðan er hægt að sjá aukaspyrnumarkið, og reyndar allan leikinn í heild sinni ef fólk hefur áhuga á því.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Afturelding


Athugasemdir
banner
banner
banner