„Frábær í dag þessi ungi strákur. Fyrsta markið var ansi skrautlegt en seinna markið var frábært slútt. Efnilegur strákur sem gæti náð langt," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson í skýrslu sinni í gær.
Ingimar Arnar Kristjánsson reyndist hetja Þórsara í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigri liðsins á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ingimar var maður leiksins þegar Þór vann 0-2 útisigur í Egilshöll. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Ingimar er fæddur árið 2005 og spilaði sína fyrstu meistaraflokskleiki árið 2021. Sóknarmaðurinn kom við sögu í 23 leikjum á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk.
Ingimar Arnar Kristjánsson reyndist hetja Þórsara í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigri liðsins á Fjölni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Ingimar var maður leiksins þegar Þór vann 0-2 útisigur í Egilshöll. Þór verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.
Ingimar er fæddur árið 2005 og spilaði sína fyrstu meistaraflokskleiki árið 2021. Sóknarmaðurinn kom við sögu í 23 leikjum á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 2 Þór
Í viðtali við RÚV eftir leikinn talaði Ingimar um að hann skuldaði Sella, Sveini Leó Bogasyni, aðstoðarþjálfara Þórs, þar sem hann hefði aðstoðað Ingimar með ritgerð. Mörkin og brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum neðst.
„Tilfinningin er mjög góð en maður er kominn aftur niður á jörðina," sagði Ingimar við Fótbolta.net í dag.
„Ég var nýbúinn að klúðra smá dauðafæri, var kominn einn í gegn eftir að hafa lesið sendingu til baka frá miðverðinum, ég ætlaði að vippa boltanum í netið en klúðraði."
„Svo kom sending í gegn frá Aroni Birki (Stefánssyni markverði Þórs) og ég var bara á undan í boltann. Markmaður Fjölnis var svolítið hikandi, var kominn rétt fyrir utan teiginn og ég náði að skalla boltann yfir hann. Seinna markið kom eftir sendingu inn fyrir frá Árna (Elvari Árnasyni). Ég sá að markmaðurinn virtist ekki alveg vera á réttum stað, ég ætlaði eiginlega að setja boltann yfir hann en í staðinn fór hann rétt framhjá honum, í stöngina og inn."
Ingimar var svo spurður út í viðtalið við RÚV.
„Selli er búinn að vera hjálpa mér í vikunni við lokaritgerð í Menntaskólanum á Akureyri. Ég þurfti að skila henni og fá góða einkunn til að klára skólann. Ég sendi honum ritgerðina á laugardagskvöldið, hann fór yfir hana og við hittumst svo á sunnudaginn. Þá kom hann með punkta, sagði eiginlega að það væri svolítið margt sem þyrfti að laga og hjálpaði mér að laga hana til."
„Ég skrifaði um krossbandsslit. Ég þekki þau ekki af eigin reynslu, þetta var eigindleg rannsókn, tók viðtal við sjúkraþjálfara liðsins og Fannar Daða liðsfélaga minn. Ég er búinn að skila ritgerðinni, ég held þetta sé solid 7-8."
Sveinn Leó er stærðfræðikennari í Glerárskóla. Hann hefur eflaust fagnað vel í gær, bæði sigri Þórs og þeirri staðreynd að hans menn í Aston Villa eru öryggir í Meistaradeildina á næsta tímabili.
„Við vorum ekkert búnir að ræða að ég myndi borga til baka með mörkum, mér fannst ég skulda honum eitthvað. Ætli ég bjóði honum ekki í Bakaríið við Brúna bráðum."
Nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, tjáði sig um Ingimar í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„Hann hefur verið hrikalega flottur í allan vetur. Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni, hann er í ævintýralegu standi og getur refsað liðum," sagði Siggi um Ingimar.
Langflestir í sínu besta standi
Ertu í betra formi núna en áður?
„Við erum langflestir í okkar besta standi hingað til. Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í vetur og búnir að vera mikið með Sigga í ræktinni fyrir æfingar. Mér líður allavega mjög vel og er í þokkalegu standi."
„Ég hef svolítið nýtt mér hraðann, get stungið mér inn fyrir. Hann hefur nýst mér hingað til."
Setur pressu á sig sjálfan
Ingimar skoraði tvö mörk í þremur bikarleikjum í fyrra. Hann á enn eftir að skora í deildinni. Er það eitthvað sem þú hefur hugsað um fyrir þetta tímabil?
„Ég skoraði bara í bikarnum í fyrra, var mikið í því að byrja leiki og fara af velli eða byrja á bekknum og koma inn á á síðasta tímabili. Ég set pressu á sjálfan mig að fara skora og leggja upp fyrir liðið."
Vill fá KA
Ingimar nefndi í viðtalinu við RÚV að ef KA myndi leggja Vestra að velli þá yrði KA óskamótherjinn í næstu umferð.
„Það eru einhverjir sem vilja eitthvað annað, kannski vill Siggi fá Val, en ég vil fá KA," sagði Ingimar að lokum.
Næsti leikur Þórs er gegn ÍBV í 3. umferð Lengjudeildarinnar. Sá leikur á að fara fram í Vestmannaeyjum á mánudaginn.
Ingimar Arnar Kristjánsson skoraði bæði mörk Þórs frá Akureyri sem varð fyrsta liðið til að tryggja sig í 8-liða úrslit @mjolkurbikarinn með 0-2 sigri á Fjölni???? pic.twitter.com/J9AkzlSo3i
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 14, 2024
Athugasemdir