Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
KR
2
2
Vestri
Benoný Breki Andrésson '8 1-0
Benoný Breki Andrésson '40 2-0
2-1 Vladimir Tufegdzic '68 , víti
2-2 Pétur Bjarnason '71
25.05.2024  -  16:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og vindur
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Moutaz Neffati
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson ('68)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('68)
17. Luke Rae ('83)
29. Aron Þórður Albertsson ('83)
30. Rúrik Gunnarsson ('90)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson ('83)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('83)
15. Lúkas Magni Magnason
18. Aron Kristófer Lárusson ('90)
19. Eyþór Aron Wöhler ('68)
23. Atli Sigurjónsson ('68)

Liðsstjórn:
Gregg Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Theodór Elmar Bjarnason ('33)
Aron Þórður Albertsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar leikinn af og bæði lið taka stig með sér heim.

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
92. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
90. mín
+4 í uppbótartíma
90. mín Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Vestri)
Pétur Bjarna lá eftir en leikurinn hélt áfram. Geri ráð fyrir því að þetta hafi verið spjald fyrir tuð
90. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (KR) Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
90. mín Gult spjald: Jeppe Gertsen (Vestri)
89. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
85. mín
Eskelinen sest hér niður og heldur utan um bakið sitt
84. mín
Atli reynir að nýta sér vindinn og skora beint úr hornspyrnunni. Boltinn endar hins vegar út fyrir endamörk vallarins
83. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út: Luke Rae (KR)
83. mín
Inn:Birgir Steinn Styrmisson (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
83. mín
KR fær hornspyrnu Atli Sig á skot fyrir utan teig sem Eskelinen ver í horn
81. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
80. mín
Songani kemst hér upp hægri kantinn og á fyrirgjöf sem ratar beint í hendurnar á Guy Smit
76. mín
Vestri fær hornspyrnu Aron Þórður missir boltann á vallarhelmingi KR. Tufa nær boltanum og keyrir í átt að markinu og á skot sem Guy Smit ver í horn
75. mín
Axel Óskar á langan bolta fram á Eyþór Wöhler sem flikkar honum aftur fyrir sig á Benoný Breka sem er hins vegar rangstæður
73. mín
Seinni hálfleikurinn var búinn að vera nokkuð rólegur en nú er allt í járnum hér í Vesturbæ
71. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
ALLT JAFNT Í VESTURBÆ Hornspyrnan ratar inn í teig og endar síðan í markteignum þar sem Pétur Bjarna snýr baki í markið og flikkar boltanum með hælnum inn í markið
71. mín
Vestri fær hornspyrnu
70. mín Gult spjald: William Eskelinen (Vestri)
Fyrir mótmæli og tuð
69. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Appelsínugult spjald Aron fær hér gult spjald fyrir harkalega tæklingu á Ibrahima Balde
68. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
68. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Aron Sigurðarson (KR)
68. mín Mark úr víti!
Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Vestri minnkar muninn Tufa skorar af öryggi, fáum við einhverja spennu í þetta?
66. mín
Vítaspyrna fyrir Vestra! Songani kemst í gegn og Guy Smit kemur út á móti en er seinn í boltann og brýtur á Songani. Rétt dæmt að mínu mati hjá Ívari
65. mín
Inn:Toby King (Vestri) Út:Sergine Fall (Vestri)
Kóngurinn kominn inn á
64. mín
Hornspyrnan ratar á Finn Tómas sem skallar boltann í átt að marki en Eskelinen ekki í miklum vandræðum með hann
63. mín
KR fær hornspyrnu
60. mín
Benedikt Warén reynir hér skot af 25 metrunum en það fer hátt yfir
57. mín
Bendikt Warén tekur spyrnuna en ekkert kemur úr henni. KR kemst í skyndihlaup upp völlinn. Luke Rae fær boltann á hægri kantinum og reynir að koma boltanum inn í teig þar sem tveir leikmenn KR bíða en varnarmaður Vestra kemst í boltann
56. mín
Vestri fær hornspyrnu
55. mín
Bendikt Warén á hér skot af vinstri kantinum sem fer einhvern veginn fram hjá öllum varnarmönnum KR en endar í markspyrnu
53. mín
Songani er sofani í hægri bakverðinum og Aron Sig kemst í gegn og sendir boltann fyrir en enginn er mættur í svæðið.
49. mín
Vestri fær aukaspyrnu í hættulegri fyrirgjafarstöðu á hægri kantinum. Benedikt arén tekur spyrnuna en ekkert kemur úr henni
47. mín
Aron Sig reynir hér skot vinstra megin í teignum sem fer yfir markið, lítil hætta í þessu
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Theodór Elmar sparkar okkur af stað
45. mín
Hálfleikur
KR leiðir sanngjarnt inn í hálfleik. KRingar hafa fengið fleiri færi og verið almennt að ógna meira. Vestramenn hafa hins vegar fengið ágæt tækifæri en hafa ekki náð að skapa sér neitt almennilegt úr því.
45. mín
+2 Luke Rae og Songoni liggja hér báðir í jörðinni eftir 50/50 bolta
45. mín
+3 í uppbótartíma
43. mín
Benó klæjar í þrennuna Benoný fær hér boltann fyrir utan teig og reynir skot við D-bogann en Eskelinen ekki í miklum vandræðum með hann
40. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Theodór Elmar Bjarnason
KR tvöfaldar forystuna Theodór Elmar á hér fyrirgjöf í axlahæð úr hálfsvæðinu. Benoný nær að stinga höfðinu í boltann á undan Jeppe og skorar. Hrikalega laglegt mark.
36. mín
Aron Sig sendir háan bolta inn í teig Vestra sem endar á kollinum á Benoný sem lúrir á fjærstönginni en boltinn fer beint í hendurnar á Eskelinen. Vestri fer síðan í skyndihlaup og uppsker hornspyrnu. KR kemst í skyndihlaup síðan en nær ekki að koma skoti á mark
33. mín
Benedikt Warén tekur spyrnuna sem endar í veggnum hjá KR. Vestri nær síðan að koma boltanum inn á teig en hann endar loks í höndunum á Guy Smit
33. mín Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Spjald fyrir mótmæli og tuð
32. mín
Theodór Elmar brýtur á Ibrahimagic á hættulegum stað fyrir utan vítateig KR
30. mín
Eskelinen er staðinn upp og leikurinn heldur áfram
27. mín
LUKE RAE Luke á hér hörkugóðan sprett upp vinstra vænginn. Hann reynir svo að keyra inn í teiginn og reynir skot sem fer beint í Eskelinen sem liggur eftir í jörðinni. Hér hefði Luke alveg getað sent boltann út í teig þar sem nokkrir KRingar voru mættir
25. mín
KR fær hornspyrnu Theodór Elmar á fyrirgjöf af hægri kantinum sem ratar í lappir Ægis sem á skot sem fer í varnarmenn Vestra. Hornspyrnan endar svo í höndunum á Eskelinen
20. mín
Aron Sig með skot á mark Neffati nær að keyra upp hægri kantinn og á fyrirgjöf inn í teig sem endar hjá Aroni Sig sem á skot beint á Eskelinen
17. mín
Tarik tekur spyrnuna sem fer í fyrsta mann og berst svo aftur út til hans. Sóknin endar svo með því að Ibrahima Balde missir boltann. Hann vildi fá aukaspyrnu þarna en það var lítið í þessu
16. mín
Vestri fær hornspyrnu
15. mín
Elmar virtist slasa sig eitthvað þegar hann rann til og hann fékk aðhlynningu á vellinum
13. mín
Boltinn berst til Elmars Atla við miðlínu vallarins sem rennur til í grasinu. Benóný nær boltanum og reynir að keyra í humátt að markinu en Jeppe vel á verði og nær að koma fætinum í skotið sem endar í höndunum á Eskelinen
8. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Nokkuð einfalt Fyrirgjöf af vinstri kantinum sem endar í löbbunum á Benoný í miðjum teignum og hann setur hann í netið.
6. mín
Smá darraðadans hjá Guy Smit sem ætlar út í teig að handsama bolta sem Songani er á undan í en Smit nær síðan að handsama boltann
5. mín
Tarik á hér sendingu inn fyrir vörn KRinga úr hálfsvæðinu vinstra megin. Pétur Bjarna er ekki langt frá því að pota tánni í boltann en hann endar í höndunum á Guy Smit
2. mín
Luke Rae á hér fyrirgjöf á hægri kantinum sem fer yfir allan teiginn
2. mín
Tarik á fyrirgjöf inn í teig sem Pétur Bjarna skallar fram hjá marki.
1. mín
Leikur hafinn
Vestri byrjar með boltann og það er Benedikt Warén sem á upphafssparkið
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl KR í svarthvítu og Vestri í dökkbláu
Fyrir leik
Styttist í leik Nú halda liðin aftur inn í hús til að hlýða á lokaræður þjálfara sinna. Sólin leikur svoleiðis við okkar hér í Vesturbænum en smá hvasst hins vegar.
Fyrir leik
Alex Þór í banni
Gregg Ryder gerir tvær breytingar á byrjunarliði KR frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð. Moutaz Neffati og Aron Þórður Albertsson koma inn í byrjunarliðið. Þeir koma í stað Lúkas Magna Magnasonar, sem tekur sér sæti á bekknum og Alex Þórs Haukssonar, sem er utan hóps þar sem hann tekur út leikbann.

Davíð Smári gerir sömuleiðis tvær breytingar á liði Vestra frá tapinu gegn Víkingi í síðustu umferð. Vladimir Tufegdzic og Sergine Modou Fall koma inn í byrjunarliðið. Toby King og Gunnar Jónas Hauksson taka sér sæti á bekknum í þeirra stað.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Spá umferðarinnar Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar en synir hennar eru þeir Aron Elí Sævarsson og Birkir Már Sævarsson.

KR 1 - 1 Vestri
Vestramenn mæta ákveðnir á Meistaravelli en þeir hafa saknað síns besta manns Guðmundar Arnars. KR nær forystunni með marki Axels Óskars en jöfnunarmarkið kemur um miðjan seinni hálfleik frá fyrirliðanum, Elmari Atla.


Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Nýr varabúningur KR KRingar skörtuðu glænýjum varabúningi í síðustu umferð gegn FH. Sá er vægast sagt áhugaverður. Held að leikmenn þurfi allavega ekki að hafa áhyggjur af því að sjá ekki liðsfélaga sína. Við munum hins vegar ekki sjá þennan búning í dag, því miður segja sumir.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Dómarateymið í dag KSÍ teflir fram öflugu fimm manna liði. Ívar Orri Kristjánsson fer með flautuvöldin hér í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunni eru þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Þórður Arnar Árnason. Jóhann Ingi Jónsson er varadómari og loks er það í höndum Halldórs Breiðfjarðar Jóhannssonar að vera eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gregg Ryder eftir sigurinn gegn FH í síðustu umferð Í viðtali eftir 1-2 sigur gegn FH kvaðst Gregg vera afar ánægður með karakterinn í sínu liði.

„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.“

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Davíð Smári eftir tapið á móti Víkingi í síðustu umferð Þótt Vestri hafi tapað 1-4 gegn Víkingi í síðasta leik var Davíð þó nokkuð ánægður með sitt lið í viðtali eftir leik

„Að þora að spila, að hafa hugrekkið til að spila og reyna að spila á milli lína gegn besta liði landsins. Það er helst það sem ég tek út úr þessu. Við komum okkur ekki í nægilega góðar stöður á síðasta þriðjungi en við náðum samt að halda helling í boltann. Við komum okkur inn á síðasta þriðjung en náðum ekki að skapa mikið þar. Markið sem við skorum er stórglæsilegt og ég er mjög sáttur með liðið mitt, algjörlega."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni Um þessar mundir er KR í 7. sæti deildarinnar með 10 stig. Liðið sigraði FH í síðustu umferð eftir að hafa farið fjóra leiki án sigurs.

Vestri er hins vegar í 10. sæti með 6 stig. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og eru þeir eflaust hungraðir í stig í dag.
Fyrir leik
Velkomin! Komið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Meistaravöllum þar sem KR fær Vestra í heimsókn í 8. umferð Bestu deildar karla.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
Benedikt V. Warén ('81)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani ('92)
77. Sergine Fall ('65)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
13. Toby King ('65)
14. Johannes Selvén ('81)
16. Ívar Breki Helgason
17. Gunnar Jónas Hauksson ('92)

Liðsstjórn:
Daniel Osafo-Badu (Þ)
Davíð Smári Lamude (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Morten Ohlsen Hansen
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
William Eskelinen ('70)
Vladimir Tufegdzic ('89)
Davíð Smári Lamude ('90)
Jeppe Gertsen ('90)

Rauð spjöld: