Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mán 20. maí 2024 20:19
Sölvi Haraldsson
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var leikur tveggja hálfleika. En við sýndum tvær mjög góðar hliðar í dag. Við getum varist og erum hættulegir fram á við. Þannig ég er mjög sáttur.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á FH í dag á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Hver er ástæðan fyrir því að KR voru miklu slakari í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri?

Það er blanda af mörgum hlutum. Við höfum verið að fara í gegnum erfiða tíma og við erum á erfiðum útivelli gegn liði sem hefur staðið sig vel. Það eru allir þessir hlutir. Það er samt ekki hægt að taka það af okkur hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Ég veit að við vorum ekki góðir á boltanum en við vörðumst frábærlega í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur heilt yfir með fyrri hálfleikinn.“

Telur Gregg svo að 2-1 hafi veirð sanngjörn úrslit?

Við áttum skilið að vinna leikinn. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina. Þeir eiga þessi úrslit ekki skilið sem við höfum verið að sækja í seinustu leikjum. Þessi sigur var fyrir þá.“

Gregg var mjög sáttur með varnarleikinn og karakterinn hjá sínum mönnum í seinni hálfleiknum í dag.

„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.

Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Vestra.

Við þurfum að læra af þessum leikjum sem við höfum verið að tapa. Við getum varla hvílt okkur. Þetta er frábær sigur en það er bara næsti leikur.“

Viðtalið við Gregg Ryder má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner