„Þetta var leikur tveggja hálfleika. En við sýndum tvær mjög góðar hliðar í dag. Við getum varist og erum hættulegir fram á við. Þannig ég er mjög sáttur.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á FH í dag á Kaplakrikavelli.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 KR
Hver er ástæðan fyrir því að KR voru miklu slakari í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri?
„Það er blanda af mörgum hlutum. Við höfum verið að fara í gegnum erfiða tíma og við erum á erfiðum útivelli gegn liði sem hefur staðið sig vel. Það eru allir þessir hlutir. Það er samt ekki hægt að taka það af okkur hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Ég veit að við vorum ekki góðir á boltanum en við vörðumst frábærlega í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur heilt yfir með fyrri hálfleikinn.“
Telur Gregg svo að 2-1 hafi veirð sanngjörn úrslit?
„Við áttum skilið að vinna leikinn. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina. Þeir eiga þessi úrslit ekki skilið sem við höfum verið að sækja í seinustu leikjum. Þessi sigur var fyrir þá.“
Gregg var mjög sáttur með varnarleikinn og karakterinn hjá sínum mönnum í seinni hálfleiknum í dag.
„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.“
Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Vestra.
„Við þurfum að læra af þessum leikjum sem við höfum verið að tapa. Við getum varla hvílt okkur. Þetta er frábær sigur en það er bara næsti leikur.“
Viðtalið við Gregg Ryder má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.