Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 20. maí 2024 20:19
Sölvi Haraldsson
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þetta var leikur tveggja hálfleika. En við sýndum tvær mjög góðar hliðar í dag. Við getum varist og erum hættulegir fram á við. Þannig ég er mjög sáttur.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir 2-1 sigur á FH í dag á Kaplakrikavelli.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Hver er ástæðan fyrir því að KR voru miklu slakari í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri?

Það er blanda af mörgum hlutum. Við höfum verið að fara í gegnum erfiða tíma og við erum á erfiðum útivelli gegn liði sem hefur staðið sig vel. Það eru allir þessir hlutir. Það er samt ekki hægt að taka það af okkur hvernig við vörðumst í seinni hálfleik. Ég veit að við vorum ekki góðir á boltanum en við vörðumst frábærlega í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur heilt yfir með fyrri hálfleikinn.“

Telur Gregg svo að 2-1 hafi veirð sanngjörn úrslit?

Við áttum skilið að vinna leikinn. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina. Þeir eiga þessi úrslit ekki skilið sem við höfum verið að sækja í seinustu leikjum. Þessi sigur var fyrir þá.“

Gregg var mjög sáttur með varnarleikinn og karakterinn hjá sínum mönnum í seinni hálfleiknum í dag.

„Ég held að hvernig við vörðumst var eitthvað sem við þurftum í dag. Við þurftum karakter og leikmenn að henda sér fyrir skot. Strákarnir eiga stórt hrós skilið fyrir það hvernig þeir vörðust í seinni hálfleiknum.

Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Vestra.

Við þurfum að læra af þessum leikjum sem við höfum verið að tapa. Við getum varla hvílt okkur. Þetta er frábær sigur en það er bara næsti leikur.“

Viðtalið við Gregg Ryder má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner