Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   mán 20. maí 2024 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við ætluðum að þora að spila á móti þeim. Við vissum að það yrði erfitt en við vildum klára það til enda og hafa eitthvað í nestisboxinu til að taka með okkur inn í það sem framundan er," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-4 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deildinni í dag.

„Ég held að við getum tekið rosalega margt jákvætt út úr þessum leik."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Hvað er það helsta jákvæða sem þú tekur úr þessum leik?

„Að þora að spila, að hafa hugrekkið til að spila og reyna að spila á milli lína gegn besta liði landsins. Það er helst það sem ég tek út úr þessu. Við komum okkur ekki í nægilega góðar stöður á síðasta þriðjungi en við náðum samt að halda helling í boltann. Við komum okkur inn á síðasta þriðjung en náðum ekki að skapa mikið þar. Markið sem við skorum er stórglæsilegt og ég er mjög sáttur með liðið mitt, algjörlega."

Vestri jafnaði metin í fyrri hálfleik en fékk strax mark á sig tveimur mínútum eftir það.

„Auðvitað skapa þeir sér urmul af færum en mér finnst mörkin sem þeir skora í ódýrari kantinum."

„Við erum bara rétt að byrja. Við erum farnir að spila fótbolta en það vantaði aðeins upp á það í byrjun móts. Við erum að vinna í því að laga það."

Þetta var annar heimaleikur Vestra í sumar en báðir heimaleikirnir hafa farið fram í Laugardalnum. Vonast er til að liðið geti spilað heima á Ísafirði gegn Stjörnunni 2. júní næstkomandi.

„Hvenær sem við snúum heim, þá verður það vissulega mjög gott. Hvenær það verður, það veit ég ekki. Ég reyni að spá sem minnst í því. Það er bara næsti leikur og hvar sem hann er spilaður, þá gerum við okkar besta. Ég vona að allir sem standi að vallarmálum á Ísafirði séu líka að gera sitt allra besta," sagði Davíð Smári.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner