Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 20. maí 2024 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við ætluðum að þora að spila á móti þeim. Við vissum að það yrði erfitt en við vildum klára það til enda og hafa eitthvað í nestisboxinu til að taka með okkur inn í það sem framundan er," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-4 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deildinni í dag.

„Ég held að við getum tekið rosalega margt jákvætt út úr þessum leik."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Hvað er það helsta jákvæða sem þú tekur úr þessum leik?

„Að þora að spila, að hafa hugrekkið til að spila og reyna að spila á milli lína gegn besta liði landsins. Það er helst það sem ég tek út úr þessu. Við komum okkur ekki í nægilega góðar stöður á síðasta þriðjungi en við náðum samt að halda helling í boltann. Við komum okkur inn á síðasta þriðjung en náðum ekki að skapa mikið þar. Markið sem við skorum er stórglæsilegt og ég er mjög sáttur með liðið mitt, algjörlega."

Vestri jafnaði metin í fyrri hálfleik en fékk strax mark á sig tveimur mínútum eftir það.

„Auðvitað skapa þeir sér urmul af færum en mér finnst mörkin sem þeir skora í ódýrari kantinum."

„Við erum bara rétt að byrja. Við erum farnir að spila fótbolta en það vantaði aðeins upp á það í byrjun móts. Við erum að vinna í því að laga það."

Þetta var annar heimaleikur Vestra í sumar en báðir heimaleikirnir hafa farið fram í Laugardalnum. Vonast er til að liðið geti spilað heima á Ísafirði gegn Stjörnunni 2. júní næstkomandi.

„Hvenær sem við snúum heim, þá verður það vissulega mjög gott. Hvenær það verður, það veit ég ekki. Ég reyni að spá sem minnst í því. Það er bara næsti leikur og hvar sem hann er spilaður, þá gerum við okkar besta. Ég vona að allir sem standi að vallarmálum á Ísafirði séu líka að gera sitt allra besta," sagði Davíð Smári.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner