Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 20. maí 2024 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Vestri er með sex stig eftir sex leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, en við ætluðum að þora að spila á móti þeim. Við vissum að það yrði erfitt en við vildum klára það til enda og hafa eitthvað í nestisboxinu til að taka með okkur inn í það sem framundan er," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir 1-4 tap gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deildinni í dag.

„Ég held að við getum tekið rosalega margt jákvætt út úr þessum leik."

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Hvað er það helsta jákvæða sem þú tekur úr þessum leik?

„Að þora að spila, að hafa hugrekkið til að spila og reyna að spila á milli lína gegn besta liði landsins. Það er helst það sem ég tek út úr þessu. Við komum okkur ekki í nægilega góðar stöður á síðasta þriðjungi en við náðum samt að halda helling í boltann. Við komum okkur inn á síðasta þriðjung en náðum ekki að skapa mikið þar. Markið sem við skorum er stórglæsilegt og ég er mjög sáttur með liðið mitt, algjörlega."

Vestri jafnaði metin í fyrri hálfleik en fékk strax mark á sig tveimur mínútum eftir það.

„Auðvitað skapa þeir sér urmul af færum en mér finnst mörkin sem þeir skora í ódýrari kantinum."

„Við erum bara rétt að byrja. Við erum farnir að spila fótbolta en það vantaði aðeins upp á það í byrjun móts. Við erum að vinna í því að laga það."

Þetta var annar heimaleikur Vestra í sumar en báðir heimaleikirnir hafa farið fram í Laugardalnum. Vonast er til að liðið geti spilað heima á Ísafirði gegn Stjörnunni 2. júní næstkomandi.

„Hvenær sem við snúum heim, þá verður það vissulega mjög gott. Hvenær það verður, það veit ég ekki. Ég reyni að spá sem minnst í því. Það er bara næsti leikur og hvar sem hann er spilaður, þá gerum við okkar besta. Ég vona að allir sem standi að vallarmálum á Ísafirði séu líka að gera sitt allra besta," sagði Davíð Smári.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner