Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Víkingur R.
3
1
Fylkir
Danijel Dejan Djuric '31 1-0
Danijel Dejan Djuric '35 2-0
Valdimar Þór Ingimundarson '58 3-0
Pálmi Rafn Arinbjörnsson '88 , sjálfsmark 3-1
13.06.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth ('17)
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('73)
9. Helgi Guðjónsson ('73)
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('73)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('73)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('73)
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('73)
17. Ari Sigurpálsson ('73)
23. Nikolaj Hansen ('73)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('17)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('28)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Víkingar í undanúrslit og geta enn varið titil sinn.
Danijel Djuric örlagavaldur í kvöld.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Víkingar vinna hornspyrnu eftir snögga sókn.

Síðasta spyrna leiksins reikna ég með úr horninu.
93. mín
Fylkismenn að ógna, vinna hér horn.

Pálmi aftur í vandræðum en sleppur með það í þetta sinn.
91. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.
90. mín
Fylkismenn í dauðafæri!
Ómar sleppur einn í gegn. Pálmi í algjöru skógarhlaupi og víðsfjarri marki sínu. Ómar reynir að lyfta boltanum yfir hann en boltinn yfir markið líka.

Hefði verið áhugavert hefði Fylkir minnkað muninn enn frekar.
88. mín SJÁLFSMARK!
Pálmi Rafn Arinbjörnsson (Víkingur R.)
Hornspyrna frá hægri sem Pálmi Rafn hreinlega missir í markið.

Kvartar eitthvað yfir broti á sér en Erlendur dæmir ekkert.

Sjálfsmark tvo leiki í röð og það gegn sama liðinu!

87. mín
Djuric langar í þrennuna
Fær boltann við vítateig vinstra megin á vellinum og leikur inn á völlinn, leitar og leitar að skotinu áður en hann lætur vaða í vonlítilli stöðu.

Niðurstaðan eftir því.
85. mín
Karl Friðleifur með fyrirgjöf frá hægri eftir að hafa skilið Orra Hrafn eftir. Valdimar mætir í hlaupið og nær skallanum en yfir markið fer boltinn.
81. mín
Spurning hvað gerist hér.

Jón Guðni fær boltann í hendina við teig Fylkis sem fá aukaspyrnu í ágætu skotfæri.

Arnór Breki reynir skotið en lyftir boltanum yfir markið.
80. mín
Fátt sem bendir til annars en að þessi leikur sé hægt og rólega að fjara út.

Víkingar með hælana í grasinu og hleypa Fylkismönnum lítið áleiðis.
74. mín
Víkingar fá aukaspyrnu við hægra vítateigshornið.

Ragnar Bragi brýtur á Karli Friðleifi.
73. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Arnar Gunnlaugs hleður í eina fjórfalda.
73. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
73. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
73. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
72. mín
Fylkismenn fá horn.
70. mín
Djuric með einhverjar krúsidúllur í teig Fylkis eftir snögga sókn en tapar boltanum.

Hafði tækifæri á að finna samherja í teignum en valdi að fara sjálfur.
66. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
64. mín
Fylkir vinnur horn
Præst finnur sér svæði á milli lína og keyrir af stað. Finnur Orra Hrafn úti vinstra megin sem keyrir inn á teiginn. Gunnar Vatnhamar kemst á milli og skilar boltanum í horn.

Guðmar Gauti með skalla eftir hornið en hittir ekki á markið.
61. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
61. mín
Inn:Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
58. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Gegn gömlu félögunum Helgi nýbúinn að brenna af góðu færi leggur upp mark í staðinn

Frábær fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri frá Helga. Valdimar mætir á boltann og skilar honum i netið úr teignum.

Lágstemmd fagnaðarlæti af hans hálfu í kjölfarið.

56. mín
Fylkismenn að bjóða hættunni heim.
Tapa boltanum við eigin vítateig. Boltinn á Danijel sem setur boltann fyrir frá vinstri. Valdimar mætir á nærstöngina en nær ekki að stýra boltanum á markið.
52. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Tveggja marka maður gegn HK í 16 liða úrslitum fyllir skarð Halldórs.
50. mín
Karl Friðleifur klaufi. Flaggaður rangstæður með alla línuna fyrir framan sig.

Halldór Jón er sestur völlinn hjá Fylki. Heldur um lærið og hefur nánast örugglega lokið leik.
48. mín
Hafliði Breiðfjörð með myndavél á lofti. Heyrt það áður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað hér á ný. Í góðri stöðu og stefna hraðbyri á undanúrslit en eitt árið.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Víkinni. Víkingar sem fyrr verið klíniskir fyrir framan mark andstæðinga sinna og nýtt sín tækifæri vel.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
+4 Fylkismenn fá aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu.

Helgi brýtur á Halldóri Jóni.

Ekkert verður úr.
45. mín
+1 Karl Friðleifur með spyrnuna inn á teig Fylkis en finnur ekki samherja.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki fjórar mínútur.
45. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á átlitlegum stað. Emil brýtur á Aroni Elís.
44. mín
Halldór Jón við það að vinna sig í álitlega stöðu ínn á teig Víkinga en varnarmenn komast fyrir.
43. mín
Karl Friðleifur með skalla að marki eftir langa sókn Víkings.

Var einhverja að telja sendingarnar áður en að skalla Karls kom?
40. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Stöðvar skyndisókn og uppsker gult spjald.
35. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Snögg sókn skilar marki Karl Friðleifur með boltann upp vinstra megin finnur Helga í overlappinu. Helgi setur boltann fast fyrir markið þar sem Danijel er mættur í hlaupið og skilar boltanum af öryggi í netið af stuttu færi.

34. mín
Valdimar reynir áhugavert skot úr D-boganum. Niðurstaðan ekki jafn áhugaverð, boltaskækir Víkinga verður líklega nokkrar mínútur að sækja boltann í það minnsta.
31. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Víkingar komast yfir Örugglega teiknað upp á æfingarsvæðinu.

Karl Friðleifur tekur hornið fast með jörðinni inn á miðjan teiginn. Danijel sem hafði lúrt fyrir utan D-botann er þar mættur og setur boltann með vinstri í hornið nær.

30. mín
Víkingar vinna hornspyrnu.
30. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
Sparkar aftan í Matthíasi og uppsker fyrir það gult.

Átti ekki möguleika á boltanum en mögulega nokkuð soft spjald.
28. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Setur boltann í netið eftir að hafa verið flautaður rangstæður.
26. mín
Emil í hörkufæri á fjærstöng eftir horn frá hægri en varnarmenn komast fyrir.

Fylkismenn verið að ógna ögn meira síðustu mínútur.
25. mín
Dregið í kvöld
Það er rétt að minna á að dregið verður í undanúrslit að leik loknum hér í Víkinni. Að sjálfsögðu í beinni hér á Fótbolti.net.
23. mín
Fylkismenn fá hér horn í hrönnum en tekst ekki að nýta þau.
22. mín
Emil Ásmunds með hörkuskot af vítateigslínu úti til vinstri. Boltinn í Davíð og afturfyrir.
19. mín
Skyndisókn Víkinga Dani Djuric ber boltann upp og Víkingar í kjörstöðu, sendingin út til hægri á Aron Elís sem lætur grípa sig í landhelgi. Klaufalega unnið úr góðri stöðu.
17. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Ekki beint "like for like" skipting

Gunnar Vatnhamar færist af miðjunni niður í miðvörðinn
15. mín
Oliver Ekroth hefur lokið hér leik og er að fara af velli.
13. mín
Oliver Ekroth situr enn á vellinum og fær aðhlynningu. Hvort hann hafi fengið högg á andlitið eða eitthvað slíkt.
10. mín
Nikulás Val í fínni stöðu í teignum eftir sendingu frá Orra Hrafni. Virðist ekki átta sig á góðri stöðu sinni og lætur ekki vaða á markið. Fylkismenn fá horn en Víkingar bægja hættunni frá í bili,

Erlendur stoppar svo leikinn vegna meiðsla í teignum.
7. mín
Þung sókn Vikinga en dæmdir brotlegir í teignum.
5. mín
Víkingar þrýsta liði Fylkis neðar og neðar á völlinn. Erlingur fær boltann úti til hægri í prýðisstöðu til fyrirgjafar en sending hans fyrir markið léleg og beint í fang Ólafs í marki Fylkis.
2. mín
Fylkismenn fengu horn strax á upphafssekúndum leiksins. Tekið inn á teiginn þar sem boltinn fellur fyrir Emil Ásmunds sem reynir skot en boltinn hátt yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Víkinni. Það eru gestirnir sem hefja hér leik og sækja í átt að félagsheimili Víkinga í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Þetta er annar leikur liðanna á Víkingsvelli í röð, en liðin mættust í Bestu deildinni fyrir ellefu dögum og hafa ekkert spilað síðan vegna landsleikjahlés.

Víkingur hafði þá betur 5-2 og gerir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fimm breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja.

Peter Oliver Ekroth, Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson koma inn í byrjunarliðið á meðan menn á borð við Valdimar Þór Ingimundarson, Nikolaj Hansen og Ara Sigurpálsson setjast á bekkinn.

Rúnar Páll Sigmundsson gerir fjórar breytingar á liði Árbæinga sem steinlá fyrir ellefu dögum. Axel Máni Guðbjörnsson, Emil Ásmundsson og Birkir Eyþórsson koma allir inn í byrjunarliðið ásamt Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í bikarnum
Liðin hafa leitt saman hesta sína þrisvar sinnum í bikarkeppni KSÍ frá upphafi.

Tölfræðin er ekki flókin þar, Víkingar hafa unnið alla þrjá leiki liðanna til þessa. Markatalan er svo 8-2 Víkingum í vil.

Mættust síðast í bikar 2021

Liðin mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins haustið 2021. Víkingar sem urðu tvöfaldir meistarar það sumar þurftu að hafa fyrir hlutunum það kvöldið i úrhellisrigningu. Orri Hrafn Kjartansson fékk sennilega besta tækifærið í venjulegum leiktíma til að skora þegar lið Fylkis fékk vítaspyrnu. Ingvar Jónsson markvörður Víkinga sá þó við honum. Það var svo á fyrstu mínútu í framlengingu sem Orri Sveinn Stefánsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og koma Víkingum yfir.

   16.09.2021 00:04
Víkingar þakka lukkudísunum og Ingvari
Fyrir leik
Málarameistarinn dæmir Erlendur Eiríksson sér um flautuna í Víkinni í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Þórður Arnar Árnason. Elías Ingi Árnason tekur sér stöðu milli bekkjanna sem fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Arnar Daði spáir Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina. Hann var með alla leikina í 16-liða úrslitunum rétta, spáði rétt um sigurvegara allra átta leikjanna. Fullkominni umferð nær hann ekki aftur í þetta sinn en sagði um leikinn í Víkinni.

Víkingur 4 - 0 Fylkir
Sigurganga Víkingana í bikarnum heldur áfram. Fylkismenn sjá ekki til sólar í þessum leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Liðin mættust í deild á dögunum.
Liðin mættust í Víkinni á dögunum í Bestu deildinni þar sem Víkingar höfðu 5-2 sigur. Hafliði Breiðfjörð fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net og sagði í skýrslu sinni eftir leikinn.

Víkingar áttu ekki sinn besta leik í dag, lentu undir eftir 50 sekúndur, jöfnuðu með marki sem átti ekki að standa og voru heppnir að Fylkir hafi ekki skorað fleiri mörk. Fylkisliðið leit vel út í dag, mikill kraftur í þeim og maður upplifði aldrei uppgjöf. Þegar allt kemur til alls eru Víkingar hinsvegar bara mikið betra lið þó þeir séu ekki á deginum sínum, en Fylkir á deginum sínum. Þeir geta hent inná fimm stórstjörnum sem varamönnum þegar það þarf að blása krafti í liðið.

   02.06.2024 21:07
Víkingar á vondum degi eru mun betri en Fylkir á góðum degi
Fyrir leik
Djuric má spila. Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þann 30. maí síðastliðinn.

Bannið gildir þó aðeins í Íslandsmóti og er Danijel því löglegur í leik kvöldsins.

   11.06.2024 18:23
Danijel Djuric í tveggja leikja bann - Víkingur sektað um 50 þúsund krónur

Fyrir leik
Víkingur Heimamenn í Fossvogi hafa ólíkt liði Fylkis átt mjög góðu gengi að fagna í Bestu deildinni þar sem liðið trónir á toppnum.

Í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins tók lið Víkinga á móti Víði frá Garði. Öllum að óvörum kom David Toro Jimenez liði Víðis yfir í leiknum með stórglæsilegu marki frá eigin vallarhelmingi eftir um þrettán mínútna leik. Það dugði þó skammt og er yfir lauk höfðu Aron Elís Þrándarson, Helgi Guðjónsson, Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen tryggt Víkingum 4-1 sigur.

Í 16 liða úrslitum lék lið Víkinga heimaleik á útivelli eða svona næstum því. Liðið mætti Grindavík á Stakkarvíkurvelli í Safamýri sem Víkingar létu Grindvíkingum í té sem heimavöll þeirra í sumar. Danijel Dejan Djuric, Erlingur Agnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Viktor Órlygur Andrason gerðu þar mörk Víkinga í 4-1 sigri.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir
Gestirnir úr Árbæ hafa ekki átt neitt sérstakt tímabil í Bestu deildinni það sem af er þar sem þeir sitja á botninum. Það hefur þó ekkert að segja þegar í bikarinn er komið og staða liða innan deildarpýramídans engin ávísun á úrslit.

Eins og önnur lið í Bestu deildinni kom Fylkir inn í keppnina í 32 liða úrslitum. Þar lagði liðið land undir fót og heimsótti lið Hattar/Hugins sem leikur í 2.deild á Fellavöll í Fellabæ.

Sameiginlegt lið Héraðsbúa og Seyðfirðinga veitti þar Árbæingum verðuga keppni en það var mark Ómars Björns Stefánssonar á 56. mínútu leiksins sem skildi liðin að lokum að.

Í 16 liða úrslitum mætti lið Fylkis svo HK á Wurthvellinum í Árbæ. Þrátt fyrir það að lenda undir strax á 5.mínútu leiksins fór svo á endanum að Fylkir vann þægilegan 3-1 sigur og tryggði sér farseðil í 8 liða úrslit en Þórður Gunnar Hafþórsson (2) og Benedikt Daríus Garðarson gerðu mörk Fylkis í leiknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bikarmeistarar halda titilvörn áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá Víkingsvelli þar sem að ríkjandi bikarmeistarar Víkinga taka á móti liði Fylkis í 8 liða úrslitum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson ('66)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson ('61)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('61)
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('52)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
4. Stefán Gísli Stefánsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('52)
13. Guðmar Gauti Sævarsson ('61)
22. Ómar Björn Stefánsson ('61)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson ('66)
25. Þóroddur Víkingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('30)

Rauð spjöld: