Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 11. júní 2024 18:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Danijel Djuric í tveggja leikja bann - Víkingur sektað um 50 þúsund krónur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þann 30. maí síðastliðinn.


Aganefnd KSÍ kom saman í dag og tók þessa ákvörðun en Danijel kastaði vatnsbrúsa frá hlaupabrautinni upp í stúku þegar liðin voru að ganga af velli eftir leikinn og fór brúsinn í stuðningsmann Breiðabliks sem hafði ögrað Danijel með orðum sínum.

Þá hefur Víkingur verið sektað um 50 þúsund krónur þar sem að stuðningsmaður féelagsins kastaði blysi úr stúkunni.. „Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að framkoma áhorfenda Víkings R. sem lýst er í skýrslu eftirlitsmanns á leik liðsins við Breiðablik hafi verið vítaverð og hættuleg öðrum áhorfendum á leiknum," segir í úrskurðinum.

„Einn einstaklingur fékk tóman vatnsbrúsann í derhúfu sína og var augljóslega ekki meint af, því á myndbandinu sést hann hlæja að atvikinu," segir í greinargerð Víkings.

„Danijel sér eftir atvikinu og veit sem er að auðvitað á hann ekki aðbregðast við áreiti stuðningsfólks með þessum hætti. Það kemur fram í skýrslu eftirlitsmanns KSÍ á leiknum að stuðningsmenn Víkings hafi kveikt í blysum og kastað þeim úr stúkunni," segir enn fremur.

Danijel mun því missa af leikjum Víkings gegn Val á útivelli og KR á heimavelli.

„Ekki er hægt að horfa framhjá því hversu hættuleg slík blys eru og geta hæglega myndað alvarlegan eld," segir í skýrslunni.

Víkingur sendi greinargerð til aganefndar þar sem félagið segir að það hafi ekki séð myndir og myndbönd af atvikinu.

„Tekið skal fram að mörg tilvik hafa komið upp hér á landi þar sem kveikt hefur verið á blysum og virðist það háð geðþótta eftirlitsmanna hvort slík tilvik rati í skýrslu þeirra að leik loknum eða séu tekin upp hjá aga- og úrskurðarnefnd," segir í greinargerð Víkings.

Félagið telur ekki sanngjarnt að það fái sekt fyrir þetta og það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með fullnægjandi gærslu á vellinum.


Athugasemdir
banner
banner