Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
Fjölnir
5
2
Grótta
0-1 Kristófer Orri Pétursson '16
Orri Þórhallsson '22 1-1
Máni Austmann Hilmarsson '56 2-1
Máni Austmann Hilmarsson '60 3-1
Máni Austmann Hilmarsson '64 , víti 4-1
Sigurvin Reynisson '75 5-1
5-2 Pétur Theódór Árnason '85
30.06.2024  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hávaðarok en þurrt sem stendur. Hiti um 12 gráður
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 229
Maður leiksins: Máni Austmann Hilmarsson
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson ('77)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson ('77)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('80)
16. Orri Þórhallsson ('71)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('71)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('71)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('80)
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('77)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('77)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('71)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur Fjölnis hér í dag. Tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og keyrðu yfir lið Gróttu á tæplega 10 mínútna kafla.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Þetta er að fjara út hérna, Fjölnismenn að sigla þessu heim og tylla sér á toppinn um stund í það minnsta.
91. mín
Pétur í færi
Fær boltann hægra megin í teignum, býr sér til pláss og nær að skjóta. Boltinn í hliðarnetið.
89. mín
Sláarskot
Frábær sprettur frá Jónatan Guðna sem keyrir inn á teiginn frá hægri og lætur vaða. Sentimeter of hátt fer boltinn og smellur í slánni og út.
87. mín
Fjölnismenn vinna horn.
85. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Eða hvað?
Pétur Theodór er að klóra í bakkann. Fyrirgjöf frá vinstri skilar sér alla leið yfir á fjær þar sem Pétur mætir og skilar honum í netið.
85. mín
Heimamenn saddir?
Hafa fært lið sitt neðar á völlinn og Grótta haldið boltanum betur síðustu mínútur. Leikurinn sem slíkur auðvitað búinn og stigin þrjú verða í Grafarvogi í leikslok.
80. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
78. mín
Arnar Þór með tilraun að marki eftir langt innkast frá vinstri en boltinn framhjá markinu.
77. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
77. mín
Inn:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir) Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
75. mín MARK!
Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Gegn sínum gömlu félögum Hornspyrna tekin inn á teiginn og skölluð út. Car það Axel Freyr að mér sýnist sem reynir skotið úr D-boganum sem er á leið framhjá áður en Sigurvin stýrir boltanum í netið.
75. mín
Fjölnismenn ógna og vinna hér horn.
71. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
71. mín
Inn:Tumeliso Ratsiu (Grótta) Út:Kristófer Melsted (Grótta)
71. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
71. mín
Inn:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
71. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
70. mín
Það er byrjað að hellirigna í Grafarvoginum.
66. mín
Tók Mána rétt um sjö mínútur frá fyrsta marki sínu að fullkomna þrennuna.

Ég hef bara einu sinni séð sneggri þrennu á þessum velli. Hana á Reynir Haralds vinstri bakvörður Fjölnis með ÍR gegn Fjölni.
64. mín Mark úr víti!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Þrenna i hús hjá Mána Rafal í rétt horn en spyrnan vel út við stöng og í netið fer boltinn.
62. mín
Fjölnismenn eru að fá vítaspyrnu!

Axel Freyr og Tareq í baráttu um boltann og metur það svo að Tareq hafi togað hann niður.'

Ég er bara alls ekki sannfærður um að þetta sé rétt.
60. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Axel Freyr Harðarson
Ekki lengi að bæta öðru við Axel Freyr með tíma og pláss úti vinstra megin teiknar boltann yfir á fjærstöng þar sem Máni er aleinn og yfirgefinn og klárar af fagmennsku í netið framhjá Rafal.

Róðurinn orðinn verulega þungur fyrir gestina.
59. mín
Pétur Theodór of seinn í Júlíus Mar í pressunni og dæmdur brotlegur. Annað brotið á skömmum tíma og styttist væntanlega í spjaldið.
58. mín
Grótta keyrir strax upp og vinnur horn.
56. mín MARK!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Stoðsending: Dagur Ingi Axelsson
Heimamenn eru komnir yfir Einfalt spil upp hægri vænginn, Dagur Ingi finnur Mána í hlaupinu inn á teiginn. Máni þrengir færið talsvert með hlaupi sínu en gerir fáránlega vel í að ná að setja boltann milli fóta Rafal og í netið.
55. mín
Grótta sækir upp hægri vænginn, boltinn fyrir markið þar sem Pétur freistar þess að ná skoti, varnarmaður á undan í boltann og Pétur dæmdur brotlegur.
49. mín
Kristófer Orri sleppur einn gegn Halldóri en flaggið fer á loft.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Ekki að sjá að breytingar hafi verið gerðar á liðunum í hálfleik. Gestirnir sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grafarvogi. Liðunum til hróss þá hefur þetta verið ágætlega skemmtilegt þrátt fyrir krefjandi aðstæður. Við komum aftur með síðari háfleikinn að vörmu spori.
45. mín

Óheppilegt atvik. Axel Freyr í kapphlaupi við Gabríel Hrannar sem slæmir hendi í andlit Axels. Algjört óviljaverk en Gunnar stöðvar leikinn til að athuga með Axel.
45. mín
Fjölnir sækir
Dagur Ingi með boltann fyrir markið f?a hægri, þar fellur hann fyrir Daníel Ingvar sem ætlar heldur betur að negla honum á markið. Sá þetta eflaust öðruvísi fyrir sér en boltinn víðsfjarri markinu og er líklega enn á uppleið.
39. mín
Kristófer Melsteð með skot að marki eftir langt innkast. Setur boltann vel framhjá markinu.
36. mín
Stangarskot Eftir darraðardans í teig Gróttu kemur skot að marki sem smellur í stönginni, Boltinn ríullar svo eftir línunni áður en gestirnir koma boltanum frá.

Sýndist markaskorarinn Orri eiga skotið.
35. mín
Baldvin Þór með spyrnuna beint í vegginn, fær frákastið sjálfur og leggur boltann á Gumma Kalla sem á skot í varnarmann og afturfyrir.
35. mín
Fjölnismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Liðsmenn Gróttu ósáttir, skömmu áður hafði Kristófer Melsteð farið niður við teig Fjölnis á þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð.
30. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Alex Bergmann Arnarsson (Grótta)
Alex er að fara að velli. Patrik Orri er að koma inn á í hans stað. Rétt um hálftími liðinn og Grótta búin með tvö af þremur stoppum sem liðið getur nýtt til skiptinga.
29. mín
Alex Bergmann liggur á vellinum og þarf aðhlynningu. Grótta nú þegar þurft að gera eina breytingu vegna meiðsla og vonandi að hann sé í lagi þeirra vegna.
28. mín
Kristófer Orri með ágætis bolta fyrir markið fyrir Pétur að ráðast á. Pétur aðeins of einn og ekkert verður úr
27. mín
Fjölnir ógnar
Snöggir upp völlinn, Máni Austmann við það að komast í dauðafæri en Rafal vandanum vaxinn og ekkert verður úr.

Verið ágætlega fjörugt þrátt fyrir mjög krefjandi aðstæður.
25. mín
Gestirnir í hörkufæri
Eru að finna góðar stöður úti hægra megin trekk í trekk. Aftur berst boltinn þaðan á Hilmar sem er í prýðis skotfæri í teignum en snýr boltann framhjá markinu.
22. mín MARK!
Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Fjölnir jafnar
Hornspyrna Reynis frá hægri er mjög góð inn á markteiginn. Gestirnir í basli með að koma boltanum frá sem fellur á endanum fyrir Orra á markteigslínunni sem treður boltanum í gegnum pakkann fyrir framan sig og í netið.
21. mín
Fjölnismenn sækja hornspyrnu.
20. mín
Aftur ógnar Grótta
Tómas Orri með boltann í svæði úti hægra megin leikur upp að endamörkum. Setur boltann út í teiginn þar sem varamaðurinn Hilmar mætir í hlaupið en nær ekki góðu skoti sem rúllar löturhæfgt í hendur Halldórs.
16. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Gestirni taka hér forystu
Grótta sækir, boltinn frá hægri inn á teiginn skallaður frá fyrir fætur Kristófers sem leikur aðeins inn völlinn frá vinstri áður en hann lætur vaða í hornið nær frá vítateigslínu. Halldór seinn niður og boltinn liggur í netinu.
14. mín
Aðstæður að gera liðunum mjög erfitt fyrir hér. Vindurinn svo að segja hornrétt á völlinn og sendingar erfiðar fyrir bæði lið.
8. mín
Hættulegt upphlaup Fjölnis. Boltinn upp hægra megin en fyrirgjöfinn beint í fang Rafal.
6. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Damian Timan (Grótta)
6. mín
Damian mætti aftur til vallar en er fljótur niður aftur. Hef takmarkaða trú á því að hann nái mikið fleiri mínútum hér.

Heldur um nárann og gengur af velli.
3. mín
Boltinn gengur liða á milli hér í upphafi. Aðstæður erfiðar og mikill vindur á vellinum.

Damian Timann liggur á vellinum á kveinkar sér, þarf á aðhlynningu að halda.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimamenn sem sparka þessu af stað hér.
Fyrir leik
Lengjudeildin er á Youtube
Fyrir leik
Dómari
Gunnar Freyr Róbertsson er dómari leiksins í dag. Honum til halds og trausts eru Arnþór Helgi Gíslason og Smári Stefánsson. Það er svo stórdómarinn sjálfur Eyjólfur Ólafsson sem sinnir eftirliti fyrir KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tveir spámenn Skagamennirnir Árni Marinó Einarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason eru spámenn umferðarinnar en þeir hafa báðir verið að leika vel með ÍA í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í fyrra.

   29.06.2024 15:00
Jón Gísli og Árni Marinó spá í 10. umferð Lengjudeildarinnar


Jón Gísli Eyland Gíslason

Fjölnir 3 - 1 Grótta (14:00)

Fjölnismenn erfiðir á heimavelli og taka þrjú stig, Axel Freyr og Máni Austmann sjá um markaskorunina.

Árni Marinó Einarsson

Fjölnir 2 - 1 Grótta (14:00)

Fjölnir kemst í 2-0 snemma í leiknum. Grótta klórar í bakkann en það dugir ekki til.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fjölnir Fjölni hefur verið annað af bestu liðum deildarinnar það sem af er móti eins og staða liðsins í töflunni endurspeglar. Annað sætið á markatölu á eftir Njarðvík er hlutskipti þeirra sem stendur en Fjölnir getur lyft sér á toppinn um stundarsakir í það minnsta en leikur Njarðvíkur og Aftureldingar fer ekki fram fyrr en 19:15 í kvöld.

Fjárhagsvandræði Fjölnis hafa verið talsvert í umræðunni í vor og er ljóst að staða félagsins er nokkuð erfið á því sviði. Lið í efstu deild hafa verið að horfa hýru auga á lykilleikmenn liðsins og nægir þar að nefna þrálátann orðróm um að ÍA ætli sér að sækja Júlíus Mar Júlíusson í glugganum sem senn fer að opna.

   27.06.2024 10:55
Júlíus Mar að vekja athygli - „Vitum jafn mikið og þið"


Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Grótta
Eftir fína byrjun á mótinu hefur heldur hallað undan fæti á Seltjarnarnesi síðustu vikur. Liðið er án sigurs í síðustu 5 leikjum og hefur sigið hægt og rólega niður töfluna fyrir vikið en liðið sem sat í þriðja sætinu eftir fimm leiki er nú fallið niður í það áttunda.

Í síðustu umferð mætti liðið ÍR á Vivaldi vellinum nesinu og þurfti þar að gera sér 1-3 tap að góðu. Þar fékk Arnar Daníel Aðalsteinsson að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik en miðvörðurinn hefur átt afbragstímabil í liði Gróttu til þessa, skorað fjögur mörk og verður skarð hans eflaust vandfyllt í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Fjölnis og Gróttu í tíundu umferð Lengjudeildar karla. Flautað verður til leiks á Extra vellinum í Dalhúsum klukkan 14:00
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
14. Damian Timan ('6)
16. Alex Bergmann Arnarsson ('30)
17. Tómas Orri Róbertsson ('71)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('71)
19. Kristófer Melsted ('71)
29. Grímur Ingi Jakobsson
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
32. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('71)
3. Tumeliso Ratsiu ('71)
5. Patrik Orri Pétursson ('30)
11. Axel Sigurðarson ('71)
21. Hilmar Andrew McShane ('6)
25. Ragnar Björn Bragason

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Valtýr Már Michaelsson
Dominic Ankers
Ívan Óli Santos
Viktor Steinn Bonometti
Eirik Soleim Brennhaugen
Simon Toftegaard Hansen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: